Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 17
30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Úrval-Útsýn kynnir nýjan bækling: Vetrarfrí 2012-13.
Nýævintýri, hreinar strendur og fyrsta flokks hótel
bíða þín á úrvals áfangastöðum. Þú getur nálgast
ferðabæklinginn á söluskrifstofum Úrvals-Útsýnar eða
fengið hann sendan frítt heim! Þú pantar frítt eintak
á heimasíðu okkar urvalutsyn.is og við sendum hann
heim til þín, þér að kostnaðarlausu. Tryggðu þér eintak
því við erum byrjuð að bóka.
Þú getur einnig sótt stafrænt eintak af bæklingnum með því að
smella mynd af þessum QR kóða með snjallsímanum þínum.
Nýr ferðabæklingur
- Fáðu frítt eintak sent heim
til þín þér að kostnaðarlausu!
AFP
Hólmarar eru allt annað en
hefðbundnir þegar kemur að
mat og drykk og geta töfrað
fram dýrindis máltíðir.
Ég mæli sérstaklega með
veitingastaðnum
Kungsholmen Restaurang,
Norr Mälarstrand,
Kajplats 464, Stockholm.
Hann er mjög alþjóðlegur
og það sést á matseðlinum
sem er í allra kvikinda líki. Ef
þú vilt láta koma þér á óvart
og ert ekki matvandur, kíktu á
þá á Kungsholmen. Skemmti-
legt andrúmsloft.
Restaurang Marten Trotzig
er öllu hefðbundnari, enda
gamalgróinn og býður upp á
frábærar nautasteikur og aðra
alþjóðlega rétti svo ekki sé
minnst á þá sænsku. Hann er á
Västerlänggatan 79, Stockholm.
Góð og notaleg stemning.
Það eru oft góðir veitinga-
staðir á fimm stjörnu hótelum
og einn slíkur á
Radisson SAS Viking Hotel,
Vasagata 1, Stockholm.
Hann býður upp á ein-
staklega góða fiskirétti, hreint
lostæti og góð vín. Mér finnst
samt alltaf eitthvað öðru vísi
við andrúmsloftið á hótelveit-
ingastöðum og venjulegum
þótt maturinn sé sambæri-
legur. Stundum liggur upplif-
unin á kræsingunum líka í loft-
inu.
Allra kvikinda líki
í mat og drykk
Því verður ekki neitað að Svíar hafa tískuvitund umfram
aðrar þjóðir. Í Stokkhólmi er urmull af verslunum sem
höndla með fallegan fatnað, húsbúnað og annan varning.
Fyrir kaupóða Íslendinginn er bara einn hængur á, flest
er dýrara en hér heima. En það eru samt góðar fréttir
líka. Auk hinna hefðbundnu alþjóðlegu merkja eru mörg,
góð og ódýr merki í Stokkhólmi og í verslunum þeirra
má gera góð kaup og um leið vera svolítið öðruvísi.
H&M er með risastórar verslanir á nokkrum stöðum,
MNG er alltaf jafnsmart, Indiska missir aldrei sjarmann
og C&A stendur alltaf fyrir sínu.
TÍSKUVITUND SVÍA OG VERSLUN
Ekki langt frá Nordiska Museet er safn sem
einnig er tileinkað sænskri barnamenningu og
bókmenntaheimi barna en það er Junibacken.
Safnið, sem raunar er nær því að vera skemmti-
garður, var opnað sumarið 1996 og er tileinkað
einum besta sögumanni Svíþjóðar, Astrid Lind-
gren, en hún skrifaði yfir 100 bækur fyrir börn
sem hafa verið þýddar og gefnar út í 130 millj-
ónum eintaka um allan heim. Í Junibacken hitta
börnin fyrir Línu Langsokk, Emil í Kattholti og
margar fleiri söguhetjur úr bókum Lindgren og
fleiri úr bókmenntasögu barna.
JUNIBACKEN
Eitt af áhugaverðum söfnum
sem finna má í Djurgården er
Nordiska museet sem var
opnað árið 1907, en markmið
með stofnun þess var að bjarga
menningararfi sem óttast var
að myndi glatast. Þar má skoða
hvorki meira né minna en 1,5
milljónir hluta en safnið
gefur gott yfirlit yfir
sænska lífshætti,
menningu, hefðir og
handverk síðustu 500 ár.
NORDISKA MUSEET
Rússíbaninn í Gröna Lund
Tivoli er ógleymanlegur. Tív-
olíið hefur ekki aðeins upp á að
bjóða tæki fyrir allar tegundir
áhættusækinna eða -fælinna,
heldur einnig garða, kaffibari,
veitingastaði, leikhús og tón-
leikasvæði.
GRÖNA LUND TIVOLI
Hver hólmur hefur sitt sérkenni og það
er gott að vera búinn að kynna sér þá
áður en á staðinn er komið. Annars
finnur maður varla fyrir því að miðhluti
borgarinnar sé vera á eyjum, svo góðar
eru samgöngurnar. Frábær kostur er að
taka fljótabát sem stoppar á öllum
helstu hólmum og markverðum stöð-
um sem þar eru og hægt er að hoppa af
og á aftur. Brýrnar milli hólma eru líka
kapítuli út af fyrir sig.
HÓLMAHOPP Á FLJÓTABÁT