Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 26
*Matur og drykkir Íslendingar virðast aldrei fá nóg af lambalæri en soðin ýsa stendur þó fyrir sínu í huga landans »28 Þ etta byrjaði reyndar á því að ég þurfti að taka eigið mataræði í gegn af illri nauðsyn vegna ofnæmis,“ segir Auður Inga Kon- ráðsdóttir, matreiðslumaður og konan á bak við fyrirtækið Heilsukokkur.is, spurð að því hvernig hún upphaflega hafi leiðst út á braut holl- ustunnar. „Ég fann að almenn líðan snarbreyttist einnig við breytinguna og hélt því áfram og hef verið að viða að mér fróðleik og semja uppskriftir síðan.“ Þrátt fyrir að hneigjast snemma til hollustunnar sérhæfði Auður sig reyndar í bakstri og kökusk- reytingum í kjölfar útskriftar sem matreiðslumaður fyrir röskum 20 árum. Stýrði hún m.a. kökudeild í stóru bakaríi í Boston um tíma. „En það freistaði mín ekkert, ég fór í vinnuna þar sem ég bjó til heilmiklar tertur og fór síðan heim þar sem ég bjó til dýrindis grænmetisrétti fyrir sjálfa mig,“ segir hún. Í dag sérhæfir Auður sig í að fræða fólk um hollt mataræði og ágæti þess að matreiða holla rétti, úr góðu hráefni, án allra aukaefna. Gaf hún m.a. út heilsudrykkjabók fyrir síðustu jól sem seld- ist upp hjá útgefanda. Ný bók er nú á leiðinni þar sem súpur og salöt verða í öndvegi. „Þetta eru allt meinhollar súpur og salöt, “ segir Auður. „Ég nota engin aukaefni, dýraafurðir eða sykur, auk þess sem uppskriftirnar eru flestar glúteinlausar og ættu því að henta öllum, hvort sem fólk er með óþol eða bara elskar góðan mat. Það er nefnilega hæg að taka allan mat og gera hann hollar, hvort sem það er eftirréttur, kökur, súpur eða hvað sem er,“ segir hún létt í bragði og gefur uppskrift að hollu snakki og sælgæti fyrir helgina. gunnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar UPPSKRIFT HELGARINNAR Hægt að gera allan mat hollan AUÐUR INGIBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR MATREIÐSLUMAÐUR SÉRHÆFÐI SIG Á SÍNUM TÍMA Í BAKSTRI OG KÖKUSKREYTINGUM EN BÝR Í DAG TIL DÝRINDIS HOLLUSTURÉTTI OG KENNIR ÖÐRUM. Auður Ingibjörg einbeitir sér að hollum mat. GRÆNKÁLSSNAKK 1 dl cashew-hnetur 2 dl vatn safi úr 1 límónu 1 lítill hvítlauksgeiri 2 döðlur 1 tsk. karrí ¼ tsk. turmerik 1 tsk. Himalaya-salt ½ tsk. reykt paprika 2 msk. næringarger (fæst í heilsu- búðum) 2 stórar handfyllir grænkál Leggið hnetur og döðlur í bleyti í 2 klst. Sigtið vatnið frá og maukið allt nema grænkál saman í blandara. Skolið og stilkhreinsið grænkálið. Veltið upp úr kryddmaukinu og dreif- ið á bökunarplötu. Best er að setja sílikonmottu á plötuna en einnig má nota bökunarpappír. Þurrkið í ofni við 50°C yfir nótt og setjið skeið á milli stafs og hurðar á ofninum til að hleypa út raka. GRÆNKÁLSSNAKK OG ÁVAXTALEÐUR ÁVAXTALEÐUR 2 dl ber að eigin vali 1 banani Maukið allt í blandara. Dreifið í form og þurrkið yfir nótt við 50°C. Setjið skeið á milli stafs og hurðar á ofninum. Á meðfylgjandi mynd er ávaxtaleður með rifsberjum en einnig má nota hindber, bláber, jarðarber eða krækiber. Ef krækiber eru notuð þarf að mauka þau sér og sigta hratið frá áður en bananinn er mauk- aður saman við. Best er að nota slétt silicon kökuform til að leðrið festist ekki við formið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.