SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 17
16. september 2012 17 þegar hugsað sé til baka. „Eflaust tala einhverjir um að það sé hending að hafa náð þessum árangri, en að baki því liggur margra ára þrotlaus vinna. Ef maður styttir sér leið, þá getur reynst erfitt að viðhalda því. Það er nauðsynlegur skóli að ganga í gegnum allt ferlið, myndir sem ganga vel og illa, og að fá slæmu dómana líka.“ Hann segir að velgengnin ytra geti skapað mörg tækifæri á Íslandi. „Ég hef stofnað fullt af fyrirtækjum í kringum kvikmyndagerð hér á landi eftir að það fór að ganga betur – þá koma verkefnin til manns. Ég er í viðræðum við Working Title um að gera Everest hérna á Íslandi, risamynd um stórslys á Mount Everest árið 1996 sem við erum að hugsa um að taka á Vatnajökli. Við erum að byrja að ræða við leikara, en lagt er upp með að ég leikstýri og framleiði með Working Title. Víkingamyndin er líka í farvegi. Það er verið að gera kostnaðaráætlun til að at- huga hvort Ísland standist samanburð við önnur lönd.“ En Baltasar segir að þetta hefði ekki verið raunhæfur möguleiki ef hann hefði ekki sannað sig ytra. „Það hefði ekki ver- ið nóg að hafa gert Mýrina. Kvikmyndir eru iðnaður. Og gerðar eru stífar kröfur um árangur. En það hefur verið markmið mitt að snúa velgengninni hingað, ekki bara elta hana út. Fólk heldur kannski að ég sé farinn, en ég er að fjárfesta í fyr- irtækjum hér.“ Í því skyni stofnaði Baltasar Blue Eyes Vision sem framleiðir sjónvarpsþætti og er kominn í samstarf við allar ríkis- stöðvar Norðurlanda um þáttaröðina Ófært eða Trapped, tíu glæpaþætti sem gerast á Seyðisfirði. Sigurjón Kjartansson skrifar handritið með Ólafi Egilssyni og eru þeir byggðir á hugmynd Baltasars og Sigurjóns. Magnús Viðar Sigurðsson í Sagafilm er einnig um borð og Ævar [Grímsson] sem skrifaði Næturvaktina. „Það má segja að þetta sé landsliðið í þessari grein og markmiðið er að ná þáttagerðinni á sama plan og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Hvort sem það tekst í þessari atrennu eða ekki, þá þarf að taka næsta skref.“ Reynum að finna samverustundir Í byrjun október fer Baltasar til Ung- verjalands að skoða tökustaði, en hann mun leikstýra fyrsta þætti nýrrar sjón- varpsþáttaraðar fyrir HBO sem gerist í kalda stríðinu. „Þættirnir gerast í Berlín árið 1969 og fjalla um prest sem festist austan megin við múrinn þegar hann hjálpar fólki að komast yfir. Charles Ran- dolph, sem skrifaði Munich fyrir Spiel- berg, er handritshöfundur. Tökur hefjast um leið og ég losna úr eftirvinnslu 2 Guns, hugsanlega í febrúar eða mars.“ Næsta kvikmynd gæti orðið Everest, en Grafarþögn og víkingamyndin eru einnig ofarlega á verkefnalistanum. „Svo er ég að framleiða nýjustu mynd Dags Kára [Péturssonar] Fleygur eða Rocket Man, en það er fyrsta íslenska myndin sem hann gerir eftir Nóa Albinóa. Það er verkefni sem ég er spenntur fyrir.“ – Ertu búinn að kveðja leikhúsið? „Það er mjög erfitt í svona stórum verkefnum að stjórna tímanum. Það var búið að bjóða mér að leikstýra Villiönd- inni í Þjóðleikhúsinu í Ósló, sem átti að opna Ibsen-hátíðina í haust. En ég varð að afþakka það, þó að mig langaði til að taka það að mér. Það er ómögulegt að vera á mörgum stöðum í einu. Það verður því minna um leikhús í bili.“ – Þú ert mikið á ferð og flugi. Hvar býrðu? „Ef ég vissi það nú,“ segir Baltasar og hlær. „Ég er með lögheimili í Skagafirði. Svo er ég ýmist hérna í Reykjavík, á tökustað eða í Los Angeles. Lilja [Pálma- dóttir, eiginkona Baltasars] og strákarnir voru með mér bæði í lokin á tökunum á 2 Guns í Nýju-Mexíkó og í undirbúningi í New Orleans. Við reynum að koma því við að eiga samverustundir, en það er ekkert auðvelt. En ég er ekkert að kvarta, þetta er auðvitað val hjá mér og hún er að rækta hesta í Skagafirði, en við erum að reyna að finna út hvernig við látum þetta ganga. Íslenskir sjómenn voru aldrei heima heldur.“ Það dró til tíðinda þegar dreifingar- rétturinn á 2 Guns utan Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Ástralíu, var seldur á rúmar 40 milljónir dollara á Kvik- myndahátíðinni í Berlín í vetur. „Þetta var met á markaðnum, sem er sá stærsti í Evrópu,“ segir Baltasar. „Maður fær í magann við að heyra svona. Þetta gerðist á einum eftirmiðdegi, markaðurinn var opnaður á fimmtudegi og eftir hádegi var búið að selja dreifingarréttinn um allan heim. Og ég hafði áður verið að harka með íslenskar myndir, sem ég var að selja fyrir smápeninga í samanburði við þessar upphæðir. Ef ég hefði fengið lítinn hluta af þessu, þá hefði ég hoppað hæð mína í loft upp.“ Baðkarið sem varð á leið sjómannsins unga. Þar svalaði hann þorsta sínum. Bátnum var sökkt tvisvar við tökur og hann sökk næstum því einu sinni til viðbótar. Ólafur Darri og Björn Thors í hlutverkum sínum. Leikararnir syntu í sjónum í þeim atriðum Djúpsins sem gerast úti á hafi. Það kostaði átök í kuldanum. Og erfitt var tæknilega að mynda atriðin.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.