Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 48
Hvíldin hefði hjálpað mikið til Eftir þessa reynslu er Guðrún vitaskuld margs fróðari um höfuðhögg og afleiðingar þeirra. Þó höfuðáverkar séu flóknir og af- leiðingarnar einstaklingsbundnar er líklegt að Guðrún hefði getað sloppið mun betur frá höfuðhögginu sem hún fékk í Frakkal- eiknum ef hún hefði fengið svigrúm til að jafna sig. Ekki er þó á henni að heyra að hún sé á nokkurn hátt bitur vegna þess. „Nú er ég búin að kynna mér þetta vel og það sem gildir er að hvíla alla vega í viku eða tíu daga eftir heilahristing. Annars nær þetta ekki að jafna sig og hættan er þá sú að minnstu högg fari að telja meira. Ég hef örugglega fengið heilahristing einu sinni eða tvisvar til viðbótar þegar ég fór að spila aftur í Svíþjóð, bara við það að skalla boltann í leikjum. Það endaði auðvit- að með því að segja þurfti stopp og ég lauk ekki tímabilinu,“ sagði Guðrún og spilaði því sinn síðasta fótboltaleik haustið 2009. Hún segir þessa reynslu geta kennt íþróttafólki, þjálfurum og sjúkraþjálfurum að taka þurfi höfuðmeiðsli alvarlega og fylgjast vel með þeim. „Ég lærði það alla vega og vonandi geta einhverjir nýtt sér það. Oftast líður þetta fljótt hjá en hafa þarf í huga að þessi staða getur einnig komið upp.“ Guðrún fjárfesti í góðri menntun áður en hún hélt til Svíþjóðar og notaði meðal ann- ars fótboltann til að liðka fyrir því. Hún tók BS-gráðu í fjármálum með hagfræði sem aukafag frá Notre Dame-háskólanum í Indi- anaríki í Bandaríkjunum. Þar var hún á skólastyrk og spilaði með firnasterku liði skólans sem var bandarískur háskólameist- ari. „Fótbolti er ein aðalkvennaíþróttin í Bandaríkjunum. Landsliðið þeirra er eitt það besta í heimi og landsliðskonurnar koma oft beint úr háskólaboltanum. Liðið var mjög sterkt og ég hef líklega aldrei verið í liði þar sem samkeppnin var jafn mikil. Nokkrar úr liðinu hafa leikið lands- leiki fyrir bæði Bandaríkin og Kanada. Okkur tókst að verða meistarar síðasta árið mitt og það var mjög gaman. Leiðin að titl- inum er löng enda eru á milli 200 og 300 lið í efstu deild háskólaboltans.“ Frá seðlabanka til seðlabanka Guðrún bætti við sig mastersgráðu í fjár- málahagfræði frá Háskóla Íslands og var að vinna í Seðlabankanum þegar hún og Helgi ákváðu að fara til Svíþjóðar árið 2009. Til að byrja með fékk hún sex mánaða leyfi frá störfum í bankanum til þess að einbeita sér að fótboltanum. Með því móti gat hún spil- að eitt tímabil í Svíþjóð og verið í góðu formi í lokakeppninni í Finnlandi þar sem hún var jafnbesti leikmaður Íslands í keppninni þrátt fyrir höfuðmeiðslin. „Ég var að starfa með gjaldeyrsforðann þegar allt hrundi og þá var mjög mikið að gera hjá okkur og ég missti stundum af æf- ingum. Þegar þetta fór aðeins að róast eftir áramótin fékk ég leyfi í vinnunni til að fara út og ætlaði þá að koma til baka eftir hálft ár. Helgi fékk í millitíðinni samning hjá körfuboltaliði í Svíþjóð. Ég athugaði þá hvort ég fengi vinnu hjá Seðlabankanum í Svíþjóð og það gekk eftir. Ég var örugg- lega mjög heppin að komast að þar en ég var með meðmæli frá bankanum hérna heima. Ég var ráðin upphaflega til sex mánaða en þeir buðu mér fastráðningu í framhaldinu,“ sagði Guðrún og hún segir það ekki hafa verið mikil viðbrigði að vinna í seðlabanka erlendis. „Ég vann við að greina fjármálamarkaði með fjármálastöðugleika að leiðarljósi í Sví- þjóð. Munurinn á því að vinna í Seðlabank- anum í Reykjavík eða í Stokkhólmi felst að- allega í muninum á Íslendingum og Svíum. Þeir eru rosalega skipulagðir og mjög fundaglaðir. Það er jákvætt að vera með gott skipulag en það má heldur ekki fara út í öfgar.“ Aftur í Vesturbæinn Guðrún og Helgi Már eignuðust sitt fyrsta barn hinn 30. september í fyrra, soninn Ara Má Helgason. Guðrún sótti um auglýst starf hjá Seðlabankanum og var boðið starf- ið. Þá tóku þau þá ákvörðun að flytja heima til Íslands þó þeim hafi líkað vistin vel í Stokkhólmi. „Við kunnum rosalega vel við okkur í Stokkhólmi og borgin er nátt- úrlega ótrúlega skemmtileg. Við vorum hins vegar búin að vera í Svíþjóð í nokkur ár og okkur fannst þetta ágætur tími til að flytja aftur heim. Aðstæður breytast líka þegar það er komið barn í spilið en þá er gott að hafa fjölskylduna nálægt. Þegar ég fékk aftur starf í Seðlabankanum var kominn ágætur grunnur að þessu. Helgi er einnig búinn að mennta sig og hefur áhuga á að fara að vinna við eitthvað annað en að spila körfubolta, en tækifærin til þess voru ekki mikil samhliða körfunni þarna úti,“ sagði Guðrún Sóley Gunnarsdóttir við Morg- unblaðið og kveðst ánægð með að vera komin aftur heim. * Munurinn á því að vinna í Seðlabankanum íReykjavík eða í Stokkhólmi felst aðallega í mun-inum á Íslendingum og Svíum. Þeir eru rosalega skipu- lagðir og mjög fundaglaðir. Það er jákvætt að vera með gott skipulag en það má heldur ekki fara út í öfgar. EM Finnland Guðrún og Fanndís Friðriksdóttir kanna aðstæður í Finnlandi. EM Finnland | Ísland - Frakkland Guðrún illa á sig komin að leiknum loknum á móti Frökk- um eftir að hafa fengið heila- hristing. Morgunblaðið/Golli Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Nánari upplýsingar eru á ob.is/Vildarkerfi. -15kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.