Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 60
Þegar Tommy Smith hljóp út á Anfield í gamladaga hafði hann jafnan meðferðis bréfsnifsisem hann afhenti sóknarmanni andstæðing- anna. Á snifsinu var talnaruna. „Hvað er þetta?“ spurði sóknarmaðurinn klumsa. „Þetta er símanúm- erið á borgarspítalanum hérna í Liverpool. Þú munt þurfa á því að halda,“ svaraði Smith að bragði en sem kunnugt er hélt Bill heitinn Shankly, knatt- spyrnustjóri Liverpool, því fram að Smith hefði ekki sprottið fram úr kviði móður sinnar, heldur verið brotinn af bergi. Tommy Smith kunni að tækla að tröllasið og það kunna þeir enn, Púlarar. Alltént ef marka má tæklinguna sem tryggði Jonjo Shelvey snemmbúið steypibað í leiknum gegn Man- chester United um liðna helgi. Heima í sófa í Breiðholtinu kaldsvitnaði Matthías Ásgeirsson, tölvunarfræðingur, bloggari og eldheitur stuðningsmaður Liverpool, þegar hann sá hvað verða vildi: „Neeeei, ætlar hann í Gerrard-tæklingu?“ Deildar meiningar eru um hvort uppátækið verðskuldaði rautt spjald en Matthías er á því að Mark Halsey dómari hafi haft á réttu að standa. Hann er um leið þeirrar skoðunar að Jonny Evans, miðvörður United, hefði að ósekju mátt fjúka út af í leiðinni. Hann kom af engu minni þunga inn í stuðið. „Hvers vegna fara enskir leikmenn svona oft fljúgandi í tæklingar?“ spurði Matthías mig í vikunni og tilgreindi tvo menn sem tóku þátt í téðri rimmu, Ste- ven Gerrard og Paul Scholes. Þeir eru alræmdir oftæklarar. Heppnist tæklingin uppskera þeir dynjandi lófaklapp á pöllunum en mis- heppnist hún fá þeir prik fyrir dirfskuna. „Hvaða dirfsku?“ spyr Matthías enn. „Gott og vel ef þetta tekst en heppnist það ekki þá gerist líklega annað tveggja: Andstæðingurinn liggur mölbrotinn eftir eða hann víkur sér undan og skilur tæklarann eftir í sverðinum, rjóðan í vöngum.“ Matthías bendir á að sparkendur frá meginlandi Evrópu og Suður-Ameríku hafi iðulega annan hátt á. „Sjáðu Brasilíumanninn Lucas Leiva! Hann fer alltaf standandi í tæklingar, vinnur þær oftar en ekki og snýr vörn í sókn. Hann upp- sker kannski ekki eins mikið klapp en örugglega býsna oft betri vallarstöðu en sá sem fer fljúgandi í sínar tæklingar.“ Eflaust gefa gamlar kempur á borð við Peter Storey, Ron „Chopper“ Harr- is og Vinny Jones ekki mikið fyrir þennan málflutning Matthíasar en þeim fannst á sinni tíð ekki taka því að fara í tæklingu án þess að limir andstæð- ingsins enduðu uppi í stúku, helst andstæðingurinn allur. Þeir gefa Matt- híasi ugglaust bara fyrirmæli um að taka bleiku skóna sína og hypja sig í ballett. En hvað segjum við hin? AFP Fleygir tæklarar * Tommy Smith er án efa harðasti nagli sem ég hef att kappivið. Ég rakst einu sinni á hann og lá eftir í andnauð.Jack Charlton, fyrrverandi leikmaður Leeds United, sem kallaði ekki allt ömmu sína á velli. BoltinnORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Afleit byrjun Liverpool á leiktíðinni er áhangend- um liðsins að vonum áhyggjuefni. Tvö stig úr fimm leikjum er rýr uppskera og Rauði herinn á framandi slóðum – í fallsæti. Brendan Rodgers þarf á öllu sínu liði að halda og enda þótt hann fari nú í leikbann gæti Jonjo Shelvey orðið liðtækur ræðari á galeiðunni á komandi vikum og mánuðum. Eins magnaður leikmaður og Luis Suárez er þá verður hann seint skilgreindur sem markavél og í fljótu bragði er ekki gott að átta sig á því hvaðan mörkin eiga að koma. Nuri Sahin minnti að vísu á sig í vikunni. Steven Gerrard yngist ekki og hæpið er að leggja of þung- ar byrðar á herðar táning- unum Raheem Sterling og Suso. Þeir hafa klárlega burði til að ná meiri hæðum en Stewart Downing en þurfa tíma. Best að byrja ekki einu sinni á Andy Carroll-málinu hér. Berast þá böndin að Shelvey. Miðvelling- urinn tvítugi hefur vissulega aðeins gert eitt mark í 31 deildarleik fyrir Liverpool en það var afar glæsilegt og bar nefi hans fyrir marki fagurt vitni. Þá komu tvö mörk til viðbótar í Evrópuleik gegn Ungu drengj- unum í Bern á dögunum. Áður en hann kom til Liverpool gerði Shelvey sjö mörk í 42 leikjum fyrir Charlton og á liðinni leik- tíð kom hann tuðrunni sex sinnum í netið í aðeins tíu leikjum sem lánsmaður hjá Blackpool. Þá hefur kappinn skorað fyrir öll ungmennalandslið Englands. En það er ekki nóg að hafa burðina, menn verða að standa í fæturna! Afleit byrjun Rauða hersins AFP Mark Halsey víkur Jonjo Shelvey af velli á Anfield um liðna helgi. Dóm- aranum er lítið um fljúg- andi tæklingar gefið. Það var bjartara yfir Jonjo Shelvey þegar hann skor- aði tvö mörk í Evrópuleik í Sviss á dögunum. HVERS VEGNA TAKAST ENSKIR MIÐVELLINGAR, EINS OG JONJO SHELVEY, GJARNAN Á LOFT ÁÐUR EN ÞEIR FARA Í TÆKLINGAR? ERU TILÞRIF AF ÞVÍ TAGI E.T.V. TÍMASKEKKJA? GETUR SHEL- VEY SKORAÐ? GETUR JONJO SHELVEY SKORAÐ MÖRKIN SEM MUNU MJAKA LIVERPOOL UPP TÖFLUNA Í ÚRVALSDEILDINNI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.