SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 33
16. september 2012 33 „Við veiddum bara einn fisk allan þennan tíman og borðuðum hann að sjálfsögðu. Annars versluðum við bara fyrir mánuð í hvert skipti áður en við lögðum af stað út á sjó. Við vorum bara með lítinn frysti þannig að við notuðum hann bara fyrir kjöt. Svo vorum við með grænmeti og þess háttar, ég held að við höfum aldrei borðað dósamat. Við vorum líka með allskonar græjur aftan á skút- unni. Við vorum til dæmis með tæki til að fá rafmagn úr vindinum, það nýttist vel,“ segir hún. „Við vorum fjögur saman í bátnum yfir Atlantshafið. Ég, maðurinn minn og svo tvær aðrar manneskjur sem óskuðu þess að fá að koma með okkur, Caroline og Tom. Við rákumst á Caroline undan ströndum Portúgal þar sem hún var á báti foreldra sinna og hún bað um að fá að koma með. Tom hafði ekki efni á að kaupa sér sinn eigin bát og hafði auglýst eftir fólki sem vildi fara samferða honum yfir Atlantshafið. Þau borguðu bara í mat og hjálpuðu til. Tom kom síðar með okk- ur yfir Kyrrahafið líka,“ segir Katrín. Sæljón í gúmmíbátunum „Við komum í Karíbahafið í desember sama ár og vorum þar þangað til í maí, dóluðum og sigldum þar á milli eyjanna. Við settum skútuna síðan í geymslu í Trínídad & Tóbago og ég fór til Englands og vann í eitt og hálft ár. Við komum svo aftur út í nóvember árið 2009 til að und- irbúa okkur fyrir restina af ferðinni sem við ætluðum að fara í samfloti með nokkrum öðrum skútum. Við þurftum að borga háa reikninga þegar við komum út aftur fyrir geymsluna, viðgerðir og ým- islegt annað. Við fórum síðan í prufusigl- ingu eftir að skútan kom úr viðgerð á An- tíka en þá brotnaði mastrið þar sem það hafði gleymst að setja pinna í það. Mað- urinn minn hélt að draumurinn væri bú- inn, við kæmumst ekki í ferðina. Það var auðséð að þetta var viðgerðarmönnunum að kenna, þeir höfðu ekki sett pinnann í. Við sömdum við þá um nýtt mastur en það þurfti að búa til í Svíþjóð og senda út. Við vorum eiginlega búin að fórna öllu til að komast í þessa ferð og við ákváðum að ef við kæmumst í hana ætluðum við ekki að fara í mál við þá, ef við kæmumst ekki í hana ætluðum við hinsvegar að fara í mál við þá. Þeir stóðu við orð sín svo við komumst í ferðina. Við hefðum kannski endað uppi með skipafélag í Antíka ef málið hefði farið fyrir dómstóla,“ segir Katrín glettin. Hún segir að í samfloti með þeim hafi verið skútur frá Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Englandi, Skotlandi, Spáni og Ítalíu. „Við fórum svo í gegnum Panama og yfir í Kyrrahafið. Það var lengsta ferðin, það voru um tuttugu dagar á sjó. Við fór- um frá Panama til Galapagos-eyja, það er æðislegur staður. Landslagið á eyjunum er voða svipað og á Íslandi fyrir utan hit- an og öll dýrin. Þú gast ekki verið með þinn eigin gúmmíbát í sjónum þar því að sæljón sem voru í sjónum í kring fóru í þá um leið,“ segir Katrín en að sögn hennar voru sæljónin afar mannelsk. Mannætur og hvalir „Við sigldum síðan til Marquesas-eyja. Það eru franskar eyjar í Kyrrahafinu og fólk er ennþá að velta því fyrir sér hvort þar sé stundað mannát enn þann dag í dag. Fyrir nokkrum mánuðum hurfu einhverjir af skútu þar og því var haldið fram að þeir hefðu verið étnir. Við sáum staðinn þar sem fólki hafði verið fórnað áður fyrr. Það var hola við eins konar alt- ari þar sem fólk hafði verið geymt þangað til það var drepið. Þeir borðuðu yfirleitt ekki fólk úr eigin samfélagi. Þeir voru í stríðum við nágrannaeyjarnar og tóku stríðsfanga og átu þá. Því yngri sem ein- staklingarnir sem fórnað var voru, því betra. Blóð þeirra var síðan drukkið til að fá kraft hins fórnaða. Fyrir nokkrum ár- um fundust þar líka bein af ungbörnum en það veit enginn hvort þeim hafi verið fórnað eða hvort þau hafi dáið af öðrum orsökum,“ segir Katrín en þess má til gamans geta að franski listamaðurinn Paul Gauguin og belgíski tónlistarmað- urinn Jacques Brel eyddu sínum síðustu árum á eyjunum og eru grafnir þar. „Það var alveg dásamlegt að fara yfir Kyrrahafið, himinninn var svo fallegur. Það var mjög stjörnubjart og mikið líf í sjónum, við sáum mikið af hvölum. Kunningjar okkar lentu í því að missa skútuna sína vegna þess að þau sigldu á hval. Allt í einu rakst báturinn á eitthvað hart úti á miðju hafi. Þau þurftu að drífa sig út í gúmmíbát og þau horfðu á eftir skútunni sökkva í hafið. Þau voru heppin að það var bátur í nágrenninu sem gat bjargað þeim. Fólkið sem bjargaði þeim gifti sig svo stuttu síðar og kunningjar okkar voru vottar við brúðkaupið,“ segir Katrín. Eldingu sló tvisvar niður í sama bát Katrín segir að hætturnar hafi verið margvíslegar. „Það komu til dæmis oft þrumur og eldingar úti á miðju hafi, stundum sló þeim niður einungis hundrað metra frá okkur. Það sló meira segja tvisvar niður eldingu í sömu skútuna sem var í samfloti með okkur, það eyðilagðist allt í henni,“ segir hún. Katrín segir aðspurð að þau hafi sjaldan tekið sér sundsprett úti á miðju hafi. „Við vorum með sturtu í bátnum, svo lengi sem við vorum með vatn. Við stungum okkur stundum í sjóinn en ekki þegar við vorum úti á miðju hafi. Veðrið Þessi sækemba spókaði sig um á strönd á Galapagos-eyjum. Þennan sérkennilega sjófugl sáu þau hjón einnig á Galapagos-eyjum. Katrín er hér ásamt dóttur sinni Ingu. Morgunblaðið/Golli Katrín er hér ásamt Steve á einni af Marquesas-eyjunum. Að hennar sögn er hugsanlega stundað þar mannát enn þann dag í dag.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.