Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 37
Það kemur iðulega fyrir að ég sé með nýjargræjur í höndunum, nýja farsíma, far-, fis-,spjald eða lestölvur og svo má telja. Ekki hef ég þó áður upplifað það að þegar ég tek nýja tækið upp úr vasanum þyrpist að starfsfélagar mínir til að berja það augum, en svo var er ég hafði sótt nýjan iPhone 5 í Nova í vikunni. Segir sitt um þá stöðu sem Apple hefur í huga fólks um allan heim að allir vildu fá að skoða símann, snerta hann og handfjatla og sannast ekki síður á því að þrjá fyrstu dagna seldust af símanum fimm milljón eintök, allt sem til var á lager, sem er víst met. Stóra spurningin er vitanlega: Hvernig er svo þessi eftirsótti sími? Því er í senn flókið og einfalt að svara. Fyrst það einfalda: Hann er þynnri og léttari, lengri og hraðvirkari og skjárinn er fanta- flottur. Þá það flókna: Þótt iPhone 5 sé langbesti sími sem Apple hefur sent frá sér er hann ekki byltingarkenndur og hefur fyrir vikið orðið mörgum vonbrigði. Ekki mér reyndar, segi það og skrifa: þetta er besti sími sem ég hef handfjatlað, heldur mörgum sem um símann hafa skrifað; það er eins og menn geti ekki sætt sig við að Apple sé ekki bú- ið að finna snjallsímann upp aftur; það er ekki nóg að síminn sé frábær, krafan er að hann sé bylting- arkenndur og hananú! Sama á við þegar rýnt er í sölutölurnar á iPhone 5: Víst er þetta met, segja menn, og milljón fleiri en seldust af iPhone 4 á sama tíma, en við vildum meira – af hverju seldust ekki átta milljónir?! Þótt síminn sé framúrskarandi er hann þó ekki gallalaus. Mikið hefur verið fjallað um kortaþjón- ustuna sem fylgir nýju stýrikerfi, iOS 6, enda þykir hún hörmuleg og hægt að skoða óteljandi dæmi um villur eða afkáralegar myndir á netinu. Að því sögðu þá er rétt að líta á kortaþjónustuna sem vísi að vöru frekar en fullkomna vöru, enda er það sem er í lagi á henni framúrskarandi flott. Nefni sem dæmi það hvernig skoða má borgir eins og maður sé að fljúga yfir þær, nokkuð sem tæknimenn Google hamast nú örugglega við að leika eftir. Kortaþjón- ustan almennt, sem tekur líka við á iPad-spjaldtölv- um, er þó í besta falli hálfköruð. Annar galli er svo í myndavélinni; ef sterkur ljós- gjafi er í jaðri myndrammans kemur þar fjólublár bjarmi inn á myndina. Nokkuð sem snýr vænt- anlega að gerð lisnunnar og varla hægt að laga í hugbúnaði. Fleira smálegt má eflaust finna að, en breytir því ekki að hann er hreinræktuð snilld. HREINRÆKTUÐ SNILLD EKKI ER MINNI ÁHUGI Á IPHONE 5 HÉR Á LANDI EN ERLENDIS EINS OG KOM Í LJÓS ÞEGAR NOVA FLUTTI INN SLATTA AF SÍMUM OG MOKAÐI ÞEIM ÚT. ÞAÐ KEMUR EKKI Á ÓVART Í LJÓSI ÞESS HANN ER LANGBESTI SÍMI SEM APPLE HEFUR SENT FRÁ SÉR. Græja vikunnar ÁRNI MATTHÍASSON APPLE IPHONE 5 AFP 30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Græjur og tækni iPhone 5 Þynnri, léttari og öflugri Smáralind Opnunartímar Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 Laugardaga 11 - 18 | Sunnudaga 13 - 18 Laugavegi 182 Opnunartímar Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 Sími 512 1300 Apple EarPods Ný og mögnuð heyrnatól Sitja vel í eyrum Dýpri bassi Þola betur svita og raka Fjarstýring og hljóðnemi Verð frá: 179.990.- Vefverslun www.epli.is sendum frítt á land allt * Skjárinn er frábær, reyndar 326ppi líkt og á 4 og 4S, en hann er eðli- lega stærri, 4" með 1.136 × 640 díla. Hlutfallið á honum er 16:9, nákvæm- lega sama og á breiðtjaldssjónvarpi og bíómyndum. Myndavélin er líka verulega endurbætt, að aftan er 8 milljós díla vél sem tekur 1080p Full HD vídeó með 30 ramma á sek. Framan á símanum er nú 1,2 milljón díla vél sem tekið getur vídeó í 720p upplausn, 30 ramma á sekúndu. * Nýrri gerð af síma fylgir nýgerð af heyrnartólum, Apple Ear- Pods. Mér fannst gömlu heyrn- artólin afleit, billegur hljómur og fóru heldur illa í eyra. Þessi nýju hljóma mun betur og þótt seint verði hægt að ná bassahljómi af viti í heyrnartólum sem eru á stærð við einseyring (man einhver eftir slíku?), þá komast þau býsna langt. Kýs þó frekar gúmmí en plast, en það er smekksatriði. * Nýi síminn er 12,3 sm á lengd,5,8 sm á breidd og ekki nema 0,7 sm á þykkt. Til samanburðar þá var iPhone 4/4S 11,5 sm á lengd, 5,8 á breidd og ríflega 0,9 sm að þykkt. Þeir eru semsé jafn breiðir en það munar mikið um þennan tæpa sentí- metra sem bætist við á lengdina og mikið um þá 2 mm sem tálgaðir eru af þykktinni. Hann er líka slatta létt- ari, ekki nema 112 g samanborið við 140 g á 4S (og 137 g á 4).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.