Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 13
Eins og líf englanna
Hvernig er að vera kona og vera
andlegur leiðtogi?
„Ég kýs að nota ekki orðið leið-
togi. Ég er fyrst og fremst barn
Guðs. Ég lít heldur ekki á mig sem
konu heldur sem andlega veru, sál
sem tilheyrir Guði. Það er þetta
hugarfar sem hefur eflt þroska
minn.“
Lifirðu mjög einföldu lífi?
„Já. Ég bý yfir mikilli orku vegna
þess að ég hef hvorki sóað tíma
mínum né peningum. Ég er nægju-
söm og vil lifa einföldu lífi.“
Þú getur varla neitað því að þú
hefur átt innihaldsríkt líf?
„Ég hef lagt mig fram við að eiga
innihaldsríkt líf. Ég er í þjónustu-
starfi, meðvituð um að ég er barn
Guðs og leyfi því aldrei neikvæðni
að setjast að innra með mér. Ef ég
hitti neikvæða manneskju þá reyni
ég að koma henni í skilning um það
góða sem býr í okkur öllum. Við
ættum að leitast við að losa okkur
við neikvæðni og verða heilar mann-
eskjur sem leita í það góða og já-
kvæða. Ef við sýnum þolinmæði þá
öðlumst við frið og verðum um leið
kærleiksríkari. Við ættum einnig að
sýna umburðarlyndi og ekki láta
hegðun annarra fara í taugarnar á
okkur. Fyrirgefning og auðmýkt
eru af hinu góða og stuðla að því að
við getum lifað í innri sátt. Ekkert í
jarðnesku lífi ætti að hafa of mikil
áhrif á okkur. Við verðum að
skyggnast undir yfirborð hlutanna
og sjá svo miklu meira en einungis
það sýnilega.
Guð er faðir minn, móðir mín,
vinur og leiðbeinandi. Takmark mitt
er að líf mitt verði eins og líf engl-
anna. Englar bera velvilja til allra,
ekkert jarðneskt haggar þeim, þeir
eru ætíð staðfastir.“
„Því meira sem
ég gef af mér til
annarra, því
meira vex einn-
ig minn innri
friður.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna
bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra
kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni.
AÐILD AÐ FÍB
Viðskiptavinir sem fjármagna bílakaup sín hjá Arion banka
fá ársaðild að Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Aðildin
felur m.a. í sér neyðarþjónustu allan sólarhringinn, öflugt
afsláttarkerfi og lögfræði- og tækniráðgjöf um allt sem
lýtur að bílnum.
Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með
einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru.
Arion bílafjármögnun auðveldar þér að eignast og
reka bílinn þinn á hagkvæman hátt.
HAGKVÆM
BÍLAFJÁRMÖGNUN
4% MINNI
eldsneytiskostnaður með réttum
loftþrýstingi í dekkjunum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
2
-1
9
8
8