Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 51
komið eftir að ég byrjaði að starfa við
þetta.“
Þörf fyrir náttúru
Kolfinna er hálfgerð sveitastelpa. Hún ólst
upp í Vestmannaeyjum og viðurkennir að
það sé dálítið öfgakennt að dvelja í stærstu
borgum heims í endalausu mannhafi eftir
að hafa alið manninn að mestu leyti í litlu
sjávarplássi. Kolfinna ber taugar til Eyja
sem hún segir þó hafa verið afar sérstakan
stað til að alast upp á. Umhverfið hafi ver-
ið öruggt en þorpið hafi þó verið helst til
of lítið fyrir hana. „Ég var í Eyjum stærst-
an hluta lífs míns en þegar kom að því að
fara í framhaldsskóla flutti ég til Reykja-
víkur. Í mér er þó mjög sterk þörf fyrir
náttúruna. Ég þarf helst alltaf að vera um-
kringd landslagi og það var því hálfgert
menningarsjokk fyrir mig, sérstaklega þar
sem ég er úr Vestmannaeyjum, að flytja til
New York. Líklega hefur þetta verið eitt
það skrýtnasta við þennan tíma, að hafa
ekki víðáttuna sem ég er svo vön. Hins
vegar hef ég fundið mér staði eins og ótrú-
legt svæði fyrir utan borgina, Upstate-
skógana, sem er eitt það fallegasta sem ég
hef séð og ég þarf reglulega að komast að-
eins út úr borginni.“
Þó að Kolfinna hafi eytt mestum tíma í
New York er ekki hægt að tala um fastan
dvalarstað nema upp að einhverju marki.
Hún flýgur á milli stórborga, stundum oft í
mánuði. Ferðalögin geta tekið á en inni á
milli geta komið dagar þar sem hægt er að
hvílast og „gera ekki neitt“. Úti býr hún
með öðrum fyrirsætum sem vinna líka fyrir
Next en vinnudagurinn getur verið allt frá
klukkan fimm að morgni þar til síðdegis.
„Það er ekkert til sem heitir hinn hefð-
bundni vinnudagur. Einn daginn er ég
kannski að vinna frá fimm um morguninn
og fram á kvöld og næsta dag er ég flogin
til London þar sem ég er í tvo daga og
svo kannski beint frá London til Mílanó
þar sem ég er kannski í viku. Ég er hætt
að hafa tölu á því hvað ég hef oft flogið til
London út af vinnunni en ég hef mest ver-
ið á ferðalögum milli London, New York,
Mílanó og París og svo hef ég farið Stokk-
hólms. Maður veit aldrei með morgundag-
inn.“
Kolfinna í eftirlæti hjá Wang
Það kemur fyrir að fatahönnuðir falli fyrir
ákveðnum fyrirsætum og slíkt getur komið
fyrirsætum rækilega á kortið. Þannig hefur
það líklega haft mikið að segja að Alexand-
er Wang hefur haft dálæti á Kolfinnu.
Hönnun sína, stígvél, nefndi hann eftir fyr-
irsætunni og hönnuðurinn MarcJacobs fékk
Kolfinnu til að loka sýningu sinni í New
York en það er mikil upphefð fyrir fyr-
irsætur að fá að ganga pallinn síðastar.
Kolfinna sýndi báðar fatalínur hönnuðarins,
Marc by Marc Jacobs og Marc Jacobs. „Ég
er búin að vera í ýmsu en myndi nú segja
að forsíðan á i-D væri toppurinn, ég hefði
ekki getað ímyndað mér að komast þangað.
