Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 45
30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 ekkert lægri nú en þau hafa að jafnaði verið. En hitt er jafnrétt að á þingmenn leggst iðulega nokkur dulinn kostnaður, og þá er ekki átt við neitt misjafnt, eins og einhver kynni að halda. Starfið er í eðli sínu óreglulegt mjög og þingmaður mun sjaldan ná verulegum árangri á þessum sérkennilega vinnustað nema að hann sé tilbúinn til að vera á eins konar bakvakt alla tíð. Berskjaldaðir menn Þess utan glatar þingmaður nokkrum hluta persónu- frelsis síns og saklausir fjölskyldumeðlimir hans einnig. Þegar menn horfa til þessa og launanna sem í boði eru í einum pakka þykir þeim minna til koma en ella. Dæmi um skert persónufrelsi er skítkastið sem duglegur og áberandi þingmaður neyðist hreinlega til að sætta sig við. Með tilkomu bloggheimsins hefur þessi þáttur versnað mjög og var þó ekki góður fyrir og er dapurlegt að sjá hvernig lágkúrulegasti lýður hefur sig þar í frammi með nagi og níði, ekki síst í at- hugasemdadálkum nokkurra miðla. Þessi ókræsilegi hópur hefur ekki neitt sameiginlegt einkenni, en þó er næstum hafið yfir tilviljun hve margir slíkra kynna sjálfa sig til sögunnar með yfirlýsingu um að þeir hafi sjálfir „ríka réttlætiskennd“. Dómstólar hafa ákveðið, án þess að slíka heimild sé nokkurs staðar að finna í lögbókinni, að minni kröfur megi gera til sanninda og velsæmis, beinist atlaga að æru þeirra sem haslað hafi sér völl í stjórnmálalífi en í tilviki annarra. Ríkisreknir stjórnmálamenn Og nú í upphafi vertíðar prófkjörs og uppstillingar er minnt á það í fjölmiðlum að frambjóðendur í gömlum prófkjörum hafi enn ekki skilað upplýsingum um sín prófkjör til ríkisvaldsins um smávægilegar upphæðir sem þeim kunni að hafa borist upp í kostnað við próf- kjör sín. Hafa einstakir fjölmiðlar jafnvel reynt að siga lögreglunni á sveitarstjórnarmenn af þessu til- efni. Nú er það svo að eitt af hlutverkum kjörinna fulltrúa almennings ætti að vera að hafa ríkulegt að- hald með ríkisvaldinu. Það getur haft yfirþyrmandi afl og getur misbeitt því eins og dæmin sanna. En hér hefur öllu verið snúið á haus og ríkisvaldið er nú látið vera með nefið ofan í koppi hvers þess sem býðst til að rækja erindi fyrir kjósendur sína, m.a. gagnvart ríkisvaldinu. Í blaði í gær er sagt frá því að félag í eigu nafngreinds einstaklings hafi styrkt forseta- frambjóðanda um 150 þúsund krónur! Ætti það ekki að vera hluti af lýðræðislegum rétti manna að veita slíkan stuðning í þeim mæli án þess að ríkisvaldið blaðri um það opinberlega? Þróunin er því sú að ein- staklingar telja nú verulega hættu á að þeir fái á sig óorð leggi þeir nafn sitt við fjárframlög til frambjóð- anda. Það verður til þess að krafan um að ríkisvæða stjórnmálaflokka fer ört vaxandi og er sá þáttur kom- inn langt út fyrir öll heilbrigð mörk. Ríkisreknir stjórnmálaflokkar eins og þeir íslensku eru að þróast í að rísa ekki endilega undir því mikið lengur að telj- ast lýðræðislegt fyrirbæri. Leyndarskjöl upp á yfirborðið Löngu áður en fulltrúar almennings voru settir á slíka bása hjá Stóra bróður, með skömmtunaról um háls eins og aðrar kýr í fjósi, fór bréfritari í sín fyrstu prófkjör. Gamlir pappírar um það komu í leit- irnar á dögunum. Þrír virðulegir sómamenn höfðu verið settir í fjáröflunarnefnd fyrir framtakið. Þeir afhentu frambjóðandanum skriflega og undirritaða greinargerð um starfsemi sína að prófkjöri loknu. Ákveðið hafði verið að enginn mætti styrkja fram- bjóðandann um hærri upphæð en 30.000. krónur. (300 nýkrónur). Höfðu 103 stutt framboðið fjárhags- lega og voru þeir allir nafngreindir, enda hafði eng- inn beðist undan því. Furðumargir höfðu verið í há- markinu eða nærri því. Bréfritara þótti beinlínis vænt um að sjá þessi nöfn aftur. Enginn þeirra hafði nokkru sinni á þessum áratugum sem liðnir eru frá þeim sælu dögum ungdómstíðar minnst á framlag sitt til baráttu frambjóðandans. Þegar dæmið var endanlega gert upp kom í ljós að hin myndarlega söfnun hafði ekki dugað til að mæta öllum áföllnum útgjöldum. Frambjóðandinn sló lán í viðskiptabanka sínum fyrir því sem upp á vantaði og það stóð á end- um að það lán var að fullu greitt í lok kjörtímabils þess sem í hönd fór. Er nokkur ástæða til að ætla að undir hrammi Stóra bróður fari slíkur þáttur stjórnmálalífs betur fram nú, en var forðum tíð, á meðan menn sáu sjálfir um að skaða ekki mannorð sitt eða tiltrú? Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.