Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 36
Margir eru þannig gerðir að þeir þurfa að sjá árangur af íþróttaiðkun sinni og þá ekki bara á mittismálinu. Fyrir slíka einstaklinga er IMapmyRun+ fyrirtaks snjallsímaforrit. Forritið fylgir eftir hlaupurum og skráir inn þá vegalengd sem er af- staðin, tímann sem það tók að hlaupa hana og hraðann á einstökum hlutum leiðarinnar. Þannig geta hlauparar aðveld- lega haldið utan um hlaupaferil sinn og séð hvort þeir nái markmiðum sínum á einfaldan máta. Jafnframt tekur forritið saman þær kaloríur sem fjúka af líkamanum og gefur hlaup- urum næringarráð að loknu hlaupi. Vinir geta skráð sig inn í samfélag þar sem þeir geta fylgt eftir öðrum hlaupurum og séð hvort þeir eru nærri svæðinu sem þú ert að hlaupa á auk þess sem þú sérð hvort þeir hafa farið út að hlaupa þennan eða hinn daginn. Það getur verið gagnlegt þegar sam- keppnin drífur fólk áfram. Forritið nýtist þeim sem eru með GPS-staðsetningarforrit í símanum auk þess að vera með kortaforritið Google maps. Til eru sambærileg forrit sem veita svipaðar upplýsingar eins og Runkeeper. Það þykir hins vegar henta betur andro- id-stýrikerfum. IMapmyRun+ er á topp 50 lista Time magaz- ine yfir bestu forrit sem komið hafa út á árinu 2012. Reim- aðu á þig skóna. vidar@mbl.is ÍÞRÓTTAFORRIT NJÓTA VINSÆLDA Hlaupum saman IMAPMYRUN+ ER HLAUPAFORRIT SEM ER Á TOPP 50 LISTA TIME MAGAZINE YFIR SNJALLSÍMAFORRIT ÁRSINS Hægt er að sjá hve langt maður hleypur. Hörður er frekar sáttur með nýja tækniundrið, iPhone 5 frá Apple, en þykir sárt að horfa á eftir Google maps. Morgunblaðið/Ómar É g er búinn að eiga hann [iPhone 5] í þrjá daga og þetta er ein myndarleg- asta uppfærsla sem ég hef séð á iPhone. Fyrir mína notkun hefur hann náð ákveðinni fullkomnun. Ég var mest spenntur yfir skjánum og það er algjör un- aður að vinna á hann. Þetta er fullkomnun enn og aftur,“ segir Hörður. „Þegar ég tók hann upp hélt ég að þetta væri dótasími því hann er svo léttur. Hönnunin og útlitið er algjört „home run“ og þetta er í fyrsta skipti sem þeir ná heild- arpakkanum. Ég sit ekki með hann og hugsa, oh það hefði verið betra að fá aðeins meira hitt og þetta. Allir litlu hlutirnir sem voru að pirra mann í hinum sím- unum eru komnir í lag. Hins veg- ar gerði Apple hrikaleg mistök með forritinu Apple maps. Það er versta ákvörðun sem Apple hefur tekið og Steve Jobs hefði aldrei hleypt þessu í gegn. Þeir keyptu sinn eigin kortagrunn og þetta er algjörlega ónothæft hér á Íslandi. Það er ekki hægt að slá inn áfangastaði í maps og reikna vegalengdina á milli eins og var hægt með Google maps. Þeir hefðu átt að bíða með þetta í ár. Notendur eru ekki hrifnir. Apple maps olli mér óendanlegum von- brigðum.