SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 12
12 16. september 2012 Þriðjudagur Haukur Ingvarsson Mér finnast vænting- arnar til íslenska landsliðsins í fót- bolta ekki nógu mikl- ar eftir sigurinn á Norðmönnum. Við erum svo að fara að vinna þennan riðil, ég er að segja ykkur það. Fimmtudagur Bergdís Þrast- ardóttir Í allri þessari snjóaumræðu (sem nú hefur náð til Dan- merkur) fann ég enn og aftur fyrir því hvað ég er innilega stolt af björgunarsveitafólkinu okkar Ís- lendinga! Að mínu mati eru þetta bara hetjur og ekkert annað, og við gætum ekki lifað svona fá á landi eins og Íslandi, við þann standard sem við nú kjósum, án þessa fólks. Og þess ber að geta að það skín einskær undrun úr andlitum útlendinga þegar það heyrir um þessa ótrúlega vel þjálfuðu og duglegu SJÁLF- BOÐALIÐA sem trekk í trekk standa vaktina með bros á vör. TAKK til ykkar! Fésbók vikunnar flett Margir hissuðu sig á því þegar kín- verska fyrirtækið Lenovo festi kaup á ThinkPad-fartölvulínunni frá IBM, enda fáir á Vesturlöndum heyrt af fyr- irtækinu. Lenovo var þó á þeim tíma stórfyrirtæki í heimalandinu og ætlaði sér stóra hluti um heim allan sem hef- ur heldur en ekki gengið eftir: Á síð- asta ári varð Lenovo næststærsti einkatölvuframleiðandi heims. Heima í Kína er Lenovo ekki bara þekkt fyrir heimilistölvur og fartölvur fyrir einstaklinga, heldur líka fyrir far- síma, snjallsjónvörp, spjaldtölvur og líka fyrirtækjatölvur, gagnaþjóna og vinnustöðvar. Tölvan sem sagt er frá hér til hliðar er þannig í tölvulínu sem er aðallega hugsuð fyrir fyrirtæki og stofnanir, en hún er líka til í útgáfu sem hentar fyrir heimili. Í fyrirtækjarekstri kunna menn vel að meta nettar tölvur og neyslugrann- ar sem einfalt er að sýsla með og þeir kostir eiga líka vel heima inni í stofu eða tölvuhorni heimilisins, ekki síst í ljósi þess að vélin er hljóðlaus eða þar um bil. Það fyrsta sem maður tekur eftir er hvað vélin er lítil, pínulítil. Hún er ekki nema hálfur fjórði sentímetri á breidd, rúmir átján á hæð og tæpir átján á dýpt. Svo er hún ekki nema rúmt kíló, 1,3 kg alls. Væntanlega þarf ekki að taka fram að afgjafi vélarinnar er ekki innbyggður og þvi engin kælivifta fyrir hann. Hann er utanáliggjandi, ekki ósvipaður aflgjafa fyrir fartölvur, og fartölvulegt tengi aftan á vél- inni. Minni í vélinni getur verið allt að 16 GB. Hægt er að velja um ýms- ar diskagerðir í hana, 320, 500 eða 750 GB og mishraðar eftir út- færslu, þ.e. 5.400 eða 7.200 snúninga. Svo er hægt að fá sér SSD í staðinn og þá er hún ekki nema tíu til fimmtán sekúndur í gang og ekkert diskahljóð. Skjá- kortið er á móðurborði, Intel-kort, en á vélinni eru tvö skjátengi, ann- að VGA og hitt stafrænt sem gerir kleift að tengja marga skjái við hana ef vill. Vélin er hluti af Think- Centre M72e-línu Lenovio sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum og kölluð M72e Tiny. Hægt er að fá í hana ýmsar gerðir Intel- örgjörva; i5-3470T, i3- 2120T, Pentium G630T/ G620T/G530T eða Cele- ron G460/G44. Allir eru þeir sparneytnir, sér- staklega Pentium- og Celeron-örgjörvarnir, en ekki ýkja öflugir fyrir vikið. Á henni eru alls fimm USB-tengi, tvö að framan og þrjú að aftan, þó aðeins USB 2.0. Eins og gefur að skila er ekkert geisladrif í henni, en hægt að fá mjög nett utanáliggjandi drif ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhver saknaði þess. Líka eru fáanlegar festingar til að setja vélina aftan á skjá eða undir borð, ef vill. Minna er meira Stærðin skipti löngum máli í tölvuheiminum, en ekki lengur. Nú gera menn kröfur um minni, nettari og hljóðlátari vélar og ný vél frá Lenovo, M72e Tiny, setur ný viðmið á því sviði. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lenovo sækir fram Næststærsti einkatölvufram- leiðandi heims

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.