SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 23
16. september 2012 23 Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju ríkið veitir þeim fyrirtækjum og einstaklingumskattaafslátt sem ráðast í framkvæmdir á húseignum sínum?“ Þannig hljóðaði spurn-ingin sem baunað var á mig af ábúðarfullum manni í tækjasalnum klukkan sjö aðmorgni. Mér sýndist ljóst á öllu að hann hefði legið andvaka um nóttina yfir spurning- unni. Og stóð svo sem ekki á svari. Hugsunin er eins og allir vita sú að fá fólk til að taka til hendinni, ýta undir framkvæmdir og koma þannig hjólum atvinnulífsins af stað. En næsta spurning sneri að því, og nú lagði hinn ábúðarfulli maður áherslu á orð sín, hvers vegna ríkið væri þá að hækka skatta á ferðaþjónustuna. Eins og komið er inn á í vikuspegli í Sunnudags- mogganum í dag, þá stendur til að hækka skatta á hótel- og gistiþjónustu úr 7% í 25,5% og áætlað er að sú breyting skili 2,6 milljörðum króna. Auðvitað var með þessum ísmeygilega og bíræfna hætti vakin athygli á því, að svo virðist sem hugsunin sé skökk hjá stjórnvöldum. Á sama tíma og ein atvinnugrein er örvuð með skattalækk- unum, sem ljóst er á öllu að hefur virkað vel, þá eru hækkaðir skattar svo um munar á ferðaþjón- ustuna, og er hún þó einn helsti vaxtarsproti atvinnulífsins. Viðtalið við Baltasar Kormák í Sunnudagsmogganum er annar angi af þessu máli. Það er ótrúlegt að fylgjast með uppganginum í íslenskri kvikmyndagerð. Og engin tilviljun að hingað hafa streymt stórstjörnur í sumar til þess að leika í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Ástæðan fyrir uppgang- inum er nefnilega öðrum þræði sú að skattaumhverfið hér á landi er hagfellt slíkri framleiðslu. Í viðtalinu segir Baltasar frá stórum verkefnum sem er til skoðunar að ráðast í hér á landi, undir- strikar að kvikmyndagerð sé iðnaður og bætir við: „Það er verið að gera kostnaðaráætlun til að at- huga hvort Ísland standist samanburð við önnur lönd.“ Allt hangir þetta á sömu spýtu. Það er góð landkynning að Ben Stiller hangi á kaffihúsi og tísti um lífið á Höfn í Hornafirði og eins að íslenskt mannlíf og náttúra rati í erlendar stórmyndir. Eins er þjónustan mikil við allan þann stóra hóp sem stendur að slíkum myndum. Ef skattar yrðu hækkaðir á kvikmyndagerð er næsta víst að stórmyndirnar rötuðu annað. Það yrði mikið áfall fyrir ferðaþjón- ustuna og íslenskt menningarlíf. Skattahækkanir hafa áhrif á ákvarðanir og hegðun fólks. Ruðningsáhrifin eru mikil. Og stjórnvöld verða að fara gætilega er þau seilast í vasa fyrirtækja og einstaklinga – og bera virðingu fyrir þeim sem standa með þeim hætti undir rekstri ríkisins. Eins og dæmin sanna er aldrei að vita hvaða áhrif skattahækkanir hafa í för með sér. En reynslan af þeim skattalækkunum sem nefndar eru hér að of- an er góð. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Stiller, skattar og kvikmyndagerð Rabb „Ég tel að aðrir flokkar og framboð í land- inu eigi að sameinast um að bjóða Sjálf- stæðisflokknum upp á fjögur ár í viðbót, hið minnsta, til endurhæfingar og sjálfs- skoðunar.“ Steingrímur J. Sigfússon í málfundarræðu á Alþingi í vikunni. „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands.“ Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í viðtali í Klinkinu í vikunni. „Ég hef zero tolerance fyrir svona kjaftæði, Þorgerður Katrín“ Sagði Jóhannes Þór Skúlason, að- stoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Það hefur valdið kon- ungsfjölskyldunni miklum vonbrigðum að frönsk út- gáfa og ljósmyndari hafi ráðist inn í einkalíf þeirra með svo grófum og óréttlæt- anlegi hætti.“ Yfirlýsing ungu hjónanna Vilhjálms prins og Kate her- togaynju af Cambridge eftir að franskt blað birti myndir af Kate berbrjósta að sóla sig. „Ekki gott. Tekur heila eilífð að komast í stólinn. En ég er umvafinn kvenfólki“ Guðlaugur Þór Þórðarson eftir skipan sæta á Alþingi. „Það má líka minna á að það eru þónokkrir nýir skattar sem kallaðir hafa verið „tímabundnir“. En ég hef ekki heyrt eitt einasta orð, frá því ágæta fólki sem ræður för í ríkisfjármálunum, við hvaða aðstæður þeir ættu að falla niður.