SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 31
16. september 2012 31 Ævar Þór Benediktsson leikur Lilla klifurmús íuppfærslu Þjóðleikhússins á hinu sígilda æv-intýri Dýrunum í Hálsaskógi eftir ÞorbjörnEgner. Hann viðurkenndi að það væri vissu- lega mikil áskorun og ekki auðvelt að feta í fótspor fyrir- rennara sinna sem hafa gert persónunni Lilla svo góð skil að hún hefur lifað góðu lífi meðal hverrar kynslóðar á fætur annarri. Feðgarnir Árni Tryggvason og Örn Árnason léku músina auk Atla Rafns sem lék síðast Lilla árið 1993. „Þetta er mikill heiður, stór draumur að rætast og skemmtileg ábyrgð að bera sem fylgir því að fá að vera Lilli klifurmús þessarar kynslóðar. Það eru forréttindi að fá að stíga reglu- lega inn í Hálsaskóg, sannkallaðan töfraheim sem Ilmur Stefánsdóttir hefur skapað,“ segir Ævar þakklátur með blik í auga og ljóst að hann þarf ekki að kafa langt til að finna barnið í sjálfum sér. Ævar er af yngstu kynslóð leikara og er að sigla inn á sitt annað ár í Þjóðleikhúsinu. Í vetur verður hann í öllum sýn- ingum sem verða settar upp á stóra sviðinu í Þjóðleikhús- inu. Ævar vísindamaður verður þó á sínum stað í Stundinni okkar í vetur, auk þess sinnir hann talsetningu inn á teikni- myndir. Skrifin eru aldrei langt undan og hefur hann þegar gefið út tvær bækur og sú þriðja mun koma út á næstunni. Kveikjan að þeirri bók er viðbrögð við háværri umræðu sem hefur verið upp á síðkastið um minnkandi lestur barna og unglinga. „Mig langaði að búa til bók sem nördið ég hefði viljað lesa þegar ég var yngri.“ Ný nálgun sem tengist þrautalausnum verður í fyrirrúmi bókarinnar sem ber tit- ilinn, „Þú ert þín eigin þjóðsaga“. Ekki er hægt að segja að komið sé að tómum kofunum hjá Borgfirðingnum Ævari Þór. thorunn@mbl.is Fátt vefst fyrir hæfileikabúntinu Ævari sem hrindir hugmyndum í framkvæmd. Leikarinn ungi hefur fengið góða dóma fyrir túlkun sína á Lilla klifurmús. Þrjár kynslóðir Lilla klifurmúsar. Feðgarnir Árni Tryggvason og Örn Árna með Lilla þessarar kynslóðar, á frumsýningu Þjóðleikhússins nýverið. Leikari og rithöfundur Hugmyndaauðgi, fjör og leikur einkenna hinn atorkusama leik- ara Ævar Þór Benediktsson. Af hverju ertu að gráta, litli stubbur? Ég fékk snudduna bara lánaða í smástund. Nýbúinn að missa fyrstu tönnina, frekar ánægður með pabba og litla bróður sem lítur stoltur upp til stóra bróður. Fyrsta bókin sem Ævar gaf út 12 ára. Áhugasviðið orðið nokkuð ljóst, verkið er mjög líkt Glósubók Ævars vísindamanns. Óárennilegur í hlutverki sínu í Eftirlitsmann- inum eftir Gogol, útskriftarsýning sem Nem- endaleikhúsið setti upp. Ástfangið par á fallegum sumardegi í Reykjavík. Ævar með kærustu sinni Védísi Kjart- ansdóttur listdansara. Myndaalbúmið Ævar vísindamaður með dyggan aðstoðarmann sér við hlið, litlu systur sína Jónu Rós við upptökur á nýjum þáttum sem sýndir verða í vetur. Eitursvalir feðgar með sólgleraugu að slaka á eftir mat- inn og hestastúss dagsins. Flottur borgfirskur systkinahópur. Ævar er elstur, þá Guðni Líndal, bræðurnir halda í þá minnstu, Sigurjónu Rós, og á endanum er Ingibjörg Ólöf.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.