Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 12
Svipmynd
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012
H
in 96 ára gamla
Dadi Janki er ein
þekktasta kona
heims á sviði hug-
leiðslu og and-
legra mála. Hún er fædd árið 1916 í
héraði á Norður-Indlandi sem nú
tilheyrir Pakistan. Strax í æsku
fékk hún áhuga á andlegum mál-
efnum og árið 1937 lagði hún, ásamt
hópi fólks, grunn að stofnun
Brahma Kumaris-hugleiðsluskólans.
Árið 1974 flutti hún til London og
hefur æ síðan unnið að útbreiðslu
hugleiðslu utan Indlands, en í dag
eru mörg þúsund Brahma Kumaris-
miðstöðvar í yfir hundrað löndum
um allan heim. Dadi Janki ferðast
víða um heiminn til að koma boð-
skap sínum um hugleiðslu og andleg
málefni til skila. Á ferðum sínum
hefur hún hitt fjölda þjóðarleiðtoga
en hún er einn fjögurra verndara
mannréttindasamtakanna Rights
and Humanity ásamt Desmond
Tutu erkibiskupi, Hassan Jórd-
aníuprinsi og Dalai Lama, andlegum
leiðtoga Tíbeta. Dadi Janki var
stödd hér á landi fyrir skömmu og
heimsótti Lótushús í Kópavogi sem
er hin íslenska miðstöð Brahma
Kumaris
Stjórnmál litast af græðgi
Þú ert 96 ára gömul og ferðast enn
um heiminn. Verðurðu aldrei
þreytt?
„Nei, ég finn ekki fyrir þreytu
vegna þess að ég hef unun af að
hitta fólk. Hvert sem ég fer kynnist
ég fólki sem er andlega leitandi og
þráir frið og hamingju. Oft skortir
tilfinnanlega ást og hamingju í líf
okkar. Lífsstarf mitt byggist á því
að deila andlegri reynslu minni með
öðrum og hvetja fólk til að leita
sannleikans og trúa á kærleikann.
Nei, ég er aldrei þreytt.“
Þú hefur hitt fjölmarga þjóðhöfð-
ingja og stjórnmálamenn og átt
fundi með þeim. Vilja þeir breyta
heiminum?
„Já, þeir vilja gera heiminn betri
en vita ekki hvernig þeir eiga að
fara að því. Ef menn ætla að breyta
heiminum þurfa þeir að tileinka sér
þrennt: Óeigingirni, sannleiksleit og
vináttu við alla. Stjórnmál nútímans
litast því miður allt of oft af eig-
ingirni, græðgi og valdabaráttu.
Manneskja sem vill bæta heiminn
þarf að geta sýnt öðrum sanna ást
og vináttu. Þetta skortir oft í stjórn-
málum, það hef ég séð um allan
heim.“
Ekki bara venjuleg stelpa
Hvernig hófst starf þitt?
„Ég er svo til ómenntuð, gekk
einungis í skóla í þrjú ár. Ég vissi
snemma að ég vildi ekki bara vera
venjuleg stelpa. Foreldrar mínir og
afi voru skartgripasalar og það
skorti því ekki veraldleg gæði á
heimilinu. Ég leit hins vegar í
kringum mig og spurði sjálfa mig:
„Hvaða máli skiptir allur þessi ver-
aldlegi auður? Til hvers er allt
þetta?“ Ég hef aldrei nokkurn tím-
ann haft áhuga á skartgripum og
veraldlegum eignum. Áhugi minn
beindist alltaf að því andlega.
Vegna áhuga míns á andlegum mál-
um komst ég í kynni við andlega
fræðimenn á Indlandi. Ég spurði
þessa menn ætíð einnar spurn-
ingar: „Ég hef áhuga á að beina
orku minni í andlega þjónustu,
hvernig fer ég að því?“ Enginn gat
svarað mér. Ég var stöðugt í leit að
Guði og vildi ná tengingu við hann.
Á þessum tíma hvarflaði ekki að
mér að ég ætti eftir að ferðast um
heiminn í þjónustu. Ég leitaði að
Guði og fann hann loksins. Guð hef-
ur fyllt mig innri friði og þeim friði
vil ég deila með öðrum. Því meira
sem ég gef af mér til annarra, því
meira vex einnig minn innri friður.“
Hvernig finnur maður innri frið?
„Fólk man eftir Guði og nefnir
jafnvel nafn hans en margir eru
fastir í sjálfhverfu, gangast upp í
veraldlegri velgengni og hafa ríka
þörf fyrir að sýna heiminum að þeir
hafi náð árangri á veraldlega svið-
inu. Fólk er of upptekið af yf-
irborðsmennsku og öðlast því ekki
innri ró. Það er öllum nauðsynlegt
að finna frið innra með sér og þar
gegnir þögnin mikilvægu hlutverki.
Þegar við gefum okkur tíma til að
upplifa innri þögn skynjum við feg-
urð, frið, ást, hamingju og fyllumst
krafti. Þegar fólk situr saman í
þögn getur það átt innileg sam-
skipti, í raun miklu innilegri heldur
en þegar það grípur til orða.“
Heimurinn tekst á um trúar-
brögð, en er einn Guð fyrir allar
manneskjur?
„Já. Ef allir viðurkenndu að það
er einn Guð þá myndi heimurinn
breytast og við manneskjurnar
hætta að takast á. Það er ekki af
hinu góða að skipta fólki í hópa
samkvæmt trú, hörundslit eða
tungumáli, sú skipting getur ýtt
undir átök. Of margar manneskjur
eru týndar, þeim finnst þær engum
tilheyra og vita ekki hvert þær eiga
að stefna í lífinu. Þær hafa hvorki
trú á sjálfum sér né öðrum. Ég hef
trú á sjálfri mér, trú á öðru fólki og
treysti einnig Guði.
Skilningur manna á milli skiptir
höfuðmáli. Við eigum aldrei að líta á
neina manneskju sem óvin okkar,
heldur sjá alla sem vini. Við erum
öll börn Guðs og erum því bræður
og systur. Við höfum öll tengingu
við hinn æðsta mátt og ef við við-
urkennum þá tengingu öðlumst við
öryggistilfinningu. Það er mikið óör-
yggi í heiminum og því afar dýr-
mætt að geta fundið öryggi.“
Ég er fyrst
og fremst
barn Guðs
DADI JANKI ER 96 ÁRA GÖMUL OG EIN ÞEKKTASTA
KONA HEIMS Á SVIÐI ANDLEGRA MÁLA. ALDURINN
STÖÐVAR HANA EKKI Í ÞVÍ FERÐAST UM HEIMINN TIL AÐ
DEILA ANDLEGRI REYNSLU SINNI MEÐ ÖÐRUM. HÚN
VAR NÝLEGA HÉR Á LANDI.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* „Ég vissi snemma að ég vildi ekkibara vera venjuleg stelpa. Foreldrarmínir og afi voru skartgripasalar og það
skorti því ekki veraldleg gæði á heimilinu.
Ég leit hins vegar í kringum mig og spurði
sjálfa mig: „Hvaða máli skiptir allur þessi
veraldlegi auður? Til hvers er allt þetta?“