Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 53
Ljósmynd/Eddi Helgi Þór Ingason er verkfræðingur á daginn en píanisti á kvöldin og um helgar. Prýðilega gengur að sameina þetta tvennt. mitt hljóðfæri alla tíð. Að vísu var hengd á mig harmónikka fyrir nokkrum árum. Ég hef líka sungið í kórum. Það er tónlistin sem gefur lífinu gildi,“ segir Helgi Þór sem meðal annars á aðild að hljómsveitinni South River Band og Mótettukórnum sem æfir Jólaóratóríu Bachs um þessar mundir. Spurður hvort komið hafi til greina að helga sig alfarið tónlistinni eftir stúdentspróf svarar Helgi Þór játandi. „Ég íhugaði það mjög al- varlega en verkfræðin varð fyrir valinu. Um leið og ég gerði það lofaði ég hins vegar sjálf- um mér að gefa tónlistinni meiri tíma síðar. Við það loforð hef ég staðið, ekki síst á allra síðustu árum.“ Helgi Þór segir verkfræðina og tónlistina fara prýðilega saman. „Mér hefur alltaf gengið ágætlega að sameina þetta tvennt, vinnu og áhugamál, og þegar ég hugsa út í það gengur það eiginlega aldrei betur en þegar mest er að gera hjá mér. Er það ekki dálítið íslenskt?“ Frítt er inn á tónleikana í kvöld en þeir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna geta laumað í hattkúf sem verður á staðnum. Því sem kemur inn mun Helgi Þór síðan skipta á milli vina sinna, tónlistarmannanna. Lestrarhátíð í október er eitt af lyk-ilverkefnum Reykjavíkur, bók-menntaborgar UNESCO. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin og stefnt er á að október verði sá mánuður sem þekktur verður sem lestrarmánuður,“ segir Auður Rán Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri Reykja- víkur, bókmenntaborgar UNESCO. Fjölbreytt og lifandi dagskrá verður út all- an mánuðinn sem tekur mið af breiðum ald- urshópi lesenda. Hátíðin verður sett 1. októ- ber á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Boðið verður m.a. upp á sögu- og bókmenntagöng- ur um slóðir Vögguvísu og annarra verka Elíasar undir leiðsögn Hjálmars Sveinssonar. Grínistarnir Anna Svava Knútsdóttir, Bergur Ebbi, Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir munu koma fram í myndskeiðum þar sem spunnið er út frá slangurorðasafni Elíasar. Hugleikur Dagsson hefur teiknað nýjar myndir, innblásnar af unglingaslangri Vögguvísu, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrána má sjá á www.bokmenntaborgin.is „Markmiðið er að fá borgarbúa til að sam- einast um að lesa eina tiltekna bók og njóta þess að ræða hana út frá öllum mögulegum sjónarhornum. Við gerum þetta til að virkja alla helstu aðila sem gera Reykjavík að bók- menntaborg; skóla, bókasöfn, rithöfunda, bókaútgefendur og að sjálfsögðu lesendurna í borginni. Ein bók er í brennidepli, Vögguv- ísa eftir Elías Mar. „Við völdum Reykjavík- ursögu núna af því að markmiðið er að fá fólk til þess að lesa og vekja áhuga fólks til lesturs. Okkur fannst þessi bók áhugaverð því hún segir frá lífi utangarðs unglings og fangar stemningu eftirstríðsáranna, tónlist- ina og kvikmyndirnar svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur breiða skírskotun því hún höfðar jafnt til unglinga og fullorðinna. Við vildum gjarnan beina sjónum okkar að unglingum í ljósi nýlegra kannanna um dvínandi lestur þeirra. Eitt af því sem er sérstakt við bókina er slangrið en Elías lagðist í mikla rann- sóknarvinnu í vinnu við bókina til að ná tungutaki unglinga og í endurútgáfu Lesstof- unnar á verkinu birtist í fyrsta skipti slang- urorðasafn hans. Við hvetjum ungt fólk til að senda inn sitt eigið slangur og samkeppni verður um hugmyndaríkasta slangrið. Slagorð bókmenntahátíðarinnar er: Orðið er frjálst. Með því viljum við koma því á framfæri að lestur er ekki bara stafur á bók. Við vildum einnig tengja yngstu kynslóðina við hátíðina og fengum Pollapönkarana, Har- ald Frey Gíslason og Heiðar Örn Krist- jánsson til að semja vögguvísu sem leikskól- unum verður gefin að gjöf. Lagið er frábært og við vonum að allir verði með það á heil- anum,“ segir Auður Rán að lokum. Kristín Viðarsdóttir og Auður Rán Þorgeirsdóttir við eitt af kynning- arskiltum lestrarhátíðar, sem er sett 1.okt, kl.11 í aðalsafni Tryggvagötu. Morgunblaðið/Árni Sæberg LESTRARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK, BÓKMENNTABORG UNESCO Slangur og vögguvísur Í TILEFNI LESTRARHÁTÍÐAR ER FÓLK HVATT TIL AÐ LESA OG RÆÐA BÓKINA VÖGGUVÍSU EFTIR ELÍAS MAR. FJÓR- IR GRÍNISTAR OG MYNDASÖGUTEIKNARINN HUGLEIKUR DAGSSON HAFA UNNIÐ EFNI ÚT FRÁ SLANGRINU Í BÓKINNI OG POLLAPÖNKARAR HAFA SAMIÐ VÖGGUVÍSU SEM ÞEIR GEFA LEIKSKÓLUM REYKJAVÍKUR Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is 30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Á sunnudaginn, 30. september, mun Marjane Satrapi, rithöfundur og leik- stjóri, hafa um- ræðufund um list sína á Sólon klukk- an 16.30 og mun hann standa til klukkan 18.00. Ásamt henni munu klipparinn Stéphane Roche og Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í almennri bók- menntafræði við Háskóla Íslands, halda er- indi. Satrapi vakti heimsathygli með teikni- myndasögu sinni Persepolis, sem fjallaði um uppvaxtarár hennar í Íran. Sagan var gerð að teiknaðri kvikmynd sem Satrapi sjálf leik- stýrði og vann hún dómnefndarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. HÁPUNKTAR HELGARINNAR Marjane Satrapi PERSEPOLIS „Fyrst og fremst geri ég ekki leiðinlegar mynd- ir,“ segir danski leikstjórinn Susanne Bier um myndir sínar. Hægt er að mæla með þeim en Hárlausi hárskerinn verður sýndur 29. september í Háskólabíó klukkan 20.00 og 1. október klukkan 22.45. Eftir brúðkaupið verður síðan sýnd 29. september í Bíó Paradís kl. 16.30 og aftur 2. október kl. 15.30. Leikstjórinn Susanne Bier er danskur gyðingur. EKKI LEIÐINLEGAR MYNDIR, TAKK! Stephan Schesch, framleiðandi og leikstjóri, og leikstjórinn Ulrike Ottinger halda fyr- irlestra og málþing á Sóloni 2. október frá 16:00 til 17:30. Schesch hefur framleitt ýms- ar barnamyndir og teiknimyndir fyrir þýskt sjónvarp og Ottinger er margþættur lista- maður sem vinnur ýmist með hreyfimyndir eða ljósmyndir. Sýning verður á ljósmyndum hennar í Norræna húsinu 3. október og bíó- mynd hennar verður sýnd 2. október í Bíó Paradís kl. 14:00. Úr bíómynd Ottinger Unter Schnee ÞÝSKAR KVIK- MYNDIR Á SÓLON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.