Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012
Ferðalög og flakk
MEIRA Á UU.IS
S
tokkhólmur, höfuðborg Svíþjóðar, býður upp á fjölda menningar- og
listviðburða og sýninga sem sýna afrek þjóðarinnar aftur í aldir og
auk þess bara gleði og gaman fyrir börn og fullorðna í skemmti-
görðum. Góðir landar, það er kominn tími til að hætta að öfundast
út í Svía og njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða í höfuðborg sinni.
Miðhluti Stokkhólms er byggður á fjórtán eyjum, sem hver ber sitt nafn,
á ströndum skerjagarðsins þar sem vatnasvæði Mälaren mætir Eystrasalt-
inu. Hvorki meira né minna en 53 brýr tengja eyjarnar en almennings-
samgöngur eru mjög góðar, bæði hvað varðar strætisvagna, sporvagna,
metró og fljótabáta og síðast en ekki síst hjól. Það eru til nokkrar skýringar
á nafni borgarinnar en ein er sú að fyrri hluti nafnsins Stokkhólmur komi
til af þeirri aðferð til forna að strengja (þ.e. loka) milli eyja með stokkum
(trjábolum). Það hefur sennilega verið gert til að stjórna skipaferðum og
geta innheimt tolla. Hólmurinn í nafninu er líklega Stadsholmen en á hon-
um var meginhluti borgarinnar á fyrstu árhundruðum hennar.
Stokkhólmur var stofnaður um miðja þrettándu öld og er elsti hluti borg-
arinnar Gamli Stan. Það hverfi er í dag mjög heillandi með sínum þröngu
götum, byggingum frá miðöldum, 17. og 18. öld. Það hreinlega iðar af mann-
lífi, forvitnilegum verslunum, kaffihúsum auk fjölda skemmtilegra veitinga-
húsa. Hér er einfaldlega nauðsynlegt að stoppa andartak eða setjast niður á
bekk og fanga andartakið í hjarta Stokkhólms.
Ferð með útsýnisbílunum er alltaf sígild til að fá yfirsýn yfir borgina.
Margt má sjá á skömmum tíma og grípa anda borgarinnar.
Stokkhólmur hefur upp á að bjóða, glæsilegt ráðhús og fallegar kirkjur
eins aðrar stórborgir sem mörgum þykir gaman að skoða auk óperu og leik-
húss, svo hefur hún vitaskuld konungshöll en það hafa nú ekki allar borgir.
Og svo er það allt hitt …
HÖFUÐBORG NORÐURLANDANNA
Stokkhólmur
Grunnkort: ©2012 Google
1
2
5
6
3
4
1 Gamli Stan
2 Junibacken
3Vasasafnið
4 Norræna safnið
5 Skansen
6 Gröna Lund
HÚN LÆTUR FINNA TIL SÍN, SVONA EINS OG KÓNGAFÓLK
GERIR, FJÖLDINN ER EF TIL VILL EKKI MIKILLL EÐA UM 800 ÞÚS-
UND MANNS, EN HÚN ER SMART OG STEMMNINGIN FÍN.
Unnur H. Jóhannsdóttir
Blómlegt mannlíf og
litrík hús á Gamla Stan.
VASASKIPIÐ VERÐA ALLIR AÐ SJÁ
Eitt er það safn í Stokkhólmi sem enginn má
missa af en það er Vasasafnið sem staðsett
er í Djurgården en sá hólmur er hálfgerður
almenningsgarður borgarinnnar með marga
skemmtigarða og græn svæði. Á safninu er
400 ára gamalt eikarskip, sem átti að verða
draumastríðsfley Karla Gustavs II og var ekk-
ert til smíði þess sparað, en smíðin tók þrjú
ár. Skipið var sjósett örlagadaginn 10. ágúst
1628 en þetta stolt konungsins sökk eftir að-
eins 1300 metra siglingu. Árið 1961 tókst að
bjarga skipinu af hafsbotni. Reyndist það mjög
heillegt og einstök heimild um skipagerð.