SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 34
34 16. september 2012 getur breyst svo fljótt. Ég hef heyrt sögur af því að bátar hafi fundist og enginn um borð, fólk hefur þá ákveðið að fara aðeins að synda fyrir matinn og straumarnir tekið bátinn. Ef maður er með akkeri og er við strönd er hægt að vera að synda. Við syntum þó í kringum bátinn við strendur Ástralíu því þar eru krókódílar, hákarlar og allskonar dýr sem þarf að vara sig á,“ segir hún. Áhyggjufullir foreldrar á Tahítí „Á leiðinni frá Marqueses stoppuðum við á kóraleyjum sem heita Tuamotus, þær eru mjög fallegar. Við fórum þaðan til Bora-Bora og svo Tahítí þar sem við stoppuðum til að láta gera við ýmislegt. Það var reyndar þannig að strákofarnir og strápilsin sem heimamennirnir klæddust er þeir dönsuðu voru nær alltaf úr plasti, það var svolítið leiðinlegt. Þetta er bara allt orðið til sýnis. Ég endaði á því að sitja úti í garði með konu sem var kona bakarans. Hún talaði litla ensku en við náðum saman og spjölluðum um það hvernig það væri að ala upp börn. Það var mjög áhugavert, það eru allir eins. For- eldrar hafa áhyggjur af krökkunum sín- um alveg sama hvar búið er í heiminum,“ segir Katrín en hún segir að fleira en eyj- arnar hafi verið fallegt. „Sólsetrin voru rosalega falleg. Við sáum til dæmis græna flassið. Það verður að vera alveg heiðskír himinn og rétt áð- ur en sólin hverfur kemur svona grænt flass. Þeir sem hafa verið mikið á sjó vita að þetta er til, sumir halda að þetta sé lygi. Þetta er örugglega einhver sjón- hverfing með litina en þetta er engu að síður til,“ segir hún og tekur það einnig fram að dýrin í sjónum hafi verið einkar skemmtileg. „Maður heldur að dýrin í sjónum skilji ekkert og séu bara húmorslaus, en það er rangt. Ég sá höfrunga og seli í kringum skútuna sem voru að leika sér. Það var líka einu sinni fiskur, litríkur og stór, sem elti bátinn okkar og synti fram og aftur í kringum okkur,“ segir Katrín. Heilagur drykkur á eldfjallaeyju „Einn af uppáhaldsstöðunum mínum var eyja sem hét Tanna, sem er í Vanuatu- eyjaklasanum austur af Ástralíu. Þar er stöðugt eldgos í eldfjalli sem hægt er að labba upp að. Fólk býr þar líka í mold- arkofum, það hefur lítið breyst þar frá því fyrir hundrað árum. Við rákumst á heimamenn sem voru að rogast með villisvín á priki sem þeir höfðu veitt í matinn. Það er hefð hjá þeim að klukkan sex er slegið á trommu og þá hittast allir karlmennirnir í þorpinu á einskonar fundi á meðan krakkarnir fara heim og konurnar fara að elda. Þar sitja þeir og drekka einskonar rótarseyði, kava, sem þeir komast í vímu af. Menn mega ekki taka þátt fyrr en þeir eru komnir með konu og búnir að eignast eitt barn. Þegar þú sást þessa menn svo ráfandi til baka þá voru þeir með spýtu með eldi á. Þegar karlmennirnir koma síðan heim til sín með eldspýtuna þá þýðir það að þeir hafi verið að drekka kava og þá mega kon- urnar ekki skammast í þeim því drykk- urinn er heilagur,“ segir Katrín en hún segir verkaskiptinguna á milli karlmanna og kvenmanna mjög ákveðna á eyjunum; konurnar sjái um akrana á meðan karl- arnir veiði dýrin. „Það var annað sem var svolítið áhugavert þarna. Það var maður sem var að vinna sem bílstjóri fyrir hótelið sem við gistum á. Það þýddi að hann mátti ekki