SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 38
38 16. september 2012 Ummælin eru nátengd fjölmiðlum, Mark Twain, rithöfundur meðmeiru, gerði þennan frasa ódauðlegan þegar hann „lenti í því“ aðvera talinn af. Æ síðan hafa þessi fleygu orð verið óspart notuð eft-irlifendum til hugarléttis og vekja oftar kátínu fremur en gremju. Mark Twain þurfti tvisvar að grípa til þessara orða, í fyrra skiptið heimsótti blaðamaður hann til að kanna heilsufar hans en Twain var farinn að reskjast. Hann var hinn hressasti en frænka hans var hins vegar töluvert veik. Engin frétt birtist á prenti, hvorki um Twain né heilsu hans. Twain skrifaði sjálfur frásögn sem birtist í New York Journal, 2. júní 1897 þar sem setningin „The re- port of my death was an exaggeration“ var notuð. Í seinna skiptið birtist frétt í New York Times þann 4. maí 1907, þar sem snekkja var talin hafa farist með Twain innanborðs. Því var vot gröf talin hans hvílustaður. Hið rétta var að snekkjan tafðist vegna þoku, áhöfnin var á landi og Mark Twain las fréttina um sjálfan sig. Daginn eftir birti hann grein í blaðinu þar sem hann fullvissaði almenning um að hann skyldi rannsaka málið um dauða Mark Twain af fullum þunga. Hann hafði gaman af uppá- tækinu því höfundur Stikilsberja-Finns var mikill húmoristi. Umræðurnar sem sköpuðust í kjölfarið hjálpuðu eflaust til við að halda nafni höfund- arins á lofti en hann lék sér gjarnan með mörkin milli raunverulegrar og skáldaðrar persónu. En Mark Twain sem hét með réttu, Samuel Lang- horne Clemens, lést árið 1910 sem þykir alla jafna óumdeilt. Trausti veðurfræðingur og Freeman Enn þann dag í dag berast reglulega fréttir um meintan dauðdaga lík- legra og ólíklegra einstaklinga á ljóshraða á öflugum samskiptavefjum netsins og einstaka sinnum rata fréttirnar á síður „gulu“ pressunnar. Nýverið bárust fregnir af andláti stórleikarans Morgans Freeman eins og eldur í sinu á síðum Fésbókarinnar. Þrátt fyrir heiðarlega til- raun notenda Fésbókarinnar til að koma þessum margverðlaunaða leikara í gröfina tókst það ekki. Herra Freeman þurfti þó ekki sjálfur að bera sögusagnirnar til baka heldur fréttist af því að hann væri sprækur sem lækur og auk þess á faraldsfæti. Þekkt andlit sem birtist reglulega á skjám landsmanna á níunda áratugnum, Trausti Jónsson veðurfræðingur, þurfti hins vegar að Hollywood-stjörnur og þekktar persónur úr heimi stjórnmála hafa ófáar þurft að stíga fram fyrir alþjóð og lýsa yfir hinu augljósa með frasanum: „Fregnir af and- láti mínu eru stórlega ýktar“. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sprækur sem lækur Frægð og furður Harðindi að hausti. Þetta gæti verið fyrirsögn frétta umhríðarskotið norður í landi í vikubyrjun, sem varð tilþess að þúsundir fjár fennti. Björgunarstörfum er ekkilokið þegar þetta er skrifað, en ljóst má þó vera að skaði bænda nyrðra er mikill. Þó virðist í allmörgum tilvikum sem svo að betur muni fara en virtist í fyrstu. Almenna reglan í mannlífinu er sú að hlutirnir fara yfirleitt skár en hitt. Sjálfsagt helgast það að nokkru af samtakamætti fólksins sem setur undir sig hausinn þegar erfið- leikar steðja að og leysir úr málum. Hinn snemmbúni vetur fyrir norðan er á vissan hátt merkur spegill atvinnuhátta í landinu. Líf í sveitum landsins er flestum borgar- börnum að verða býsna fjarlægt – en síðustu dagana höfum við séð að víða er sauðfjárbúskapur nánast alfa og omega allra hluta. Rútínan er tilhleypingar í desember, fóðrun á húsi yfir veturinn, sauðburður að vori, fé er sleppt á afrétt snemmsumars og svo smalað til byggða. Þá rekið í réttirnar sem eru miklar gleðisamkomur í hverri einustu sveit; kannski líkastar kjötkveðjuhátíðunum í Ríó í Brasilíu svo ein- hver ímynduð hliðstæða sé nefnd.Einar Geir Þorsteinsson hefur lengi verið söngstjóri í Tungnaréttum og Björn Sigurðsson í Úthlíð syngur með. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Myndasafnið 11. september 2004 Tólftónafuglar í Tungunum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.