Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 18
*Heilsa og hreyfingFlugfreyja stekkur út úr flugvélum í frístundum. Erfðabreytt matvæli eiga að vera sérmerkt »20
Öll dreymir okkur um að synda með höfr-
ungum. Eða hvað? Það er alltént eitt af vinsælustu
atriðunum á svokölluðum bucket-listum sem fólk
keppist við að setja saman víðsvegar um heim.
Allir eru með slíkan lista, allt frá fimmtán ára
stúlkunni sem hvarf með stærðfræðikennaranum
sínum til Jane Fonda og Bills Clintons. Ætli þetta
með vindilinn hafi verið á lista þess síðastnefnda?
Á bucket-listum eru hlutir sem fólk telur sig
verða að upplifa áður en það deyr og meðan
það hefur þrek og heilsu til. Oftar en ekki hverf-
ast þessir hlutir um ögranir en annað vinsælt at-
riði á listum þessum er fallhlífarstökk. Breska dag-
blaðið The Guardian velti þessu með höfrungana
sérstaklega fyrir sér í vikunni og vitnaði til sállækn-
is sem er viss um að það sé ekki sprottið af þörf-
um fólks, heldur sé það ein mesta kynning-
arbrella allra tíma af hálfu einhvers sædýrasafns.
EITTHVAÐ SEM ALLIR VERÐA AÐ GERA
Að synda með höfrungum
Höfrungar eru svaðalegar dúllur sem okkur
dreymir langflest um að kynnast betur.
AFP
F
rystur íslenskur barnamatur úr alíslensku græn-
meti, Kátir kroppar, er að koma í allar helstu
verslanir hérlendis um þessar mundir. Fjórar
tegundir eru í boði, gulrætur, gulrætur og
steinselja, gulrófur og loks spergilkál og blómkál.
Ákveðið var að hafa vöruna frosna til að tryggja sem
best varðveislu næringarefna í matnum og í maukinu
eru engin aukaefni.
Upphaf verkefnisins má rekja til þess þegar Guðrún
Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur var í fæðingarorlofi
og maukaði sjálf barnamat fyrir son sinn. „En þar sem
hann var að byrja að borða í desember/janúar var lítið
um íslenskt ferskt grænmeti. Ég fékk því þá hugmynd
að gera barnamat úr fersku íslensku grænmeti sem
væri seldur frosinn,“ segir Guðrún.
Hún nefndi þessa hugmynd við nokkrar vinkonur og
þar á meðal Þórdísi Jóhannsdóttur sem hafði áhuga á
að fylgja hugmyndinni eftir.
Þær stöllur fóru meðal annars í tilraunaframleiðslu í
samstarfi við Matís á Höfn í Hornafirði og í kjölfarið
ákvað Þórdís að vinna lokaverkefni sitt í iðnrekstr-
arfræði um barnamatinn. „Það var ómetanlegt að kom-
ast á Höfn. Þarna voru öll tæki og tól. Svo komum við
heim með fullan bíl af mat og sendum í örveru- og
efnamælingar hjá Matís. Það kom vel út svo við héldum
ótrauðar áfram,“ segir Þórdís.
Í kjölfar prófana kom Sölufélag garðyrkjumanna í
samstarf með þeim stöllum en dótturfélagið Í einum
grænum sér um framleiðslu og dreifingu.Guðrún Stefánsdóttir og Þórdís Jóhannsdóttir eru konurnar á bak við barnamatinn sem þróaður var með aðstoð frá Matís.
Morgunblaðið/Ómar
FRYSTUR ÍSLENSKUR BARNAMATUR
Kátir
kroppar
ÝMSAR HUGMYNDIR KVIKNA Í FÆÐING-
ARORLOFI. GUÐRÚNU STEFÁNSDÓTTUR
FANNST VANTA BARNAMAT ÚR ÍSLENSKU
GRÆNMETI Í HILLUR VERSLANA OG HEFUR
NÚ BÆTT ÚR ÞVÍ Í SAMSTARFI VIÐ ÞÓRDÍSI
JÓHANNSDÓTTUR OG SÖLUFÉLAG GARÐ-
YRKJUMANNA
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Að grípa með sér óholla skyndibita og gosdrykki í amstri
dagsins er algengt í lífi vinnualkans. Auðvelt er að kenna
löngum vinnudegi um en eftirfarandi ráð gætu reynst vel:
* Athugaðu á mánudagsmorgni hvað þú getur haftmeð þér hollt í vinnuna. Taktu til nokkra ávexti, hnetupoka,
rúsínur, dökkt súkkulaði og settu í skrifborðsskúffuna.
* Fáðu þér morgunmat, einfaldur hafragrautur tekurekki nema nokkrar mínútur í framleiðslu en dugir lengi.
* Athugaðu hvort er ísskápur á vinnustaðnum ogkomdu þar fyrir einhverju sem geymist út vikuna. Jógúrt,
skyri, flatbrauði með osti og slíku.
* Ef þú ert í símtali gakktu þá um vinnustaðinn meðanþú nýtir tímann til að tala.
* Farðu út þegar tækifæri gefst og dragðu andanndjúpt til að fá súrefni.Á mánudagsmorgni er gott að setjahollan millibita í skrifborðsskúffuna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MATARRÁÐ FYRIR ÞÁ STRESSUÐU
Heilsa vinnualkans