Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Hreyfing og heilsa É g ætlaði bara að prófa eitt stökk sem farþegi og hafði búið mig andlega undir það í tvær vikur,“ segir Unnur, spurð hvernig það kom til að hún fór að iðka fallhlífarstökk. „Þetta endaði í þremur stökkum á þremur dögum en ég hafði aldrei upplifað aðra eins tilfinningu.“ Úr varð að hún ákvað að skella sér í stökkið af fullum krafti og hélt hún skömmu síðar til Flórída þar sem hún náði sér í stökkvararétt- indi. Heillaðist gjörsamlega „Þetta heillaði mig svo gjörsamlega að ég gat ekki hætt,“ segir Unnur. Hefur hún verið iðin við stökkin í sumar og telst til að hún hafi náð í kringum níutíu talsins á tímabilinu. „Í eðlilegu árferði hefst tímabilið hér í maí og stendur eins langt fram á haustið og veður leyfir. „Hér er í raun bara stokkið þar til það er orðið of kalt, en fallhlífarstökkið er auðvitað háð veðri og vindum, úr- komu og slíku,“ segir Unnur. Stokk- ið er úr tíu þúsund feta hæð og er Hella einn helsti stökkstaður lands- ins. Metfjöldi stelpna í ár Unnur er í fallhlífarklúbbnum Frjálsu falli, FFF, sem gekk í end- urnýjun lífdaga nú fyrr á árinu. „Það er einmitt gaman að segja frá því að í ár er metfjöldi af stelpum í klúbbnum en við erum á bilinu sjö til átta útskrifaðar og einn flugmað- urinn er stelpa líka,“ segir Unnur. „Það var einmitt sögulegt í sumar þegar í fyrsta skiptið í sögu fallhlíf- arstökks á Íslandi fór vél eingöngu mönnuð kvenmönnum á loft í stökk, en við vorum fimm stelpur að stökkva og flugmaðurinn kvenkyns líka,“ segir hún. Út fyrir þægindarammann „Í fyrsta lagi þarf maður að vera tilbúinn til að stíga út fyrir þæg- indarammann,“ segir Unnur létt í bragði, spurð hvað þurfi til að stunda fallhlífarstökk. „Í þessu verður maður bara að geta leyft sér að hoppa út úr vélinni og ekki hlusta á eigin fortölur.“ Bætir hún við að ósköp eðlilegt sé að hver ein- asta fruma öskri „nei“ á mann í fyrstu. „En það borgar sig að reyna að yfirstíga þá tilfinningu og láta sig bara vaða, því tilfinningin sem fylgir á eftir er engri lík.“ Að öðru leyti helst í hendur að stökkvarar þurfa að vera bæði and- lega og líkamlega ágætlega á sig komnir, þótt engar nákvæmar sér- kröfur séu gerðar varðandi hið síð- arnefnda að sögn Unnar. ÚR 10 ÞÚSUND FETA HÆÐ Heillaðist gjörsamlega af fallhlífarstökki ÞAÐ ER ENGIN LOGNMOLLA Í KRINGUM UNNI EIR ARN- ARDÓTTUR, FLUGFREYJU OG FALLHLÍFARSTÖKKVARA. HÚN SEGIR TILFINNINGUNA VIÐ AÐ LÁTA SIG FALLA ÚR 10 ÞÚSUND FETA HÆÐ ENGRI LÍKA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Unnur Eir komin í stökkgallann og með fallhlífina á bakinu. Hæðarmælirinn á úlnliðnum er einnig lífsnauðsyn í stökkinu. Morgunblaðið/Ómar Frá áramótum 2012 tók reglugerð gildi sem kvað á um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla. Nú eiga neytendur að geta lesið á innihaldslýsingunni, hvort varan sem keypt er innihaldi erfðabreytt efni og ætti að standa í sviga fyrir aftan t.d. maíssterkja (maís (erfða- breyttur)). Algengustu erfða- breyttu afurðirnar eru maís og soja sem finnast í fjölda matvæla. Reglurnar gilda um erfðabreytt matvæli eða fóður sem inniheldur erfðabreyttar lífverur eða er fram- leitt úr erfðabreyttum lífverum og inniheldur efni sem framleidd eru úr erfðabreyttum lífverum, jafnvel þótt erfðaefni (DNA) eða prótein sem verða til vegna erfðabreyting- anna greinist ekki í lokaafurð. Einnig stendur í reglugerðinni að ekki þurfi að merkja vöruna ef innihaldsefni úr erfðabreyttum líf- verum eru 0,9% eða minna af vör- unni. Löggjöfin tekur mið af reglum Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Lönd utan þess, t.d. Bandaríkin, eru ekki skuldbundin til að sýna fram á slíka merkingu. Birgjar hér á landi bera ábyrgð á því að til- greina um erfðabreytt hráefni í vörum sem þeir flytja inn. Ábyrgðin á merkingunni liggur hjá framleiðendum og birgjum og ber þeim að koma upplýsingunum á umbúðirnar. Samkvæmt mat- vælalögum er óheimilt að villa um fyrir neytendum með merkingum eða öðrum upplýsingum sem veitt- ar eru um matvæli. thorunn@mbl.is UPPLÝSINGAR UM ERFÐABREYTTAR AFURÐIR NEYTENDUM Í HAG Er merkingin á umbúðunum rétt? BIRGJAR OG FRAMLEIÐENDUR MATVÆLA OG FÓÐURS ERU SKYLDUGIR AÐ TILGREINA Á UMBÚÐUM HVORT VARAN INNIHALDI ERFÐABREYTT EFNI. Dæmi um erfðabreyttar lífverur sem eru matvæli: Maís Soja Repja Sykurreyr Tómatar Hrísgrjón Kartöflur Bananar Papaya Dæmi um afurðir erfðabreyttra lífvera sem notaðar eru í matvæli: Maíssterkja Maíssíróp (glúkósasíróp) Maísmjöl Maísolía Repjuolía Baðmullarolía Sojaolía Sojasósa Sojaprótein Sojamjöl Lesitín O.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.