Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 46
uð til viðbótar og ég fann að minni högg á
höfuðið eins og bara að skalla boltann í
hornspyrnum og þess háttar höfðu meiri
áhrif og ég varð slappari. Eftir á að hyggja
var þetta ekki mjög gáfulegt,“ útskýrði
Guðrún.
Í framhaldinu tók við tímabil þar sem
Guðrún var með stanslausan höfuðverk en
hún bjóst ekki við öðru en að það myndi
lagast á nokkrum mánuðum. Hún var því
ekkert að velta því fyrir sér hvort fótbolta-
ferlinum væri lokið. „Meiðsli eins og þessi
eru erfið. Það getur verið um smá blæðingu
utan á heila að ræða, mar í rauninni, og
það sést oft ekki á myndum. Ég fór til
lækna bæði hér heima og í Svíþjóð en fékk
misvísandi svör. Það var erfitt að finna rétt-
an aðila. Ég þurfti að finna lækni sem hafði
þekkingu á höfuðmeiðslum og að sama
skapi gat sett sig inn í hvaða áhrif áfram-
G
uðrún var um langt
skeið fastamaður í
landsliðinu sem ís-
lenska þjóðin hefur
fylgst svo grannt með
á undanförnum árum.
Hún lék með liðinu í lokakeppni Evr-
ópumótsins í Finnlandi sumarið 2009 en þar
má segja að örlögin hafi tekið í taumana.
Guðrún fékk höfuðhögg í fyrsta leiknum á
móti Frökkum sem dró dilk á eftir sér.
Næstu mánuðina ríkti óvissuástand um
hvort og hvenær hún næði fullri heilsu og
knattspyrnuferillinn fékk á vissan hátt sorg-
legan endi.
Morgunblaðið fékk að forvitnast um þessa
reynslu Guðrúnar sem virðist hafa tekið
þessum skakkaföllum með jafnaðargeði
þrátt fyrir allt. „Ég lenti í því að fá höfuð-
högg þarna í fyrsta leiknum og oftast sem
betur fer hafa svona högg í fótbolta litlar
afleiðingar. Ég hélt bara áfram og spilaði
allar mínúturnar í leikjunum þremur í Finn-
landi. Ég taldi ekki að þetta væri neitt al-
varlegt enda hjálpar adrenalínið til þegar
maður spilar svona mikilvæga leiki “ sagði
Guðrún sem fyrr um árið hafði gerst at-
vinnumaður hjá Djurgården í Stokkhólmi.
Þar mætti henni lítill skilningur að mótinu
loknu í Finnlandi.
Meiðsli sem sjást ekki á myndum
„Ég ætlaði að fá að hvíla aðeins eftir
keppnina enda var ég hundslöpp þegar ég
kom til baka. En ég var náttúrlega atvinnu-
maður og þjálfarinn sagði einfaldlega að
fyrst ég spilaði alla leikina með landsliðinu
þá hlyti ég að geta spilað með Djurgården.
Þá var ég strax sett í fullar æfingar en var
alls ekki í standi til þess. Ég keppti í mán-
haldandi íþróttaiðkun hefur á þau. Á end-
anum fór ég til íslensks læknis í Svíþjóð,
Ólafs Sveinssonar. Hann greindi strax hvað
var að og gat gefið mér ráðleggingar því
hann hafði sinnt fleirum í sömu sporum.
Það var samt sem áður ekki hægt að segja
hversu langan tíma það tæki að ná bata því
það er ólíkt eftir einstaklingum,“ sagði Guð-
rún og fyrir hana var hughreystandi að
Ólafur hafði alltaf trú á því að hún næði
fullum bata. Tilhugsunin um að vera með
höfuðverk til æviloka hljómar ekki vel.
„Vandinn er sá að það er ekki há pró-
senta af þeim sem fá höfuðhögg sem lenda í
þessu. Það er mjög erfitt að vera í ástandi
sem maður veit ekki hvernig á að vinna sig
út úr. Þetta var auðvitað ekkert auðvelt. Ég
sökkti mér þó ekki í þunglyndi og var ekki
að leiða hugann að því hvort þetta gæti orð-
ið til frambúðar. Ég hugsaði með mér að
Viðtal
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012