Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 21
30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaðavaxtalausargreiðslur* Þeir sem hyggjast stunda fallhlíf- arstökk á eigin vegum þurfa einnig að undirgangast ákveðna þjálfun. Felst hún bæði í að sitja bóklega tíma auk þess sem stokkin eru 25 stökk, framan af í fylgd kennara en undir leiðsögn slíks á jörðu niðri þegar stökkunum fjölgar. Eftir 25 æfingastökk er maður frjáls í að stökkva án leiðsagnar. Stokkið erlendis Nú þegar hillir undir lok tímabilsins hér á landi lék Morgunblaðinu for- vitni á að vita hvernig stökkvarar haga þjálfun yfir veturinn. „Það er mismunandi. Til dæmis er hægt að fara utan og stökkva þar til að halda sér við. Þá er líka hægt að fara til staða sem bjóða upp á svokölluð vindgöng (e. wind tunnel) en margir nýta sér þau til að æfa færnina í að fljúga,“ segir Unnur. Að hennar sögn gengur fallhlífarstökkið mikið til út á frjálsa fallið og það að hafa ákveðna færni í loftinu og geta gert þar ákveðnar æfingar. Nýtist sú færni manni m.a. til að fljúga með öðru fólki m.a. til að mynda ýmiss konar mynstur í loftinu o.fl. „Það er gaman að geta þess að í apríl erum við að fara saman stór hópur á vegum FFF til Flórída,“ segir Unnur. Er ferðin hugsuð bæði fyrir þá sem hafa áhuga á að læra fallhlífarstökk og ganga í klúbbinn en það verður hægt á staðnum, auk þess sem stór hópur af útskrifuðum stökkvurum ætlar einnig með til að aðstoða og bara hafa gaman af. Bendir Unnur fólki á heimasíðu klúbbsins, www.skydive.is, hafi það áhuga á að kynna sér málið. „Þetta er ofsalega góður hópur sem er í þessu. Hann samanstendur af fólki úr öllum áttum en á fallhlíf- arstökkið sameiginlegt,“ segir hún og hvetur að sjálfsögðu alla til að láta það eftir sér að prófa. * „Í fyrsta lagiþarf maður aðvera tilbúinn til að stíga út fyrir þæg- indarammann.“ Galli Griphöld eru á örm- um og leggjum svo hægt sé að grípa í. LOG-bók Til að halda utan um stökk viðkomandi. Fallhlíf Aðalbúnaðurinn lætur ekki mikið yfir sér svona innpakkaður. Hjálmur Nauðsynlegt er að vera með góðan hjálm. Allt sem þarf RÉTT EINS OG MEÐ ÖNNUR ÁHUGAMÁL ER ÝMIS BÚNAÐUR NAUÐSYNLEGUR ÞEGAR STUNDA Á FALLHLÍFARSTÖKK. Hanskar Þurfa að vera með góðu gripi. Skór Góðir íþrótta- skór henta vel. Hæðarmælir Eitt það fyrsta sem fjárfest skal í. Þar sem ég sat alveg sultuslök á biðstofu um daginn og blaðaði í bókum konur frá ýmsum tímabilum mannkynssögunnar sem hafa ver-ið öðrum konum fyrirmyndir á margvíslegum sviðum, þá heillaðist ég svo upp úr skónum að ég heyrði ekki þegar nafnið mitt var kallað upp. Þegar sú sem átti röddina var búin að hrópa í fjórgang að mér skilst, rankaði ég við mér, stóð upp í einhverskonar vímu eftir þennan stóra skammt af svaðalega svölum konum og reyndi eftir megni að vera eðlileg. Það gekk frekar brösuglega, ég var heillum horfin inn í annan heim og tíma, hausinn á mér var svo stútfullur af þessum gyðjum að ég náði ekki jarð- sambandi nema lauslega í gegnum aðra stóru tána. Þær svömluðu fyrir augum mér hver annarri sláandi fegurri: Josephine Baker svona líka löðrandi í kynþokka með sinn ómótstæðilega prakkarasvip og alveg drullusama um hvað teprum heimsins fannst um hana þegar hún dansaði í bananapilsi nánast einu fata. Grace Jones slengdi mér með ljúfsárri nostalgíu til djammáranna þeg- ar hún heillaði heiminn með djúpri söngrödd en ekki síður með kraftaleg- um blökkum kroppi og kúlurassi. Hún gleypti mig í einum bita á biðstof- unni með risastórum vörunum. Og Frida Kahlo, drottinn minn dýri, hvílíkur sjarmör. Með byltingar- loga í augum og ólgandi ástríður í hverju beini. Hæfileikarnir flæðandi um strigann og óhrædd var hún að prófa ýmslegt sem konur áttu helst að láta eiga sig. Þetta eru aðeins þrjár af þeim fjölmörgu konum sem prýddu þessa ágætu bók og ég segi það kinnroðalaust að þær voru allar sjóðheit- ar. Við stelpurnar erum alveg óhræddar við að horfa hver á aðra þó við séum gagnkynhneigðar, og orða aðdáun okkar á kvenlegum línum og geislandi þokka hver annarrar. En hvers vegna eru gagnkynhneigðir karlmenn oft ragir við að tjá sig um þokka kynbræðra sinna? Ég hef nett- an grun um að þar að baki búi hin lífseiga hommafóbía. Þeir segjast ekki horfa þannig á karlmenn. Hvílík synd að þeir skuli láta alla þá dýrð framhjá sér fara. Hin ómótstæðilega Josephine Baker í kolkrabbapilsi. DRÝPUR AF ÞEIM KYNÞOKKI KRISTÍN HEIÐA Stigið í vænginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.