SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Side 27

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Side 27
16. september 2012 27 Mæðgurnar Marcia og Alexandra Mishaan tóku þátt í námskeiðinu. Þær unnu saman en af- raksturinn var ólíkur, hvor hafði sína sýn. Móðirin myndaði vansælan kött hjá dýralækninum. Ljósmynd/Marcia Mishaan Dóttir og móðir, Alexandra og Marcia Mischaan, á mynd þeirrar fyrrnefndu sem tekin var í höggmyndagarði Einars Jónssonar.Þær mynduðu m.a. á elliheimili og á hrossabúgarði. Ljósmynd/Alexandra Mishaan Heimur á hvolfi. Rebecca Harlan frá Tennessee myndaði m.a. fjölskyldulíf í Reykjavík. Ljósmynd/Rebecca Harlan Eitt af því sem greinir námskeið Mary Ellen Mark frá öðrum sem hún hefur kennt víða um lönd á síðustu áratugum, er að hér kennum við ljósmyndaþáttinn tvö sam- an, og síðan kennir eiginmaður hennar, Martin Bell, nokkrum nemendum heim- ilda- og stuttmyndagerð. Eftir að ljósmyndanemendurnir hafa eytt fyrsta deginum saman og við höfum farið yfir verk sem þeir koma með , byrja þeir að taka myndir innan þess sviðs sem þeir hafa mestan áhuga á. Þeir sem sækja námskeið Mark vinna þó yfirleitt á ein- hvern hátt með að skrá mannlíf, enda er hún þekkt fyrir slíka nálgun og er ein- staklega fær við að aðstoða fólk við að skerpa sýn sína og nálgun við myndefnið . Frá fyrsta degi eyða nemendur lunganum úr deginum við myndatökur. Þeir hitta okkur kennarana í einkaviðtölum á morgnana, þar sem við förum yfir myndirnar sem þeir tóku daginn áður, veitum þeim ráð, veljum það besta og bendum á hvað þarf að gera betur. Stundum með því að snúa aftur og mynda það sama, en í önnur skipti spreyta þau sig á einhverju nýju. Undir kvöld, þegar myndum dagsins er skil- að inn til vinnslu, tekur við fyrirlestradagskrá. Auk þess sem kennarar kynna verk sín, líta í heimsókn íslenskir ljósmyndarar, kvikmyndagerðarmenn og hönnuðir, og stundum erlendir gestir sem kynna verk sín. Lokadegi námskeiðsins er eytt í kennslustofu Þjóðminjasafnsins, þar sem farið er yfir bestu myndir hvers nemenda, þær ræddar, og nokkrar valdar á stutta sýningu þar í safninu og í Blurb-bók sem búin er til og má skoða og panta á netinu (Blurb.com - Iceland Workshop 2013). Kvikmyndanemendurnir eyða enn meiri tíma með Martin Bell, við að skoða tök- ur og rýna í mögulega framsetningu frásagnarinnar; við að spyrja og reyna að svara öllum þeim spurningum sem kvikmyndagerðarmaður stendur frammi fyrir. Njóta þeir þá víðfeðmrar reynslu hans af kvikmyndagerð. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að allir ljúki við heila kvikmynd á innan við tveimur vikum, en við lokayfirferð fá allir á námskeiðinu að sjá hvað hinir hafa verið að gera. Liss Lafleur er bandarískur ljósmyndanemi sem vann hér kvikmynd um listamanninn Nonna sem starfsrækir svitahof í Elliðaárdal og gefur þar kanínum sem reika villtar um. Úr kvikmynd eftir Liss Lafleur Skerpir á sýn nemendanna Í ljóðrænni stuttmynd vann Guðbjörg Sigurðardóttir með Jónsmessunótt og þann sið að velta sér nakinn í döggvotu grasinu, í þeirri trú að það stuðlaði að góðri heilsu. Úr kvikmynd eftir Guðbjörgu Sigurðardóttur Erla Stefánsdóttir hóf á námskeiðinu að vinna að heimildakvikmynd um systurnar Ás- laugu Ýr og Snædísi Rán Hjartardætur, sem glíma við arfgengan hrörnunarsjúkdóm. Úr kvikmynd eftir Erlu Stefánsdóttur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.