Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 4
Ekki þarf að orðlengja að þaðbreytir yfirbragði Samfylk-ingarinnar þegar Jóhanna
Sigurðardóttir víkur sæti eftir 35
ára þingsetu. Enda er líklegt að
krafa fylgi um kynslóðaskipti,
kannski nýjar áherslur.
„Ég held að áhrifin verði eins og
bresti klakabönd,“ segir áhrifamað-
ur innan flokksins. „Lítil umræða
hefur verið í flokknum, ekkert mátt
segja við Jóhönnu eða um hana.“
Skoðanir eru skiptar og margir
hafa orð á að hún hafi unnið þrek-
virki. En sumir þeirra hrósa henni í
sömu andrá fyrir að þekkja sinn
vitjunartíma, eins og einn þingmað-
ur flokksins orðaði það: „Nú fær
hún litmynd af sér í Íslandssög-
unni.“
Ólympíulágmarkið
Um leið er Jóhanna gagnrýnd
fyrir að hafa gefið út mikið af ein-
hliða yfirlýsingum, unnið með boð-
valdi og notað vald formannsins, án
þess að sækja umboð til flokks-
manna, t.d. hvað varðar aðild að
ESB, stjórnarskrána, rammaáætl-
unina og hvaða kosti í ríkisstjórn
flokkurinn á að hafa eftir næstu
kosningar. „Nú geri ég ráð fyrir
að það verði umræða en
ekki einræða eins og vr í
þrjú og hálft ár,“ sagði einn
viðmælandi. Og rekur það
til þess að Jóhanna hafi
alltaf skírskotað til þess
að hún hafi verið beðin
um að taka að sér formennskuna í
flokknum og því haft friðhelgi,
nokkuð sem eigi sér ekki fordæmi í
íslenskum stjórnmálum. „Það hefur
verið farið um hana mýkri höndum
og engar kröfur til hennar gerðar.“
Prófkjörin í haust verða forleikur
að formannsslagnum í febrúar. „Ég
myndi orða það þannig að menn
þyrftu að ná ólympíulágmarkinu og
það ræðst af prófkjörunum í haust,“
segir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þeir sem ná efstu sætunum hafa
þar með náð lágmarkinu.“
Útlit er fyrir að slagur sé í upp-
siglingu í Suðvesturkjördæmi á milli
Árna Páls Árnasonar, sem hefur um
nokkurt skeið haft
hug á formanns-
framboði, og
Katrínar Júl-
íusdóttur sem
tekur við sem
fjár-
málaráð-
herra á mánudag eftir fæðing-
arorlof, en hún er einnig orðuð við
formanninn og útilokar ekkert í
þeim efnum. Hún tilkynnir á mánu-
dag í hvaða sæti hún gefur kost á
sér í kjördæminu, en Árni Páll hef-
ur þegar gefið út að hann stefni á
efsta sætið.
Þá gæti Lúðvík Geirsson blandað
sér í baráttuna, en hann hefur enn
ekki sagt á hvaða sæti hann stefnir
og raunar ekki útilokað formanns-
framboð. Hann horfir eflaust til
þess að fái hann sterka kosningu
eigi hann möguleika á formanns-
stólnum í framhaldi af því.
Það vakti deilur er Árna Páli var
ýtt úr ríkisstjórn. Fyrir vikið segja
sumir hann hafa skírskotun út fyrir
flokksraðirnar. Ef til vill er það vís-
bending um styrk hans að meiri-
hluti kjördæmisráðs hafi ákveðið að
halda opið prófkjör, þrátt fyrir að
stjórnin legði til að það yrði ein-
ungis opið flokksmönnum.
En það verða átök í fleiri kjör-
dæmum. Horft hefur verið til Guð-
bjarts Hannessonar velferðar-
ráðherra sem formannsefnis, einn
sveitarstjórnarmaður líkir honum
við „líflandið“, en óumdeilt er að
staða hans veiktist mikið með deil-
unum um launamál forstjóra Land-
spítalans. Ólína Þorvarðardóttir hef-
ur ákveðið að fara gegn honum í
fyrsta sætið í Norðvesturkjördæmi.
Ný andlit
Í Norðausturkjördæmi gefa þing-
mennirnir Kristján L. Möller, Sig-
mundur Ernir Rúnarsson og Jónína
Rós Guðmundsdóttir kost á sér. En
fleiri eru orðaðir við framboð, m.a.
Kristrún Heimisdóttir, Erna Indr-
iðadóttir og Helena Þ. Karlsdóttir.
Logi Már Einarsson ætlar ekki
fram, en hann er oddviti flokksins í
bæjarstjórn á Akureyri.
Á Suðurlandi er talað um að ráð-
herrann Oddný G. Harðardóttir
stefni á fyrsta sæti, Björgvin G.
Sigurðsson haldi áfram og að vara-
þingmaðurinn Anna Margrét Guð-
jónsdóttir hyggist blanda sér í slag-
inn.
Að síðustu kann að vera að Dag-
ur B. Eggertsson, varaformaður
flokksins og oddviti í borgarstjórn,
ákveði að flytja sig um set yfir í
landsmálin. Hann segist þó ekki „á
neinum framboðsbuxum“. Og fleiri
en einn þingmaður telja raunar lík-
legt að hann fái á sig mótframboð
sem varaformaður.
Morgunblaðið/Kristinn
Eins og bresti klakabönd
ALLT ER OPIÐ UPP Á GÁTT Í FORMANNSSLAGNUM INNAN SAMFYLKINGARINNAR EFTIR AÐ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR TILKYNNTI AÐ HÚN GÆFI
EKKI KOST Á SÉR. ÚTLIT ER FYRIR AÐ TÓNNINN VERÐI GEFINN Í PRÓFKJÖRUM Í NÓVEMBER. ÞAR ERU MARGIR KALLAÐIR.
STORKAÐI
FORYSTUNNI
Í borginni var eftir því tekið
þegar Sigríður Ingibjörg Inga-
dóttir bauð sig fram í annað
af tveim efstu sætunum og
storkaði Össuri Skarphéð-
inssyni og Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, sem þá hafði ekki
tilkynnt að hún hygðist hætta.
Sigríður útilokar ekki for-
mannsframboð og ekki held-
ur Helgi Hjörvar, sem vonast
eflaust til að marka sér stöðu
í prófkjörinu í Reykjavík sem
verður að líkindum um miðj-
an nóvember.
Eini þingmaðurinn í Reykja-
vík sem óljóst er hvort gefi
kost á sér er Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, forseti Al-
þingis. Róbert Marshall ætlar
sér fram í Reykjavík. Þá mun
Anna Pála Sverrisdóttir vara-
þingmaður velta fyrir sér að
sækjast eftir þingsæti og einn-
ig Hrafnhildur Ragnarsdóttir,
Björk Vilhelmsdóttir og Teit-
ur Atlason.
* „Þegar svona stór steinn losnar þá fer margt af stað.“Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Þjóðmál
PÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012
Össur Skarphéðinsson stefnir á fyrsta sæti í Reykjavík, en ekki formennsku.
„Það endurtekur enginn söguna,“ sagði hann í fyrradag.
Morgunblaðið/Kristinn
Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur
lengi verið undir
smásjá fjölmiðla.