Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 14
*Í stórborginni Stokkhólmi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, börn og fullorðnir »16Ferðalög og flakk H ver hefur ekki talað um að fara í almennilega reisu út í heim, jafnvel árum saman, en aldrei komið því í verk? Fjórir tæplega þrítugir félagar; Einar Jóhannes Finn- bogason, Gunnar Marteinsson, Sigurgeir Jónsson og Heimir Orri Magnússon, voru í þeim hópi þangað til í sumar, að þeir létu slag standa. Fóru í draumaferðina til Bandaríkjanna og flengdust vítt og breitt í þrjár vikur, einkum á Kyrrahafsströndinni. „Til að guggna örugglega ekki á þessu borguðum við flugið í nóv- ember. Þá varð ekki aftur snúið. Það var síðan með ráðum gert að fljúga utan um verslunarmannahelgina en þannig spöruðum við fimm- tíu þúsund krónur hver,“ segir Einar Jóhannes hlæjandi. Hann vinnur sjálfur á ferðaskrifstofu og var því búinn að búa til leið- arlýsingu fyrir hópinn fyrirfram. Flogið var til Seattle þar sem þeir tóku bílaleigubíl og var hann 4.900 km lífsreyndari þegar upp var stað- ið. Fyrst var ekið til Portland, Oregon. „Það er enginn söluskattur í Oregon, þannig að þar var verslað. Við fengum það reyndar allt í bakið í tollinum,“ segir Einar og hlær aftur, eilítið beiskari hlátri. Næst lá leiðin meðfram ströndinni til San Francisco og þaðan áfram til Los Angeles, þar sem félagarnir leigðu sér íbúð í sex daga. Frá Los Angeles var gert út, meðal annars til San Diego og Mexíkó. Því næst var ekið til Arizona, að skoða Miklagljúfur og fleira, og loks til Las Ve- gas í Nevada, þar sem hópurinn dvaldist í góðu yfirlæti yfir langa helgi. Þaðan var flogið til New York, þar sem félagarnir spókuðu sig í nokkra daga áður en haldið var heim. „Þetta var ótrúleg upplifun og ferðin stóð algjörlega undir vænt- ingum,“ segir Einar. „Hvað mig varðar bar San Francisco af; ótrúlega virðuleg og menningarleg borg, þar sem útilokað er að láta sér leiðast. Það var líka gaman að vera á fimm stjörnu hóteli í Vegas. Í þeirri borg er allt til sölu. Það stakk mann stundum. Það gekk á ýmsu í Vegas en best að láta ímyndunarafli lesenda það eftir,“ segir Einar og heyra má glottið gegnum símann. Þeir heimsóttu líka Pebble Beach-golfvöllinn fræga en það bíður betri tíma að taka hring – þangað til eftir lottó- vinning! Þá stóð til að sjá David Beckham spyrna í Los Angeles en kappinn var að heiman, að opna Ólympíuleikana í Lundúnum. Einar segir allt annað andrúmsloft í Mexíkó en þar urðu félagarnir meðal annars vitni að því að lögregla handtók mann og henti honum upp á bílpall. „Okkur leið ekki vel í Mexíkó, fannst við ekki nægilega öruggir, og ákváðum að drífa okkur aftur yfir til Bandaríkjanna.“ DRAUMAFERÐ UM BANDARÍKIN Alveg ótrú- leg upplifun FJÓRIR FÉLAGAR LÉTU GAMLAN DRAUM RÆTAST. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is* Það gekk áýmsu í Vegasen best að láta ímyndunarafli lesenda það eftir. Sigurgeir fór alla leið til að vera eins og inn- fæddur í Mexíkó. Boðið er upp á frítt HIV-próf í þessari fata- búð í San Francisco. Glæpamaðurinn í Tijuana kominn á pallinn hjá lögreglu. Einar við stjörnu Les- lies Nielsens í Holly- wood. Einar hress í bragði í Central Park í New York. Félagar: Sig- urgeir, Heimir, Einar, Gunnar. Öll NBA- liðin saman komin. Þegar siglt er inn til Þórshafnar í Færeyjum er staðurinn ekki ólíkur Hafnarfirði að sjá. Bærinn er í eins konar skel og milli kletta, þar sem elstu húsin eru niðri við fjöru. Þaðan teygir byggðin sig upp brekkurnar. Milli Færeyja og Íslands frá Reyðarfirði er þetta sextán tíma stím. Þegar að eyjunum er komið er farið Sundin svonefndu og þaðan inn til Þórshafnar. Viðdvöl okkar í Færeyjum er fáeinir klukkutímar. Stundum gefst þó tími til að rölta eitthvað upp í bæ og til dæmis á gömlu húsin sem er sérstaklega vel við haldið. Stundum finnst mér sem Færeyjar séu eins konar svipmynd af Íslandi eins og það var fyrir kannski tíu til tuttugu árum. Ríkharður Sverrisson, skipstjóri á ms. Dettifossi, siglir reglulega til Þórshafnar. Þórshöfn með stjórn- arbyggingarnar á Þinga- nesi áberandi í forgrunni. Bær í skel milli kletta Ríkharður Sverrisson skipstjóri. PÓSTKORT FR Á ÞÓRSHÖFN Færeysk hjón í þjóð- búningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.