SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 11
16. september 2012 11 Mér finnst mikilvægtað vera besta ein-takið af sjálfri mér íþeirri merkingu að vera óhrædd að takast á við ný og krefjandi verkefni, að læra eitt- hvað nýtt og stefna að því að vera betri manneskja í dag en í gær,“ segir Ragnheiður Björk Halldórs- dóttir, ein af afreksnemendum Háskóla Íslands sem komst inn í sumarnám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum í sumar eða Stanford Summer International Honors Program, SSIHP. Hörð samkeppni er um hvert sæti í Stanford sem er talinn meðal virtustu og bestu háskóla í heiminum. Ragnheiður var ein af einungis fimm nemendum frá Háskóla Íslands sem komust inn í Stanford í sumar en hún er stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundar nám í iðn- aðarverkfræði í háskólanum. „Þegar ég frétti að nemendum Háskóla Íslands stæði til boða að sækja um nám í Stanford í sumar ákvað ég að kýla á það og byrja strax að vinna að umsókninni minni. Skólinn horfir hvort tveggja til námsárangurs og fé- lagsstarfa. Síðan þarf að skila inn stuttri ritgerð sem lýsir þínum persónuleika og hvers vegna þú átt skilið inngöngu og þannig þarftu í raun að berjast fyrir þínu sæti í skólanum,“ segir Ragn- heiður sem er hvort tveggja í senn topp námsmaður og sinnir félagstörfum af krafti með námi. Möguleikar í landi tækifæranna Dvölin í Stanford varð til þess að opna augu Ragnheiðar fyrir öll- um þeim möguleikum sem í boði eru í hinum stóra heimi, heimi sem er fullur tækifæra fyrir metnaðarfullt og dugmikið fólk. „Íslendingar eru ekki nema 320 þúsund og stærstu tækifærin eru ekkert rosalega stór hér á landi í samanburði við það sem er í boði úti,“ segir Ragnheiður en hana hefur alltaf dreymt um að geta nýtt þekkingu sína og menntun til góðra mála. „Ég sótti fyr- irlestur með Melanie Walker frá The Gates Foundation og þá varð mér ljóst að ég get látið drauma mína rætast og þeir eru innan seilingar ef ég legg mig alla fram. Þá voru prófessorarnir mínir í Stanford líka einstaklega hjálp- samir en með hjálp þeirra tókst mér að móta betur þá stefnu sem mig langar að taka í lífinu.“ Ragnheiður segir þó að framtíð- aráætlanir sínar séu enn óljósar en þær hafi tekið á sig heilsteypt- ari mynd eftir námið úti. „Hvaða málefni eða starfsvettvangur verður endanlega fyrir valinu á eftir að koma í ljós. Mig langar að finna eitthvað sem kemur al- gjörlega frá hjartanu því þá get ég lagt mig alla í verkefnið, bæði lík- ama og sál.“ Að sjá það jákvæða í öllu Það var strax ljóst að Ragnheiður er jákvæð og hress stelpa sem horfir á það jákvæða í lífinu og dvelur ekki lengi við neikvæða hluti. Hún vill frekar tala um það sem vel var gert og jákvætt en að svara spurningum blaðamannsins um það hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis eða hefði mátt fara bet- ur í ferðinni. Hún segir þó eina neikvæða upplifun sitja í sér eftir ferðina. „Ferðin var full af æv- intýrum og áhugaverðum uppá- komum en það er eitt atvik sem situr dálítið í mér og var ákveðinn vendipunktur bæði í ferðinni og í mínu lífi. Ég var að ganga í til- tölulega góðu hverfi í San Franc- isco með vinum mínum þegar við gengum fram á unga stúlku, ekki eldri en þrítuga, með sprautunál í handleggnum og öll út í blóði. Mér þótti mjög átakanlegt að horfa upp á það,“ segir Ragn- heiður en atvikið varð til þess að styrkja trú hennar á því hversu heppnir Íslendingar eru. „Ég hef alltaf vitað hversu heppin ég er að eiga gott fólk í kringum mig, þak yfir höfuðið og öll þau tæki- færi sem mér standa til boða á Ís- landi. Við erum hluti af litlum forréttindahóp í heiminum sem hefur það mjög gott.“ Upplifun Ragnheiðar hefur því ekki síður verið lærdómsrík en kúrsarnir hennar í Stanford. „Á þessum tímapunkti var ég stað- ráðin í að láta gott af mér leiða í lífinu.“ Vandamál heimsins eru stór og umfangsmikil og segir Ragn- heiður því enn frekar ástæðu til að takast á við þau og gera gott. „Ég hef alltaf hugsað stórt og ég lærði það í Stanford að þú getur gert svo margt gott án þess að eiga fúlgur fjár sjálfur.“ Námið auðveldara en margir halda Skóli í þeim gæðaflokki sem Stanford er í hlýtur að vera mjög krefjandi og erfiður í samanburði við það sem við eigum að venjast hér á landi. „Námið er ekki jafn erfitt og margir gætu haldið og mörg fög í Háskóla Íslands eru mjög erfið miðað við margt þarna úti. Íslensku strákarnir sem fóru með út töluðu t.d. um að þeim hefðu þótt sín námskeið nokkuð létt.“ Í fyrravetur sótti Patricia Brandt, aðstoðarrektor við Stanford og forstöðumaður SSIHP, Ísland heim og lýsti þá yf- ir sérstakri ánægju með góðan árangur íslensku nemendanna sem sóttu sumarnámið í fyrra og sagði þá vera frábæra fulltrúa Ís- lands. Þeir tóku þrjú námskeið hver og hlutu allir hæstu mögu- lega einkunn í þeim öllum. Ragnheiður segir þetta að hluta til skýrast af því að námið sé allt öðru vísi og fólk sé almennt að læra eitthvað sem það hefur brennandi áhuga á. „Námið er einstaklingsmiðaðra og þú færð það strax á tilfinninguna að kennarinn sé mættur til að kenna þér og leiðbeina í náminu en ekki að tala við 200 manna hóp í bíósal,“ segir Ragnheiður sem minnir á að þeir sem hafa áhuga á að kynnast námi í er- lendum háskólum ættu að hafa augun opin fyrir skiptinámi og sumarnámskeiðum. „Háskóli Ís- lands er með samstarfsamninga við fjölda skóla eins og Stanford, Caltech o.fl. góða skóla um allan heim.“ Ragnheiður Björk Halldórsdóttir er einn af fimm framúrskarandi nem- endum Háskóla Íslands sem sóttu sumarnám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum í ár en skólinn hafði mikil áhrif á hana. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Frá vinstri Ragnheiður Björk, Essi frá Finnlandi, Amtul frá Pakistan, Alej- andra og Mariana frá Mexíkó urðu góðar vinkonur í sumar. Lærdómsríkt ævintýri í Stanford Verkfræðineminn Ragn- heiður Björk Halldórs- dóttir fór ásamt fimm örðum háskólanemum úr Háskóla Íslands í sum- arnám í Stanford-háskóla í sumar en skólinn er tal- inn einn besti í heimi. Kerfisveggir frá Deco Felliveggir Stofnanahurðir Skrifstofuhúsgögn Alhliða sérsmíði • • • • • VIÐ BJÓÐUM UPP Á ALHLIÐA LAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.