SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Page 24
24 16. september 2012
Frakkinn Stephan Adam hafði áhuga á að skrásetja manlíf hversdagsins, hvort sem var á
götum úti eða inni á heimilum. Hér er Kolbeinn Máni Jóhannsson við matarborðið.
Fyrr í sumar komu nær tuttugu kon-ur og karlar saman í Myndlist-arskólanum í Reykjavík, til að sækjaalþjóðlegt námskeið okkar Mary
Ellen Mark og Martin Bell, í ljósmyndun og
heimildamyndagerð. Þetta var í annað sinn
sem við kenndum þetta nær tveggja vikna
krefjandi námskeið. Flestir nemendurnir
komu frá Bandaríkjunum, en einnig frá Kan-
ada, Svíþjóð, Frakklandi og Suður-Afríku,
auk þriggja Íslendinga. Eins og gengur á
námskeiðum sem þessum var bakgrunnur
fólksins afar ólíkur, í ljósmyndun sem í
reynslu í hinu daglega lífi; sumir voru að
ljúka formlegu ljósmyndanámi, aðrir hafa
unnið við fagið, en fleiri hafa starfað við
annað. Í hópnum voru skattalögmaður og
fyrrum framkvæmdastjórar, hönnuður, bíl-
stjóri, barþjónn, skurðlæknir og mennta-
skólanemi. Slík fjölbreytni getur ekki annað
en stuðlað að áhugaverði samsuðu, ekki síst
þegar allir leggjast á eitt við að ná árangri við
að skapa áhugaverð verk, og verða betri ljós-
myndarar eða kvikmyndagerðarmenn en
þegar þeir mættu til leiks.
Vildi halda námskeið hér
Mary Ellen Mark þarf vart að kynna fyrir Ís-
lendingum, en hún er einn kunnasti ljós-
myndari samtímans. Stórar sýningar með
verkum hennar hafa verið settar hér upp, og
fyrir nokkrum árum kom út bókin Undra-
börn, samhliða samnefndri sýningu í Þjóð-
minjasafni Íslands, með ljósmyndums em
hún tók af nemendum Öskjuhlíðarskóla og
Safamýrarskóla. Samtímis gerði Martin Bell,
eiginmaður hennar, kvikmyndina Alexander
um Alexander Viðar Pálsson nemenda í
Öskjuhlíðarskóla, og vakti hún umtalsverða
athygli. Bell er kunnur kvikmyndagerð-
armaður og hefur meðal annars verið til-
nefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikyndina
Streetwise en hún fjallar um götubörn í
Seattle.
Mary Ellen Mark hefur um langt árabil
verið eftirsóttur kennari á námskeiðum og
sjálfur sótti ég námskeið hjá henni fyrir 24
árum; fyrirfram hefði ég ekki trúað því að
hægt væri að breyta sýn minni á ljósmynda-
miðilinn og möguleika hans á einni viku. En
það tókst Mark að gera.
Hún hefur í mörg ár kennt á eftirsóttum
námskeiðum í Oaxaca í Mexíkó og hafði um
skeið látið sig dreyma um að setja upp sams-
konar námskeið hér á landi, þar sem ég
kenndi ljósmyndahlutann með henni og
Martin Bell ynni með nokkrum kvikmynda-
nemendum. Í fyrra tókst að koma námskeið-
inu á laggirnar, fyrir tilstuðlan bandarísks
fyrirtækis, Photoxpeditions, sem heldur
námskeið Mark og fleiri kunnra ljósmyndara
víða um heim.
Á þessum síðum birtast nú ljósmyndir sem
nemendur okkar tóku á námskeiðinu í sum-
ar, en þeir takast einkum á við að fjöl-
breytilegt mannlífið hér, hver á sinn hátt.
Við stefnum að því að kenna annað námskeið
að ári og hefur Mary Ellen Mark kynnt þá
hugmynd, að bjóða sex íslenskum ljós-
mynda- og kvikmyndanemum þátttöku,
veita þeim styrk með því að taka þátt í nám-
skeiðinu sér að kostnaðarlausu, en með
stuðningi innlendra fyrirtækja og stofnana.
Það mætti án efa kalla veglegan og mikls-
verðan stuðning við nám í þessum geira hér
á landi.
Hin sænska Lisen Stibeck vinnur að bók um ungar konur sem búa við ólíkar að-
stæður víða um heim. Hér myndaði hún meðal annars Ísabellu Þorvaldsdóttur.
Ljósmynd/Lisen Sibeck
Mynda mannlíf
hér á landi –
hver á sinn hátt
Segja má að fjölbreytileikinn sé allsráðandi í nálgun
nemenda sem tóku þátt í alþjóðlegu ljósmynda- og
kvikmyndanámskeiði hér á landi.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Ljósmynd/Stephan AdamLjósmynd/Francesca Rivas
Nemendur á námskeiðinu hafa átt afar gott samstarf við Bláa lónið og hafa tek-
ið fjölda áhugaverðra ljósmynda í og við myndrænt lónið sem heillar marga.
Ljósmynd/Eileen Kennedy
Francesca Rivas myndaði í nokkra daga daglegt líf Sigrúnar Sólar Eyjólfsdóttur, lífsglaðrar
fatlaðrar stúlku sem Mary Ellen Mark hafði kynnst. Rivas myndaði einnig hljómsveitir.