Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 47
Laus við látlausan höfuðverk GUÐRÚN SÓLEY GUNNARSDÓTTIR, HAGFRÆÐINGUR OG FYRR- VERANDI LANDSLIÐSKONA Í KNATTSPYRNU, ER FLUTT HEIM TIL ÍSLANDS ÁSAMT MANNI SÍNUM HELGA MÁ MAGNÚSSYNI EFTIR BÚSETU Í SVÍÞJÓÐ. ÞAR VORU ÞAU ATVINNUMENN Í ÍÞRÓTTUM Í RÚMLEGA ÞRJÚ ÁR EN HELGI ER LANDSLIÐSMAÐUR Í KÖRFUKNATTLEIK. ÞAU KR-INGARNIR KOMU SÉR FYRIR Í VESTURBÆNUM Á NÝJAN LEIK Í SUMAR OG GUÐRÚN HÓF STÖRF Á NÝ Í SEÐLABANKANUM Í BYRJUN SEPTEMBER. KNATTSPYRNUFERILL GUÐRÚNAR FÉKK LEIÐINLEGAN ENDI ÞEGAR HÚN ÞURFTI AÐ LEGGJA SKÓNA Á HILLUNA VEGNA AFLEIÐINGA SEM HÖFUÐHÖGG Í BEINNI ÚTSENDINGU HAFÐI. Kristján Jónsson kris@mbl.is þetta myndi einhvern tíma taka enda eins og Óli læknir hafði sagt mér. Spurningin væri bara hversu langan tíma það myndi taka. Hann benti mér líka á að svona óvissuástand bitnar oft á andlegu hliðinni og ég gerði mér grein fyrir því og reyndi að vera jákvæð.“ Hreyfði sig nánast ekkert í eitt ár Batinn tók sinn tíma og Guðrún segir að í rauninni hafi liðið tvö ár þar til hún gat far- ið að stunda einhverja líkamsrækt án þess að fá höfuðverk. „Fyrsta árið hreyfði ég mig nánast ekki neitt en annað árið fór ég aðeins að hreyfa mig. Ég var þá orðin mun betri en ég gat samt ekki farið á fótbolta- æfingar án þess að versna. Ég var farin að venjast því að vera með höfuðverk en ég sá þó framfarir með tímanum. Reynir Björns- son, læknir kvennalandsliðsins, lét mig fá dagatal þar sem ég merkti við þau einkenni sem ég var með á hverjum tíma og þannig fylgdumst við með yfir lengri tíma. Fyrstu mánuðina var ástandið mjög slæmt en svo var ég orðin sæmileg nema þegar álagið jókst, annaðhvort í vinnunni eða vegna hreyfingar. Rétt eftir meiðslin var ég að demba mér í sænskuna í vinnunni og var í 75% starfi. Þegar ég kom heim var ég alveg búin á því og þurfti einfaldlega að leggjast fyrir. Ég gat ekki verið mikið innan um fólk því það tók mikið á höfuðið. Ég fékk stundum mígrenisköst en aðallega var ég með stöðugan hausverk. Mér finnst best að lýsa því þannig að mér leið eins og það væri ský inni í hausnum á mér, stanslaus þoka. Ég gerði oft tilraunir til að hreyfa mig en þá versnaði höfuðverkurinn og ég svaf mjög illa eftir áreynslu. Líkaminn stífn- aði upp við hreyfingu því hann var að koma í veg fyrir aukinn hristing á hausinn. Ég fékk því mikla vöðvabólgu sem líklega jók á höfuðverkinn. Vöðvabólga getur á hinn bóg- inn einnig aukist við enga hreyfingu. Þetta var því eins konar vítahringur,“ útskýrði Guðrún en sem betur fer hefur birt til hjá henni og í dag er líf hennar að komast í eðlilegt horf á ný. „Þegar tvö ár voru liðin fannst mér ég vera orðin góð. Þá var ég ófrísk og var ekki að hreyfa mig mikið hvort sem var. Það er eiginlega fyrst núna, þremur árum seinna, sem ég er farin að stunda einhverja hreyf- ingu að ráði og það gengur vel,“ sagði Guð- rún og hún er byrjuð að spila innanhúss- fótbolta með „old girls“ og er einnig í svokölluðu víkingaþreki. Guðrún segir það blunda í sér að láta reyna á hvort hún geti gert meira en segist ekki vera í aðstöðu til þess í augnablikinu. Morgunblaðið/Ómar * En ég var náttúrlega atvinnumaður og þjálf-arinn sagði einfaldlega að fyrst ég spilaði allaleikina með landsliðinu þá hlyti ég að geta spilað með Djurgården. Þá var ég strax sett í fullar æfing- ar en var alls ekki í standi til þess. 30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.