Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 10
Úttekt 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Í það minnsta þrír orkudrykkir á markaði innihalda 320 mg á hvern lítraaf koffíni en það er meira en tvöfalt hámark þess magns sem reglugerðárið 2007 sagði til um. Til samanburðar var koffínmagn um 175 mg/l í einum þessara drykkja árið 2005 þegar matvælasvið Umhverfisstofnunar gerði síðustu könnun á koffíninnihaldi gos- og orkudrykkja. Reglur settar 2007 en afnumdar ári síðar Örvandi áhrif koffíns hafa lengi verið þekkt. Á vef Lýðheilsustöðvar kemur fram að koffín getur valdið ýmsum aukaverkunum, svo sem hjartsláttar- truflunum, kvíða, svefnleysi, höfuðverkjum. Jafnframt hefur það áhrif á öndun, meltingu og þvagmyndun. Almennt þykir hófleg neysla á efninu ekki skaðleg, en hins vegar greinir marga á um hvað þyki óhófleg neysla. Þannig eru engar reglur um leyfilegt magn koffíns í orku- og gosdrykkjum hér á landi. Árið 2007 voru settar reglur sem bönnuðu magn koffíns í drykkjarvörum umfram 150 mg á hvern lítra en það bann var afnumið árið 2008. Þess í stað var gert skylt að merkja vörurnar ,,inniheldur mikið magn af koffíni,“ ef koffíninnihald fer yfir 150 mg/l. Strangari reglur í Noregi og Danmörku Ástæða þess að horfið var frá reglum um hámark koffíns í orkudrykkjum má rekja til álits sem Vísindanefndar Evrópusambandsins um matvæli sendi frá sér um koffín og önnur efni í orkudrykkjum árið 2007. Í álitinu kom fram að neysla orkudrykkja ætti að vera fullorðnum skaðlaus en bent er á mögulega skaðsemi fyrir börn og barnshafandi konur. Í framhaldinu var ákveðið að rýmka reglur um koffínmagn í orku- drykkjum. Á evrópska efnahagssvæðinu er frjálst flæði vöru og þjónustu meginreglan. Ríki sem vilja setja strangari reglur þurfa að sýna fram á að það sé nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Slíkt hefur verið gert í Noregi og Danmörku þar sem sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir drykki sem innihalda meira koffín en 150mg/l. Sú leið hefur ekki verið farin á Íslandi. Samkvæmt tilmælum Lýðheilsustöðvar ættu fullorðnir ekki að neyta meira en 400 mg á dag. Í einum 200 ml kaffibolla eru um 100 mg af koffíni. Ekki er mælt með því að börn og unglingar neyti meira en 2,5 mg fyrir hvert kíló líkamsþyngdar af koffíni á dag. Þannig ætti unglingur sem er 50 kíló ekki að neyta meira en 125 mg af koffíni á dag. Ekkert aldurstakmark er á þeim sem mega kaupa orkudrykki. Morgunblaðið/Ómar Ekkert hámark á koffíninnihaldi NOKKUR DÆMI ERU UM AÐ KOFFÍNINNIHALD HAFI AUKIST MIKIÐ Í ORKUDRYKKJUM, EINKUM SÍÐAN TAKMÖRKUNUM VAR AFLÉTT 2008. DÆMI ERU UM ORKUDRYKKI SEM INNI- HALDA UM 80 MG AF KOFFÍNI Í HVERRI 250 ML DÓS. BÖRN OG UNGLINGAR ERU SÉRSTAKLEGA VIÐKVÆM FYRIR KOFFÍNI Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Koffínmagn í drykkjum (mg í lítra) 320 Listinn er ekki tæmandi og fleiri orkudrykkir eru á markaði sem innihalda koffín. 320 320 200 135 128 120 111 97 96 18 Mæling 1999 Mæling 2005 Mæling 2012 *Nýtt á markaði 172 153 141 142 125 114 100 18 110 120 142 120 115 100 97 18 Magic, blátt Burn* Red bull* Orka, blá Mountain Dew Coca Cola diet Pepsi Max Pepsi Coca Cola Coca Cola light* Kakó- mjólk Til viðmiðunar eru um 500 mg af koffíni í lítra af venjulegu kaffi. eða eða 50 kg unglingur sem drekkur tvær 250 ml dósir af ofangreindum orkudrykkjum er kominn yfir hámark þess koffínmagns sem Lýðheilsustofnun mælist til að hann drekki á dag. Ekki hefur verið gerð rannsókn á koffínneyslu síðan árið 2002, en þá sýndi rannsókn Matvælasviðs Umhverfis- stofnunar að fjórðungur unglinga neytti of mikils koffíns. Þar sem koffín er ekki aðeins fyrir hendi í drykkjarvörum, heldur einnig lyfjum, fæðubót- arefnum og snyrtivörum getur verið flókið að meta heild- arkoffínneyslu. Matvælasvið Umhverf- isstofnunar gerði könnun á koffíndrykkjum sem fullorðnir, börn og unglingar innbyrtu árið 2002. Þar kom fram að með- alkoffínneysla fullorðinna var 235 mg á dag og fá þeir um 86% alls koffíns úr kaffi. Strákar neyta meira koffíns Jafnframt var könnuð koff- ínneysla hjá strákum og stelp- um á aldrinum 15-19 ára. Könnunin sýndi að strákar neyttu að meðaltali 76,66 mg á dag en stúlkur einungis 26,97 mg. Strákar fengu koffín aðallega úr gosdrykkjum en aðeins 2% koffíns komu úr orkudrykkjum. Síðan þá hefur framboð slíkra drykkja aukist og magn koffíns í þeim einnig.Um 90% koff- ínneyslu stúlkna voru úr gos- drykkjum. Hér með er þó ekki öll sagan sögð. Í könnuninni kemur jafnframt fram að fjórð- ungur 17 ára unglinga, sem drekka kóladrykki, neytir meira koffíns en gefið er upp sem hámarksdagskammtur miðað við líkamsþyngd. Matvælastofnun sér nú um rannsóknir ádrykkjarvörum. Þar fengust þær upplýsingar að fjárskortur væri ástæða þess að svo langt væri síðan koff- ínneysla Íslendinga hefði verið könnuð. Hins vegar vildi stofn- unin gjarnan hefja rannsókn á koffínneyslu ef hún fengi fjár- magn til. FÉ SKORTIR TIL RANNSÓKNA Á KOFFÍNNEYSLU Fá efni sem almenningur hefur óheftan aðgang að eru meira rannsökuð en kaffi. Bæði hafa þær sýnt jákvæð eða neikvæð áhrif þess á líkamsstarfsemi. Mis- vísandi niðurstöður helgast af því að gjarnan eru rannsakendur að einblína á afmarkaða þætti lík- amsstarfseminnar. Þannig hafa verið gerðar rannsóknir á tengslum kaffis við krabbamein, elliglöp, hjartasjúkdóma, þunganir og fleira. Sýnt þykir að fólk er misviðkvæmt fyrir áhrifum kaffis og jafnvel er talið að erfðir og efnaskipti hafi áhrif á það hvernig líkaminn vinnur úr efninu. Meðal annars hafa verið gerðar rannsóknir á tengslum kaffineyslu við athyglisbrest (ADHD). Ein hefur sýnt jákvæð áhrif á athygl- isskyn fólks. Aðrar þykja benda til þess að langtíma kaffineysla hafi slæm áhrif á skammtímaminni. KAFFIÁHRIFIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.