Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 22
*Heimili og hönnunInnlit í stórglæsilegt einbýli á Álftanesinu þar sem sjávarútsýnið fær að njóta sín »24
F
jölhæfu arkitektarnir Árný
Þórarinsdóttir og Helga G.
Vilmundardóttir, sem sam-
an mynda hönnunarteymið
Stáss eru alltaf að fást við eitthvað
nýtt. Hilla sem Stáss frumsýndi á
hönnunarvikunni í Stokkhólmi og
hefur verið að þróa síðan er nú
komin í sölu í Netagerðinni, sem er
bækistöð Stáss, og Epal.
„Við köllum hana „Fold“ því hún
er svona brot. Hún er sniðug til
dæmis í forstofu, fyrir blöð og
lykla. Hún er líka hentug í svefn-
herbergi fyrir smádótið og bæk-
urnar eða jafnvel sem náttborð,“
útskýrir Árný.
Handrenndar
skálar úr beyki
Tvö efni kallast skemmti-
lega á í hönnuninni. „Þarna
er samspil tveggja efna,
dufthúðað ál er í hillunni
og beyki og skálarnar eru hand-
renndar. Við erum spenntar að
halda áfram að vinna með þessi tvö
efni,“ segir hún en hillan kemur
bæði í þessum túrkisgræna lit sem
sést á myndinni og steingráum.
Stáss hlaut Skúlaverðlaunin fyrir
hitaplatta sem ber nafnið Torfbær-
inn á sýningunni Handverk og
hönnun í fyrra. Skúlaverðlaunin
eru veitt fyrir besta nýja hlutinn
meðal þátttakenda. Plattinn fór
strax á markað en tvíeykið hefur
nú þróað nýjar umbúðir sem Torf-
bærinn er nú búinn að klæða sig í.
„Hann er úr krossvið sem er
meðhöndlaður með hitaþolnu efni,“
segir hún en það skemmtilega við
þennan platta er að hann saman-
stendur af mörgum hlutum sem
hægt er að raða upp eftir þörfum.
Íslensk
framleiðsla
„Plattinn er
framleiddur
hérna heima,“ segir Árný en fyrr-
nefnd hilla er sömuleiðis íslensk
framleiðsla. „Það er gaman að geta
unnið með framleiðendum að svona
hlutum. Það eru ákveðnar hömlur
hér en þetta er líka áskorun,“ segir
hún.
Stærsta verkefni Stáss sem
stendur er þó af allt öðrum toga.
Tvíeykið er að hanna útiæf-
ingasvæði við höfnina á svæðinu
milli Sjóminjasafnsins og gamla
slippsins. Verkefnið er að frum-
kvæði Reykjavíkurborgar og Faxa-
flóahafna og verður framkvæmt í
samvinnu við Mjölni. „Við höfum
reynt að endurnýta og glæða
gamla hluti nýju lífi,“ segir Árný
en það verður spennandi að sjá út-
komuna þegar svæðið verður tilbú-
ið á næstu vikum. „Við viljum ekki
festa okkur í einhverju einu,“ segir
Árný um fjölbreytta verkefnavalið
og virðist það harla ólíklegt á þess-
ari stundu.
Hillan nýtist til
dæmis vel undir
smáhluti, skart og
bækur. Hún fæst
einnig í steingráum
lit. Leiðbeinandi
verð 29.000 kr.
STÁSS HANNAR ALLT FRÁ HILLUM OG
HITAPLÖTTUM YFIR Í ÚTIÆFINGASVÆÐI
Púðar eru á með-
al þess sem Stáss
hefur fengist við
að undanförnu.
Leiðbeinandi verð
5.500 kr.
Hitaplattinn
Torfbærinn er úr
nokkrum mis-
munandi ein-
ingum sem hægt
er að raða sam-
an á ýmsa vegu.
Leiðbeinandi
verð 5.000 kr.
Samspil
tveggja efna
ARKITEKTARNIR ÁRNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR OG
HELGA G. VILMUNDARDÓTTIR HAFA UNNIÐ SAMAN
FRÁ ÞVÍ Í OKTÓBER 2008 UNDIR NAFNINU STÁSS OG
FENGIST VIÐ SÉRLEGA FJÖLBREYTT VERKEFNI.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Þetta nýja bjöllulaga ljós frá hinu þekkta danska hönn-
unarfyrirtæki Normann Copenhagen hefur fengið góðar
viðtökur og er sem stendur uppselt á heimasíðu fyrirtæk-
isins. Ljósið kallast einfaldlega „Bell“ en hönnuðir þess eru
Andreas Lund og Jacob Rudbeck og hafa þeir þetta að
segja um bjölluna sína. „Oftast er snúran og það sem teng-
ir snúruna við ljósið aukaatriði í hönnun ljósa. Þetta er
meira eitthvað sem er nauðsyn. Í Bell ertu með ljós þar
sem þessi tenging er augljós. Ljós safnar saman fólki og í
sögulegu samhengi hafa bjöllur verið notaðar til að kalla
fólk saman,“ segja þeir en ljósið er einmitt kjörið til að
hengja fyrir ofan eldhúsborð þar sem fólk safnast einmitt
gjarnan saman. ingarun@mbl.is
Bjallan kemur í
tveimur litum og
tveimur stærðum.
Hægt er
að nota
nokkrar
saman.
Bjartur
bjölluhljómur