SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Qupperneq 32
32 16. september 2012
Ég hafði aldrei siglt áður, ég vissialltaf að ég elskaði það en éghafði aldrei fengið tækifæri tilþess. Eiginmaður minn, Steve,
hafði alltaf átt skútur en átti enga þegar
ég giftist honum. Árið 2001 keyptum við
40 feta skútu og hugmyndin var að fara
með hana á Karíbahafið og hafa hana þar.
Ég axlarbrotnaði skömmu eftir þetta á
skíðum og brotið greri illa. Ég endaði á
spítala í Sviss og tíu mánuðum seinna
þurfti ég að fara í aðgerð þar sem pinnar
voru settir í axlarbeinin. Þegar maður
lendir í svona raunum en nær sér að lok-
um verður maður svo hamingjusamur
yfir því að vera á lífi að maður vill bara
leika sér og skemmta sér. Þegar ég var frá
vinnu sökum slyssins varð ég harð-
ákveðin í því að ég vildi sigla meira en
bara um Karíbahafið. Þegar Steve kom
heim úr vinnunni einn daginn þá sagði
ég honum að ég vildi sigla umhverfis
heiminn. Hann tók því vel og tjáði mér
að við þyrftum þá stærri skútu,“ segir
Katrín Ísleifsdóttir Everett sem tók sig til
og sigldi umhverfis heiminn á skútu
ásamt eiginmanni sínum.
Ævintýramanneskja og frumkvöðull
„Ég hef alltaf verið mikil ævintýramann-
eskja. Ég fór í Verzlunarskóla Íslands og
varð fyrsta stúlkan til að hljóta stærð-
fræðibikarinn á Verzlunarskólaprófi, ég
var líka fyrsti tölvufræðingurinn. Ég hef
alltaf viljað vera fyrst að öllu, þetta er
eitthvað í blóðinu. Pabbi starfaði auðvit-
að hjá Sameinuðu þjóðunum og ferðaðist
um allt,“ segir Katrín en faðir hennar er
Ísleifur Jónsson en hann starfaði áður
meðal annars hjá Orkustofnun ríkisins.
Katrín er fædd á Íslandi en hefur búið
nær samfellt í Englandi frá því að hún
hóf nám við Háskólann í Warwick árið
1976.
„Ég ætlaði alltaf að koma heim en það
gekk ekki upp, það voru einnig fleiri
tækifæri úti í Englandi. Annars lít ég
alltaf á mig fyrst og fremst sem heims-
borgara, ekki Íslending eða Englend-
ing,“ segir Katrín. Hún segir að þau hjón
hafi þurft að færa ýmsar fórnir fyrir
draum sinn um að sigra heimshöfin en
að þær hafi allar verið þess virði.
„Við áttum stórt hús með fallegu út-
sýni og tvo bíla fyrir utan. Við athug-
uðum hvað við myndum fá ef við mynd-
um leigja húsið út á meðan á siglingunni
stæði en það gekk ekki upp. Börnin mín
þurftu líka að búa einhvers staðar. Við
veltum fyrir okkur tveimur valkostum,
annars vegar að við gætum legið í hengi-
rúminu í garðinum heima og látið okkur
dreyma um að ferðast eða hinsvegar að
við gætum selt stóra húsið okkar og látið
drauminn verða að veruleika. Við
ákváðum því að selja húsið. Dóttir mín,
Inga Kristin Kemp, var 16 ára og við
ákváðum að fara í siglinguna þegar hún
yrði 18 ára,“ segir Katrín.
Öldur á stærð við íbúðarblokkir
„Við seldum gömlu skútuna og gamla
húsið og keyptum nýja skútu og nýtt hús
í næsta þorpi. Nýja skútan var 49 fet en
það er miklu stærri og breiðari skúta en
sú fyrri,“ segir Katrín en hjónakornin
lögðu af stað í fyrsta hluta ferðarinnar ár-
ið 2007.
„Við fórum þá suður til Gíbraltar og
svo yfir Atlantshafið til St. Lucia. Þetta
voru átján nætur á hafi. Við stoppuðum í
einhvern tíma á Kanaríeyjum og fórum
þaðan í nóvember árið 2007 yfir Atlants-
hafið. Við lentum í hitabeltisstormi á
þeirri leið. Ég varð þó aldrei hrædd, ég
treysti skútunni fullkomlega. Þetta voru
risaöldur eins og stórar blokkir fyrir aft-
an okkur en skútan sigldi vel og hreyfðist
bara í takt við öldurnar. Skútan er þung
og þykk og lætur því mjög vel í sjó,“ seg-
ir Katrín en þau gátu sem betur fer farið
af og til inn í káetuna og þurftu því ekki
að vera undir berum himni allan tímann.
„Í skútunni eru kojur, eitt tvíbreitt
rúm og svo hjónaherbergið aftan til. Svo
er baðherbergisaðstaða og eldhús, þetta
er í raun bara eins og íbúð,“ segir Katrín.
Hún segir jafnframt að herramanns-
matur hafi verið á boðstólum alla ferð-
ina.
Katrín og Steve rákust á órangútanapa í Indónesíu. Því miður eru villtir órangútanapar orðnir sjaldgæf sjón. Þessar risaskjaldbökur var að finna á Galapagos-eyjum.
Skúta hjónanna, Island Kea, er nefnd í höfuðið á Íslandi og nýsjálenska fuglinum Kea.
„Ég á mér
ekki drauma,
ég hef plön“
Katrín Ísleifsdóttir Everett sigldi umhverfis jörð-
ina á skútu ásamt eiginmanni sínum, Steve Eve-
rett. Þau sigldu þó ekki alltaf lygnan sjó og mættu
meðal annars hugsanlegum mannætum, him-
inháum öldum, órangútanöpum auk þess sem
sjóræningjar ógnuðu för þeirra allverulega.
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
Ferðalög