rækta grænmeti eða eiga land. Hann varð að kaupa vörur af þeim sem rækt- uðu land og grænmeti svo að þeir fengju pening. Þetta er ekki eins og á Vest- urlöndum þar sem það er þannig að ef þú ert ríkur þá kaupir þú allt landið og setur hina bara í vinnu hjá þér og tekur allt,“ segir Katrín. Kóngar, órangútanar og eðlur „Þegar komið var til Ástralíu lögðumst við í mjög dýrar endurbætur á bátnum. Við flugum á meðan til Sydney og sigld- um þar með vinafólki okkar undir Sydn- ey-brúna á bátnum þeirra. Þegar bát- urinn okkar var tilbúinn fórum við til Indónesíu. Þeir sem skipulögðu ferðina áttu að sjá um að fá leyfi fyrir okkur til að vera á skútunum í hafinu í kringum eyj- arnar. Þeir klúðruðu því þannig að við þurftum að flýja fyrir klukkan sex um morguninn því annars áttum við á hættu að vera handtekin. Við stoppuðum þó á eyjum þarna til að sjá komodo-eðlur, þær eru stórhættulegar. Steve sá eina frá bátnum í fjörunni og við fórum á land sex saman til að sjá þær betur. Einn af okkur var að pota ofan í holur til að athuga hvort þar væru einhverjar eðlur. Við sáum svo eina slíka vera að éta buffaló, við vorum mjög heppin að þær réðust ekki á okkur,“ segir Katrín fegin. „Við komum við á annarri eyju á leið- inni frá Indónesíu og þar lentum við á jarðarför einhvers kóngs, það var mjög falleg athöfn. Við rákumst líka á órangút- ana á Borneó, þeir voru risastórir. Það var einn órangútan sem hét Stóri-Tom og í eitt skiptið komu allir hlaupandi út úr eldhúsi rétt hjá okkur því hann var kom- inn þangað inn. Honum fannst sykur svo góður, hann var að leita að honum. Hann hélt að hann hefði fundið hann en þá var það salt, honum fannst það ekki gott,“ segir Katrín með bros á vör. Tekin af lífi af sjóræningjum „Á þeim tíma sem við vorum þarna hafði ástandið aldrei verið eins slæmt hvað varðaði sjóræningja. Við ætluðum að fara frá Indlandi til Salala í Óman. Við ákváðum að sigla meðfram ströndinni á Indlandi, til Pakistans þar sem pakist- anski flugherinn flygi yfir okkur og það- an til Óman en því miður gerðu það ekki allir. Fólk sem var með okkur í samfloti ákvað að fara beint frá Mumbai og yfir til Óman, það var miklu styttra. Á því svæði hafði hinsvegar verið mjög mikið af sjó- ránum mánuðina á undan. Þó svo að við færum öruggari leið vorum við samt bara hundrað mílur frá stöðum þar sem árásir höfðu verið gerðar. Fólkið sem var á Quest, sem er báturinn sem var rændur, hefur kannski hugsað mér sér að hvert sem þau færu þá væru þau á hættusvæði og því ákveðið að fara styttri leiðina,“ segir Katrín „Um borð í Quest voru Bandaríkja- menn. Þau sendu okkur tölvuskeyti dag- inn sem sjóræningjarnir gerðu árás um að það gengi allt vel og þau ættu lítið eftir. Það næsta sem við heyrðum var að það hefði sést til þeirra úr flugvél með tvö skip fyrir aftan skútuna og Sómala um borð. Daginn eftir voru þau tekin af lífi. Við vorum að sjálfsögðu í sjokki. Þetta var mjög stutt frá okkur, við bjuggumst Heimamenn á Tanna rogast með villigölt eftir vel heppnaða veiðiferð.Náttúrufegurðin var mikil á Marquesas-eyjum. Island Kea liggur hér við akkeri við strendur Tahítí. Eins og sjá má var ekki alltaf blankalogn. Þau hjón lentu meðal annars í hitabeltisstormi. Ferðalög

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.