Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012
Hreyfing og heilsa
É
g ætlaði bara að prófa eitt
stökk sem farþegi og hafði
búið mig andlega undir það
í tvær vikur,“ segir Unnur,
spurð hvernig það kom til að hún
fór að iðka fallhlífarstökk. „Þetta
endaði í þremur stökkum á þremur
dögum en ég hafði aldrei upplifað
aðra eins tilfinningu.“
Úr varð að hún ákvað að skella
sér í stökkið af fullum krafti og hélt
hún skömmu síðar til Flórída þar
sem hún náði sér í stökkvararétt-
indi.
Heillaðist gjörsamlega
„Þetta heillaði mig svo gjörsamlega
að ég gat ekki hætt,“ segir Unnur.
Hefur hún verið iðin við stökkin í
sumar og telst til að hún hafi náð í
kringum níutíu talsins á tímabilinu.
„Í eðlilegu árferði hefst tímabilið
hér í maí og stendur eins langt
fram á haustið og veður leyfir. „Hér
er í raun bara stokkið þar til það er
orðið of kalt, en fallhlífarstökkið er
auðvitað háð veðri og vindum, úr-
komu og slíku,“ segir Unnur. Stokk-
ið er úr tíu þúsund feta hæð og er
Hella einn helsti stökkstaður lands-
ins.
Metfjöldi stelpna í ár
Unnur er í fallhlífarklúbbnum
Frjálsu falli, FFF, sem gekk í end-
urnýjun lífdaga nú fyrr á árinu.
„Það er einmitt gaman að segja frá
því að í ár er metfjöldi af stelpum í
klúbbnum en við erum á bilinu sjö
til átta útskrifaðar og einn flugmað-
urinn er stelpa líka,“ segir Unnur.
„Það var einmitt sögulegt í sumar
þegar í fyrsta skiptið í sögu fallhlíf-
arstökks á Íslandi fór vél eingöngu
mönnuð kvenmönnum á loft í stökk,
en við vorum fimm stelpur að
stökkva og flugmaðurinn kvenkyns
líka,“ segir hún.
Út fyrir þægindarammann
„Í fyrsta lagi þarf maður að vera
tilbúinn til að stíga út fyrir þæg-
indarammann,“ segir Unnur létt í
bragði, spurð hvað þurfi til að
stunda fallhlífarstökk. „Í þessu
verður maður bara að geta leyft sér
að hoppa út úr vélinni og ekki
hlusta á eigin fortölur.“ Bætir hún
við að ósköp eðlilegt sé að hver ein-
asta fruma öskri „nei“ á mann í
fyrstu. „En það borgar sig að reyna
að yfirstíga þá tilfinningu og láta sig
bara vaða, því tilfinningin sem fylgir
á eftir er engri lík.“
Að öðru leyti helst í hendur að
stökkvarar þurfa að vera bæði and-
lega og líkamlega ágætlega á sig
komnir, þótt engar nákvæmar sér-
kröfur séu gerðar varðandi hið síð-
arnefnda að sögn Unnar.
ÚR 10 ÞÚSUND FETA HÆÐ
Heillaðist
gjörsamlega af
fallhlífarstökki
ÞAÐ ER ENGIN LOGNMOLLA Í KRINGUM UNNI EIR ARN-
ARDÓTTUR, FLUGFREYJU OG FALLHLÍFARSTÖKKVARA.
HÚN SEGIR TILFINNINGUNA VIÐ AÐ LÁTA SIG FALLA ÚR
10 ÞÚSUND FETA HÆÐ ENGRI LÍKA.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Unnur Eir komin í stökkgallann og með fallhlífina á bakinu. Hæðarmælirinn á úlnliðnum er einnig lífsnauðsyn í stökkinu.
Morgunblaðið/Ómar
Frá áramótum 2012 tók reglugerð
gildi sem kvað á um merkingar og
rekjanleika erfðabreyttra matvæla.
Nú eiga neytendur að geta lesið á
innihaldslýsingunni, hvort varan
sem keypt er innihaldi erfðabreytt
efni og ætti að standa í sviga fyrir
aftan t.d. maíssterkja (maís (erfða-
breyttur)). Algengustu erfða-
breyttu afurðirnar eru maís og
soja sem finnast í fjölda matvæla.
Reglurnar gilda um erfðabreytt
matvæli eða fóður sem inniheldur
erfðabreyttar lífverur eða er fram-
leitt úr erfðabreyttum lífverum og
inniheldur efni sem framleidd eru
úr erfðabreyttum lífverum, jafnvel
þótt erfðaefni (DNA) eða prótein
sem verða til vegna erfðabreyting-
anna greinist ekki í lokaafurð.
Einnig stendur í reglugerðinni að
ekki þurfi að merkja vöruna ef
innihaldsefni úr erfðabreyttum líf-
verum eru 0,9% eða minna af vör-
unni.
Löggjöfin tekur mið af reglum
Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Lönd utan þess, t.d. Bandaríkin,
eru ekki skuldbundin til að sýna
fram á slíka merkingu. Birgjar hér
á landi bera ábyrgð á því að til-
greina um erfðabreytt hráefni í
vörum sem þeir flytja inn.
Ábyrgðin á merkingunni liggur
hjá framleiðendum og birgjum og
ber þeim að koma upplýsingunum
á umbúðirnar. Samkvæmt mat-
vælalögum er óheimilt að villa um
fyrir neytendum með merkingum
eða öðrum upplýsingum sem veitt-
ar eru um matvæli.
thorunn@mbl.is
UPPLÝSINGAR UM ERFÐABREYTTAR AFURÐIR NEYTENDUM Í HAG
Er merkingin á umbúðunum rétt?
BIRGJAR OG FRAMLEIÐENDUR MATVÆLA OG FÓÐURS ERU SKYLDUGIR AÐ
TILGREINA Á UMBÚÐUM HVORT VARAN INNIHALDI ERFÐABREYTT EFNI.
Dæmi um erfðabreyttar
lífverur sem eru matvæli:
Maís
Soja
Repja
Sykurreyr
Tómatar
Hrísgrjón
Kartöflur
Bananar
Papaya
Dæmi um afurðir
erfðabreyttra lífvera
sem notaðar eru í matvæli:
Maíssterkja
Maíssíróp
(glúkósasíróp)
Maísmjöl
Maísolía
Repjuolía
Baðmullarolía
Sojaolía
Sojasósa
Sojaprótein
Sojamjöl
Lesitín
O.fl.