“ Kristján Þór Júlíusson um skattahækk- anir ríkisstjórnarinnar. „Meirihlutinn í borginni verður að fara að átta sig á því að verk George Orwell „1984“ er ekki handbók um vandaða stjórnsýslu og ber því ekki að nota sem slíka.“ Marta Guðjónsdóttir á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal betur í kappræðum frambjóðendanna og með því að kynna trúverðugar lausnir á efnahagsvand- anum. Það fyrra er erfiður hjalli yfir að komast, því Obama kann sitthvað fyrir sér og hefur forskot í velvilja eins og áður var nefnt. Hið síðara er vandmeðfarið, svo ekki sé meira sagt. Vilji menn kynna trúverðuga stefnubreytingu í efnahags- málum verður hún að vera vel útfærð. En í slíkri útfærslu felst veruleg hætta á að frambjóðand- anum sé fljótlega snúið úr sókn í vörn. Það komi því í hans hlut að verja og útskýra flóknar leiðir í efnahagsmálum, en forsetinn, sem ábyrgðina ber, komist óvænt í var. Íslenska dæmisagan Lítum okkur nær. Haustið 1979 sýndu skoð- anakannanir að Sjálfstæðisflokkurinn stefndi í mesta kosningasigur sögu sinnar eftir árssetu vinstristjórnar sem logaði í illindum og þótti vera með allt niðrum sig í efnahagsmálum. For- ystumenn Sjálfstæðisflokksins fengu Jónas H. Ha- ralz, hagfræðing, til að semja fyrir sig efnahags- áætlun. Það gerði hann með ágætum, svo sem vænta mátti. Flokkurinn greip þessa efnahags- áætlun feginshendi og gerði lítt breytta að stefnu- skrá sinni undir heitinu „Leiftursókn gegn verð- bólgu“. Andstæðingarnir hófu þegar mikinn hræðsluáróður, sneru út úr stefnunni á alla lund og settu flokkinn í vörn. Þingmenn og frambjóð- endur höfðu lítt eða ekki komið nálægt stefnu- mörkuninni og þekktu ekki einu sinni vel til rök- semdafærslna hennar eða grundvallar. Þegar þeir fundu vaxandi andbyr tóku þeir margir til fótanna og sumir afneituðu stóryrtri stefnu flokksins síns heima í héraði. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Útkoman í kosningunum varð því afleit fyr- ir flokkinn, þótt hann ynni örlítið á eftir sögulegt tap árinu fyrr. Leiftursóknarplaggið hefur af þessum ástæðum haft óorð á sér síðan. Það er þó fjarri því að vera sanngjarnt. En það reyndist vissulega einkar óheppilegt sem kosningastefnuskrá. Meginstefin úr leiftursóknarplagginu voru síðar framkvæmd af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Steingríms Hermannssonar á ár- unum 1983-1987. Það var þó hvorki nefnt í kosn- ingabaráttunni sem á undan fór, ekki í stjórn- arsáttmála né þegar tillögur ríkisstjórnarinnar voru kynntar og síðan framkvæmdar. Þessi ís- lenska saga, sem okkur einum er kunn, sýnir að Romney verður að fara varlega þegar hann reynir að nýta sér efnahagslegar ógöngur Bandaríkjanna til að snúa straumnum sér í hag. En öfugt við Sjálf- stæðisflokkinn árið 1979 neyðist hann til að reyna. Atbeini seðlabankastjórans Það hjálpar honum ekki, að Bernanke, seðla- bankastjóri, hefur tilkynnt mikið seðlaprent- unarátak og takmarkalitla dælingu fjár, sem engin innstæða er fyrir, inn í hagkerfið næstu mánuði og „eins lengi og þarf“ til að draga úr atvinnuleysi. Sumir repúblikanar fullyrða að með þessu sé Bernanke að leitast við að tryggja endurkjör Obama, þar sem Romney hefur lýst því yfir að hann muni ekki endurráða seðlabankastjórann við lok skipunartímabils hans. Aðrir segja þetta ekki sanngjarna ásökun, enda sé líklegra að Bernanke sé með þessum hætti að leitast við að sanna eigin kenningar, því seðlabankastjórinn sé í hópi helstu þekkingarmanna um heimskreppuna 1930. Haldi Bernanke hinni auknu seðlaprentun áfram „svo lengi sem þarf“ telja flestir skýrendur að veruleg hætta sé á miklum verðbólgukipp. En margir hinna sömu fullyrða einnig að Bernanke telji slík- an kipp beinlínis æskilegan við núverandi að- stæður. Nauðsynlegt sé að láta verðbólguna grynnka á himinháum skuldum landsins, sem enginn geti ráðið við án hjálpar verðbólgunnar. Seðlabankinn muni svo hafa afl til að ná verð- bólgukippnum niður aftur þegar þess þarf. Það er önnur saga. En eftir því var tekið að við tilkynningu banka- stjórans veiktist dollarinn samstundis og gullverð hækkaði. Hin „ósýnilega hönd“ markaðarins virt- ist tafarlaust vera að skrifa verðbólguspá sína á vegginn.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.