SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 28
28 16. september 2012 að í Natzweiler-fangabúðunum. Kennitala hafði verið flúruð inn í húð fanganna og þannig var hægt að bera kennsl á líkin. Þarna hófst grúskið hjá mér fyrir alvöru. Á þessum tíma þurfti maðurinn minn að fara til Þýskalands og við ákváðum að taka okkur viku saman frí áður en hann þurfti að sinna sinni vinnu og fara að heimsækja Natzweiler-fangabúðirnar. Við hittum einnig franska lækninn og kollega hans en þeir eru í forsvari fyrir félag sem þeir stofnuðu í kringum beinafundinn og hefur það markmið að minna á fórnarlömbin svo þau gleymist ekki. Þetta félag hefur komið ýmsu til leiðar meðal annars því að borgarstjórnin í Strassborg lét setja upp minn- ingarskjöld um fórnarlömbin, sem var afrek út af fyrir sig þar sem þessi beinafundur hafði verið vandræðamál og hafði verið reynt að þagga niður. Eitt leiddi af öðru því eftir að heim var komið hafði Fríða Björnsdóttir blaðamaður samband við mig en í Ameríku hafði hún kynnst konu sem fjár- magnar súpueldhús í Jerúsalem með bókaútgáfu og hafði meðal annars gefið út bók sem heitir Holo- caust Survivors Cookbook þar sem hún safnaði saman sögum frá fólki víðs vegar að úr heiminum sem hafði lifað helförina af ásamt sögum og upp- skriftum af matarhefðum gyðingafjölskyldna um allan heim. Þessi kona var að safna efni í aðra bók sem er nýkomin út og heitir Miracles & Meals og vildi fá mig til að skrifa í hana. Ég skrifaði á end- anum grein og sendi henni myndir af Henný ömmu og fleirum. Þegar ég var að vinna efnið í þá bók datt ég um skjöl og ýmsar upplýsingar sem var nýtt fyr- ir mér eða breytti myndinni sem fyrir var. Ég hef verið að grauta mikið í skjölum í kringum þetta mál allt saman en ég er búin að sjá að ég er sennilega að ætla mér ansi mikið. Fríða Björnsdóttir hefur veitt mér mikla aðstoð við alla þessa pappírsvinnu og þýðingar og ég á henni mikið að þakka. Saga ömmu þinnar er ævintýraleg, hún kom hingað til lands og giftist og hóf nýtt líf. Hvernig minnist þú hennar og afa þíns? „Það var gæfa mín að Hendrik afi og Henný amma tóku mig upp á sína arma þegar ég var lítil og Henný missti ekki einungis Siegbert hálfbróður sinn, eiginkonu hans og son heldur var Robert Goldstein, fyrrverandi eiginmaður hennar, og faðir Péturs sonar hennar, einnig tekinn af lífi í Ausch- witz. Móðir Siegberts, Minna, lést hér á landi árið 1947 og vissi þá ekkert um örlög sonar síns. Henný Goldstein Ottósson lést árið 1986 án þess að hafa fengið endanlega vissu um örlög Siegberts og fjöl- skyldu. Sonur hennar Pétur lést árið 1993. Amma var vel menntuð heimskona Magnea Henný Pétursdóttir er dóttir Péturs. Á liðnum árum hefur hún rannsakað þennan mikla fjölskylduharmleik, hefur heimsótt fangabúðirnar þar sem Siegbert var tekinn af lífi og skoðað skjöl, pappíra og bréf sem tengjast málinu. „Þetta mál hvílir ekki beint á mér en ég legg áherslu á að þessir atburðir falli ekki í gleymsku,“ segir Magnea Henný. „Bak við öll þessi skjöl og pappíra er svo mikil saga sem má ekki heldur gleymast. Þegar hún er spurð hvað hafi orðið til þess að hún hafi farið að rannsaka þessa dapurlegu sögu segir hún: „Í lok árs 1998 hringdi í mig frænka mín sem býr í London og sagði mér að franskur læknir sem væri að vinna að doktorsritgerð í