SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 6
6 16. september 2012 Í samtali við Morgunblaðið í vik- unni sagði Höskuldur Þórhalls- son, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, að hagvöxtur væri knúinn áfram af einkaneyslu sem samanstendur að mestum hluta af úttekt á séreignarsparnaði og yfirdráttarlánum. Hann sagði vanda heilbrigðiskerfisins óleyst- an og ekki boðlegt að fjórar heil- brigðisstofnanir hefðu þurft að leita til banka til að fjármagna rekstur sinn. „Mér sýnist rík- isstjórnin ætla enn á ný að ýta vandanum á undan sér,“ sagði Höskuldur sem benti einnig á að markmið ríkisstjórnarninar um jöfnuð í fjármálum stæðust ekki. Innistæðulaus hagvöxtur Markmið ríkisstjórnarinnar að ná jöfnuði í ríkisfjármálum fyrir árin 2009 til 2013 hafa ekki staðist að mati Höskuldar Þórhallssonar. Morgunblaðið/Eggert Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar semOddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra lagðifram í liðinni viku er gert ráð fyrir því aðheildarútgjöld ríkissjóðs verði 573,1 milljarður króna sem er hækkun um 34 milljarða frá fjárlögum yfirstandandi fjárlagaárs en þó ekki nema 13,7 millj- arðar frá endurskoðaðri áætlun um útkomu rík- isfjármálanna fyrir árið 2012. Þá er gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla á ríkissjóði þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í hyggju að innheimta 29 milljarða meira í skatt á næsta fjárlagaári eða 508,8 milljarða í heildina. Gangi spá fjármálaráðherra eftir verður halli rík- issjóðs á kjörtímabilinu, sem lýkur í vor, 380,6 milljarðar króna. Skattahækkanir og eignasala Aukning á skatttekjum um 29 milljarða verður að mestu sótt með hækkun á veiðigjaldi en það mun skila rúmum 15 milljörðum króna í ríkissjóð. Þá verður virðisaukaskattur á hótel- og gistiþjónustu hækkaður úr 7% í 25,5% og er áætlað að sú breyting skili 2,6 milljörðum króna. Hækkun vörugjalda á matvæli mun skila ríkissjóði 800 milljónum. Tób- aksgjald verður hækkað um 15% og vörugjald á nef- tóbak verður hækkað um 100% og munu þær hækkanir skila nærri því 1 milljarði króna. Þá verð- ur almennt tryggingagjald hækkað um 0,3% til að mæta auknum vexti útgjalda í almannatrygg- ingakerfinu. Sú hækkun mun skila 3,3 milljörðum. Bilið milli útgjalda og tekna ríkissjóðs verður ekki bara brúað að hluta með skattahækkunum því áætl- að er að sala eigna skili rúmum 8 milljörðum króna. Sjónarspil og blekkingarleikur á kosningavetri Í vikunni gagrýndu þingmenn stjórnarandstöð- unnar fjárlagafrumvarpið sem margir þeirra segja að sýni ekki rétta stöðu ríkissjóðs. „Það hefði gefið réttari mynd af stöðu ríkissjóðs ef gert væri t.d. ráð fyrir þeim fjármunum sem ríkið þarf að öllum lík- indum að greiða inn í Íbúðalánasjóð til þess að mæta kröfum um 5% eiginfjárhlutfall,“ segir Ragn- heiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Væntanleg greiðsla ríkisins inn í Íbúða- lánasjóð er að sögn Ragnheiðar á bilinu 10 til 14 milljarðar. „Þetta er upphæð sem forstjóri Íbúða- lánasjóðs upplýsti þingmenn um á fundi vel- ferðanefndar í vikunni og fjármálaráðuneytið er búið að vita að lægi fyrir a.m.k. frá því í apríl. Þetta er aðeins eitt dæmi og sýnir vel að fjárlaga- frumvarpið er sjónarspil og blekkingarleikur á kosningavetri.“ Að mati Ragnheiðar hefur efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar siglt í strand. „Á sama tíma og álögur eru stöðugt hækkaðar á almenning hefur enn ekki náðst jafnvægi á ríkisfjármálunum. Og ef menn færðu bókhaldið eins og á að færa það sæist að stað- an er ekki góð og miklu verri en menn vilja vera láta,“ segir Ragnheiður sem telur brýnt að tekið verið á vandanum í stað þess að fegra hann og fela. „Við þurfum að greiða niður skuldir og ná niður vaxtakostnaði ríkisins, auka hagvöxt og er-lenda fjárfestingu t.d. með lækkun skatta ekki hækkun þeirra og við eigum ekki að færa skuld-irnar yfir á börnin okkar og barnabörn.“ Skattar og gjöld hækka á næsta ári Áætlað að taka 29 milljörðum meira í skatt á næsta ári Vikuspegill Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Alls 573.145,00 milljónir króna Fjármálafrumvarp 2013 Framlög til ráðuneyta í milljónum króna Velferðarráðuneyti Vaxtagjöld ríkissjóðs Menntamálaráðuneyti Innanríkisráðuneyti Fjármálaráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Utanríkisráðuneyti Umhverfisráðuneyti Iðnaðarráðuneyti Efnahags- og viðskiptaráðuneyti Æðsta stjórn ríkisins Forsætisráðuneyti 233.557,40 88.097,00 66.273,90 66.088,80 62.823,80 20.057,30 11.051,30 8.894,80 7.411,80 4.198,90 3.649,60 1.040,40 Stærsti einstaki útgjaldaliður íslenska ríkisins eru vaxta- greiðslur sem nema 88 millj- örðum samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Aðeins útgjöld velferðarráðuneytisins eru hærri en þau skiptast niður á marga þætti svo sem lífeyr- istryggingar, Landspítalann, Sjúkratryggingar, atvinnuleys- istryggingasjóð o.fl. Vaxtagreiðslur 88 milljarðar Við bjóðum eigendur Marina Apartments velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina Hver sér um þína heimasíðu? www.tonaflod.is Sími 553 0401 www.marinaapartments.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.