Í þessu öllu hefur skipt máli að vera
sveigjanlegur. Sumum tískuhönnuðum kynn-
ist maður nánar en öðrum og það er bara
mismunandi eins og hönnuðirnir eru marg-
ir. Þetta fer líka eftir því hversu lengi
maður er að vinna með þeim. Þegar ég
vann fyrir Versace í fjóra til fimm daga í
Mílanó kynntist ég til dæmis Donatellu
Versace aðeins betur,“ segir Kolfinna. „Nei,
ég veit ekki af hverju Alexander Wang
nefndi stígvélin eftir mér en það var mjög
gaman en kom mér jafnframt virkilega á
óvart. Hann er mjög indæll og líklega hef
ég unnið mest með honum þann tíma sem
ég hef verið í þessum geira.“
Bikiní að vetri og ull á sumrin
Tröllasögur ganga stundum um hinar
skrýtnustu staðsetningar og aðstæður í
myndatökum og þar hefur Kolfinna prófað
ýmislegt. Fyrir i-Dstóð hún uppi á hinum
frægu og snarbröttu White Cliffs í Eng-
landi þar sem ljósmyndarinn Boo George
myndaði hana. „Ég gerði forsíðu á Teen
Vogue með Boo George og það var í fram-
haldi af þeirri vinnu býst ég við sem þau
höfðu samband við mig fyrir i-D. En hvað
tökur varðar hef ég prófað allt mögulegt
og ómögulegt. Þar sem sumarlínur eru
myndaðar að vetri til og öfugt skapast oft
vandræði. Ég hef verið í bikiníi að vetri til,
með hitapoka á bakinu. Þetta er mjög erf-
itt en myndirnar við þessar aðstæður verða
afar flottar. Það sama má segja um sumr-
in, þá hef ég legið á brennheitri gangstétt
í 25 stiga hita í leðurkápu frá Alexander
Wang, tveimur ullarpeysum, þykkum bux-
um og uppháum stígvélum. Manni er yf-
irleitt of kalt eða of heitt.“
Eins og myndatökur geta verið fjöl-
breyttar eru sýningar Kolfinnu líka að
skapi þar sem hægt er að fá öflugt adr-
enalínkikk. „Nei, ég er nú lítið að spá í
hvaða frægðarfólk situr þarna fremst. Anna
Wintour er auðvitað alltaf á sýningunum og
kemur gjarnan baksviðs en maður er orð-
inn vanur því að sjá henni bregða fyrir.“
Kolfinna segir erfitt að svara því hvað
framtíðin beri í skauti sér. Í heimi fyr-
irsætunnar er slíkt oft ekki ljóst fyrr en á
síðustu stundu. Hún hefur þó ákveðið að
hvað sem fyrirsætuferlinum líður ætli hún í
nám. „Áhugasvið mitt er mjög vítt. Ég
teikna mikið og listir hafa alltaf heillað en
ég er með smá valkvíða því það er svo
margt sem ég hef áhuga á. Það er kannski
eitt af því sem ég kann betur að meta hér
heima eftir að ég fluttist út fyrir utan nátt-
úru landsins og víðáttu en það er fjölskylda
mín. Ég tek hana ekki lengur sem sjálf-
gefna.“ Kolfinna hefur þá sérstöku og
skemmtilegu sögu að segja að lokum að
þegar fjölskyldan hittist til að borða saman
er Kolfinna „höfð með“. Það er segja, við
borðið er Kolfinna í raun þátttakandi í
matarboðinu með því að vera í sambandi í
tölvu á borðstofuborðinu á Skype. „Þá hef-
ur systir mín leyft mér að vera einskonar
þátttakandi í partíum með því að hafa mig
með í símanum allan tímann. Það hefur
gefið mér heilmikið.“
* „Þetta með aðfyrirsætur og þeirsem eru í þessum geira
hafi ekkert milli eyrn-
anna er tóm þvæla.“
30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Kolfinna hefur verið afar eftirsótt
hjá ritstjórum tískutímarita síðasta
árið. Fyrirsætan hefur birst á for-
síðum blaða, allt frá Kína til Am-
eríku.
Nýjasta afrekið er eins konar
aðgangspassi í það að teljast ofur-
fyrirsæta en forsíða tímaritsins
i-D sem sést hér lengst til hægri
er ekki í boði nema þú teljist
með „þeim heitustu“.
Einn virtasti ljósmyndari tísku-
geirans, Boo George, myndaði
Kolfinnu í þeirri töku en mynda-
takan var afar strembin þar sem
myndað var við hina gullfallegu en
stórhættulegu White Cliffs við
ensku strandlengjuna. Að sjálf-
sögðu voru miklar öryggisráðstaf-
anir gerðar.
FORSÍÐUR KOLFINNU
Forsíða Vision-tímaritsins en Kolfinna segir for-
síðumyndatökur mikinn skapgerðarleik.
Kolfinna sjálf segir forsíðu i-D hápunkt ákveð-
inn hápunkt á annars glæstum ferli.Kolfinna á forsíðu Russh frá því fyrr í sumar.