SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 44
44 16. september 2012 Jo Walton – Among Others bbbmn Among Others fékk Hugo-verðlaunin í síðustu viku, en svo nefnast bandarísk verðlaun sem veitt eru vísindaskáldsögu eða ævintýrasögu ársins. Bókin hefst þar sem Morwenna er komin til föður síns að jafna sig eftir óútskýrt atvik sem gert hefur að verkum að hún gengur við staf. Smám saman kemur í ljós að hún er á flótta undan móður sinni, sem er geðveik að hún segir og norn í þokkabót, og einnig að hún syrgir tvíburasystur sína sem fórst í sama slysi og Morwenna meiddist illa í. Þó að Morwenna geti galdrað er hún kom- in í heimavistarskóla sem aðeins er skipaður stúlkum sem geta ekki galdrað. Þegar við bætist að hún er velsk finnst henni lítið til ensku stúlknanna koma og er því eðlilega einmana. Hún finnur sér þó fró- un í að lesa vísindaskáldskap og safnar kröftum til að gera upp málin við móðurina. Þetta er að flestu leyti hefðbundin þroskasaga, en mikil skemmtilesning fyrir þá sem þekkja vel til vísindaskáldsagna. Galdraþátturinn er vel útfærður og hugvitssamlegur. Full hægfara, en samt skemmtileg lesning. Maria Semple – Where’d You go Bernadette bbbbn Það er merkilegt hve kápa á bók setur hugsun okkar skorður þegar bókin er tekin upp – kápan á Whe- re’d You go Bernadette hrópar: Skvísubók! og meira að segja í léttari kanttinum. Annað kemur á daginn þegar maður fer að lesa því þó að ekki séu hámerkilegar bókmenntir á ferð er bókin skemmti- lega snúnar vangaveltur um þörfina að skapa og hvað gerist þegar þeirri þörf er ekki sinnt. Bókin segir frá óvenjulegri fjölskyldu, eiginmaðurinn annálaður hugmyndasmiður hjá Microsoft, nánast alltaf í vinnunni, líka þegar hann er ekki í vinnunni, og eiginkonan sérkennileg í hátt- um, mannafæla og sérkennilega hirðulaus um umhverfi sitt. Dótt- irin, sem segir söguna, er bráðgáfuð og elskuð af öllum sem um- gangast hana, en hún er að kikna undan ástandinu á heimilinu. Fljótlega áttum við okkur á því að móðirin, Bernadette, er í felum og um líkt leyti fer allt upp í loft og Bernadette hverfur sporlaust á ferð um suðurskautið. Bráðfyndin bók, en líka alvarleg í bland. Þess má geta að íbúar Seattle hafa borið sig illa yfir því hvernig borginni er lýst í bókinni, en sú lýsing er meinfýsin og stórskemmtileg. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 26. ágúst - 8. sept- ember 1. Fimmtíu gráir skuggar - E.L. Jones / JPV 2. Flöskuskeyti frá P - Jussi Adler-Olsen / Vaka-Helgafell 3. Fantasíur - Hildur Sverrisdóttir / JPV 4. Iceland Small World - Sig- urgeir Sigurjónsson / Portfol- io 5. Gagnfræðakver handa há- skólanemum - Friðrik H. Jóns- son & Sigurður J. Grétarsson / Háskólaútgáfan 6. Húfuprjón - Guðrún S. Magn- úsdóttir / Vaka-Helgafell 7. Heilsuréttir fjölskyldunnar - Berglind Sigmarsdóttir / Bókafélagið 8. Hin ótrúlega pílagrímsganga - Rachel Joyce / Bjartur 9. Little book of the Icelanders - Alda Sigmundsdóttir / Vaka- Helgafell 10. Næturóskin - Anne B. Ragde / Mál og menning Frá áramótum 1. Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætr- an / Hag- kaup 2. Heilsuréttir fjölskyld- unnar - Berglind Sigmarsdóttir / Bókafélagið 3. Iceland Small World - Sig- urgeir Sigurjónsson / Portfol- io 4. Heilsuréttir Hagkaups - Sól- veig Eiríksdóttir / Hagkaup 5. Englasmiðurinn - Camilla Läckberg / Uppheimar 6. Hungurleikarnir - Suzanne Collins / JPV 7. Eldar kvikna - Suzanne Coll- ins / JPV 8. Snjókarlinn - Jo Nesbø / Upp- heimar 9. Konan sem hann elskaði áð- ur - Dorothy Koomson / JPV 10. Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf - Jonas Jonasson / JPV Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Fyrsta bók bandaríska rithöfundarinsMichaels Chabons, The Mysteries of Pitt-sburgh, kom út 1988 þegar hann var 24ára gamall. Henni var vel tekið, en þrátt fyrir það reyndist Chabon erfitt að skila af sér næstu bók, því Wonder Boys kom ekki út fyrr en sjö árum síðar. Skýringin á seinkuninni er þó ekki pennaleti, því Chabon sat við árin eftir að The Mysteries of Pittsburgh kom út og skrifaði af kappi. Hann var með í kollinum hugmynd að bók sem sótti innblástur í hafnabolta sem er honum hugleikinn. Það var þó sama hvað hann reyndi, honum tókst ekki að láta aðalpersónuna, arkitekt sem var að hanna hornaboltagarð, lifna við á þeim þúsundum síðna sem hann skrifaði. Á endanum gafst hann upp, pakkaði handritinu saman og byrjaði á bókinni sem varð að Wonder Boys. Svarthvítur heimur Wonder Boys var enn betur tekið en fyrstu bók- inni en þriðja skáldsaga Chabons, The Amazing Adventures of Kavalier and Clay sem kom út haustið 2000, varð svo hápunkturinn, því fyrir hana fékk Chabon Pulitzer-bókmenntaverðlaun- in. Í henni birtist enn áhugamál Chabons, að þessu sinni teiknimyndagerð, en bókin segir frá félögum í árdaga hasarblaðanna vestan hafs á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Sem krakki hafði Chabon hrifist af því hvernig allt var svart og hvítt í teiknimyndasögunum, en í raunveruleikanum er alt grátt; þegar þeir Josef Cavalier og Samuel Kla- yman taka til við að semja teiknimyndasögur með ofurhetjunni The Escapist eru þeir ekki síst að leita hefnda fyrir fjölskyldur sem þýskir nasistar fyr- irkomu í stríðinu. Næstu skáldverk voru svo vísndaskáldsagna- reyfarinn The Yiddish Policemen’s Union, sem kom út 2007, og ævintýrasagnasafnið Gentlemen of the Road sem kom út 2007. Tele- graph Avenue kom svo út sl. þriðjudag eins og greint er frá hér að ofan. Eins og henni er lýst í fjölmiðlum vestan hafs er bókin hylling æskuára Chabons, hylling götu sem liggur frá miðborg Oakland í sunnarverðri Kaliforníu upp til Berkley. Gatan heitir Telegraph Avenue og segja má að hún liggi frá hverfi þar sem obbi íbúanna er þeldökkur til hverfis þar sem íbúarnir eru alla jafna hvítir og tilheyra efri miðstétt. Að sama skapi er bókin skrifuð með vísun í kvikmyndir Quentins Tarant- inos, enda ræða söguhetjurnar títt um myndirnar og sitthvað af því sem Tarantino fæst við í mynd- unum birtist í sögunni en þó með öðrum svip og settlegri. Í skemmtilegri grein um bókina í New York Times segir rithöfundurinn Jennifer Egan frá því að Chabon sé öðrum þræði að að segja sögu Oak- land, allt frá því Miwok-indíánar bjuggu þar og nýttu fiskimiðin í San Fransico-flóa, skelfiskinn við ströndina og veiðidýr, fram til þess að þel- dökkir taka að setjast að í borginni, margir starfs- menn Pullman-járnbrautafabrikkunnar og -flutn- ingafyrirtækisins, þá til tíma Svörtu hlébarðanna, vopnaðrar réttindabaráttu blökkumanna, og fram til okkar daga, nánar tiltekið ársins 2004. Helsta sögupersónan er Archy Stallings, þel- dökkur bassaleikari og plötubúðareigandi sem rekur plötubúð með hvítum vini sínum, Brokeland Records. Á þeim tíma sem sagan gerist voru svipt- ingar í plötubransanum, netið tekið við sem helsta dreifingarleið tónlistar, en það er þó ekki að- alvandamálið heldur stendur þeim ógn af fyr- irhugaðri stórverslun sem plötubúðakeðja hyggst opna í næstu götu. Öll sú saga er þó táknmynd fyr- ir þær breytingar sem samfélagið í kringum búðina gengur í gegnum, sem er táknmynd fyrir þær breytingar sem fjölskyldurnar í sögunni, hvítar og svartar, verða fyrir eftir því sem börnin vaxa úr grasi og ástin dvínar og svo koll af kolli. Bandaríski rithöfundurinn Michael Chabon, höfundur bókarinnar Telegraph Avenue. Hylling æskuár- anna Michael Chabon er jafnan talinn með helstu rithöfundum Bandaríkjanna nú um stundir og sætir tíðindum þegar hann gefur út bækur. Í síðustu viku kom út ný skáldsaga hans, Telegraph Avenue. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.