heim- ilislækningum væri að reyna að hafa uppi á mér. Hann var að skrifa um þá 86 gyðinga sem var slátr- Magnea Henný Pétursdóttir hefur safn-að bréfum og skjölum sem tengjastfjölskyldu hennar og helförinni. Pét-ur Goldstein, faðir Magneu Hennýjar, móðir hans Henný Goldstein og móðuramma, Minna, komust frá Þýskalandi á uppgangstíma nasista og til Íslands en bróðir Hennýjar, Siegbert, Erna eiginkona hans og fjögurra ára sonur þeirra, Denny, létu lífið í gasklefum og það gerði einnig Robert fyrrverandi eiginmaður Hennýjar og faðir Péturs. Árið 1934 kom Henný Goldstein, sem var gyð- ingur, til Íslands frá Þýskalandi. Hún var fráskilin og með ungan son Peter sem fæddur var árið 1927. Uppgangur nasista í Þýskalandi hafði vakið ugg hjá Henný sem svaraði auglýsingu sem birtist í þýsku blaði þar sem auglýst var starf kjólameistara á saumastofunni Gullfossi í Reykjavík. Henný bjó bæði yfir menntun og hæfileikum til að gegna því starfi því hún hafði lært kjólasaum og starfaði sem forstöðukona tískuhúss í Berlín. Henný fékk starfið í Reykjavík og kom þangað ein síns liðs sumarið 1934. Móðir hennar, Minna, og sonurinn Peter komu svo til Íslands árið 1935. Í Reykjavík kynntist Henný Hendrik Ottóssyni sem var harður and- stæðingur nasista. Hann var mikill tungu- málamaður og hafði meðal annars stundað nám í guðfræði og hafði mikinn áhuga á trúarbrögðum. Gyðingdómurinn var honum einstaklega hugleik- inn. Þegar hann komst að því að senda ætti Henný Goldstein aftur til Þýskalands, bauðst hann til að giftast henni til að forða henni frá lífláti. Henný átti tvo hálfbræður, Harry og Siegbert Rosenthal sem voru synir Minnu af fyrra hjóna- bandi. Harry kom til Íslands árið 1938 og unnusta hans, Hildegard, kom síðar og þau settust að á Ak- ureyri og tóku sér íslensku nöfnin Höskuldur og Hildigerður. Siegbert varð eftir í Þýskalandi ásamt Ernu eiginkonu sinni og syninum Denny en þau voru flutt til Auschwitz árið 1943, þá var Denny fjögurra ára. Erna og Denny voru send í gasklefann fljótlega eftir komuna til Auschwitz en Siegbert var fluttur í Natzweiler Struthof-fangabúðirnar skammt frá Strassborg. Þar var hann ásamt öðrum úr hópi fanga valinn til að taka þátt í þjáning- arfullum læknatilraunum, en í einni þeirra var efni dælt í eistu þeirra. Þetta var framkvæmt að frum- kvæði þýsks læknis, August Hirt, en hann ætlaði sér að sanna að gyðingar væru öðrum óæðri, og þar með réttdræpir. Fangarnir voru síðan teknir af lífi í gasklefanum, líkin voru flest geymd í vínanda og her bandamanna fann þau í stríðslok. Þar á meðal voru bein Siegbert. Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Saga sem má ekki gleymast Magnea Henný Pétursdóttir hefur safnað saman skjölum og bréfum sem tengjast fjölskylduharmleik í seinni heims- styrjöld. Amma Magneu Hennýjar, Henný Goldstein, kom hingað til lands árið 1934 en fjölskyldumeðlimir hennar urðu fórnarlömb nasista og enduðu líf sitt í gasklefum. ’ Við hjónin skoðuðum fangabúðirnar og það var yfirþyrmandi reynsla. Það er ekki fyrir hvern sem er að skoða svona safn. Svona staður sýnir að mannvonskunni eru engin takmörk sett. Magnea Henný Pétursdóttir Ég er reyndar þannig að þegar ég fer í samkomuhús Erna, eiginkona Siegbert, með Denny son þeirra.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.