“ Apple-vörurnar eru ávallt born- ar saman við sambærilega vöru frá öðrum framleiðendum. Hörður segir að Apple hafi verið komið á eftir með gamla símann en þeir náðu að jafna það vel út núna með þessum iPhone 5. Hörður bendir á að upp sé komin sú hugmynd í snjall- símaheiminum að þróunin sé kom- in í stopp. Það er hægt að setja ákveðið marga megapixla í myndavélina, skjárinn getur orðið visst stór o.s.frv. Því verður ef- laust spennandi að sjá hvað kem- ur næst. „Neytendur eru farnir að hugsa með sér að þeir þurfi ekki að uppfæra nema það sé eitthvað svakalegt. Þessi sími er það. Ef það er eitthvert fyrirtæki sem er fært um að búa til næsta síma sem kveikir tilfinningarnar: „ég verð að eignast þetta“ þá er það Apple. Maður sér á kúnnahópnum sem hringir núna viðstöðulaust og vill eignast þenn- an að margir eru með iPhone 3 og 4s.“ Sími er ekki bara sími í dag. „Það er nokkuð síðan fólk fór að mynda tilfinningatengsl við símann sinn. Það var upp frá því að hægt var að geta gert meira en hringt og sent sms. Ég get sinnt allri minni vinnu í gegnum símann, t.d. ef ég er á ferðalagi og kemst ekki í tölvu. Notagildið hefur aukist gríðarlega, símarnir eru orðnir að lófatölvu eins og manni var lofað í gamla daga. Þetta er í fyrsta skipti sem ég gæti sagt að ég yrði ekkert rosalega miður mín ef tölvunni yrði stolið og ég þyrfti að vinna á símann minn heilan dag,“ segir Hörður. Nýi iPhoninn hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir að vera ekki nógu framúrstefnulegur í út- liti. Hörður er ekki sammála því, „framleiðendur á fallegum „de- sign“ hlutum, t.d. bílum og öðru slíku eru ekki að kúvenda hönn- uninni ár eftir ár. Það eru fundin einhver trend sem ganga og fólk er ánægt með og þau stöðugt bætt. Þetta er í þriðja skipti sem iPhoninn er svona útlítandi.“ 4G er stærsti óvissuþátturinn í kringum símann því 4G kerfið er ekki orðið starfrækt á Íslandi. „Mér skilst að þetta sé alveg að ganga í gegn,“ segir Hörður að lokum sáttur. IPHONE 5 FRÁ APPLE „Enn og aftur fullkomnun“ HERÐI ÁGÚSTSSYNI EIGANDA MACLAND FINNST HANN NAKINN ÞEGAR IPHONINN ER EKKI MEÐ Í FÖR. ÞRÁTT FYRIR AÐ HANN SÉ HLUTDRÆGUR DEILA EFLAUST MARGIR TILFINNINGUNNI. APPLE MAPS TELUR HANN HRIKALEG MISTÖK Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is * 4G erstærstióvissuþátturinn 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Græjur og tækni Hægt er að fá snjallsímaforrit fyrir Iphone sem finnur símann þinn ef þú hefur týnt honum eða lagt hann frá þér einhvers staðar þar sem þú getur ómögulega fundið hann aftur. Bæði geturðu fundið símann með því að virkja, í gegnum annan tölvubúnað eða síma, hljóð úr símanum sem pípir í tvær mínútur, og með því að finna staðsetningu hans á korti. Einnig býr forritið yfir þeim eiginleika að þú getur læst símanum þínum eða eytt öllum persónulegum skjöl- um af honum ef honum er stolið. Að auki er hægt að sjá hvar síðast barst merki frá símanum ef hann er ekki að finna á staðsetningarkorti. Til að geta nýtt sér forritið, sem heitir Find my Iphone, þurfa notendur að hala forritinu niður og virkja það svo í gegnum ICloud-reikning sem fyrir er á símanum. Forritið var valið eitt af 50 bestu forritum sem fram hafa komið á árinu 2012 af Time magazine og ætti að nýtast þeim fjölmörgu sem gjarnir eru á að týna símanum. vidar@mbl.is Hægt er að finna símann með hjálp forritsins. FIND MY IPHONE FINNUR SÍMANN Hvar er síminn? SNJALLSÍMAFORRIT FYRIR NOTENDUR IPHONE SEM GJARNIR ERU Á AÐ TÝNA SÍMANUM SÍNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.