Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 S kammdegisveðrið skall á fyrr en skammdegið sjálft þetta haustið. Hret og hrakningar fyrir norðaustan í sumarlok og skammdegismálin skrítnu hlupu apríl í september, þeg- ar Kastljósið fór af stað með því yf- irlæti sem þar tíðkast. Þar á bæ sitja menn eins og álfar eftir síðasta afrekið. En það breytir þó ekki því að þess háttar dagskrá á rétt á sér og er raunar nauð- synleg en umsjónarmenn hennar verða að hafa lág- marks dómgreind og sæmilega burði. Enginn trú- verðugur umræðuþáttur er nú á dagskrá ljósvaka- miðla sem nær að fjalla að gagni um það sem efst er á baugi í samfélaginu. Það er bagalegt á kosningaári og undirstrikar að Ríkisútvarpið, sem allir starfsmenn virðast hafa fyrirmæli um að kalla RÚV, er metn- aðarsmátt. Ekki eru efni til að gera kröfur til 365 miðla, eins og sögu þeirra og nútíð er háttað. Þjófstartað Skammdegið þjófstartaði reyndar með snilldartöktum Guðbjarts velferðarráðherra í málefnum RÍS, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins er líkleg til að kalla rík- isspítalana áður en lýkur nösum. Ráðherranum þótti rétt að sjá hvernig lukkaðist að leika sér að eldspýtum ofan í púðurtunnu. Það kom í ljós í fyrstu tilraun og fór nákvæmlega eins og fimm hundruð ára reynsla benti ótvírætt til. Vegna formannskjörs í farvatni Samfylk- ingar gátu samverkamenn og nánustu vinir velferð- arráðherrans í ríkisstjórninni ekki staðist að fá fjöl- miðlum fróðleikinn í hendur. Og andlitið var á þeim stutta … og Guðbjartur gat hvorki falið brunabólurnar á puttunum né sagt satt um ákvörðun sína. Hann sagð- ist eingöngu hafa verið að kaupa viðbótarlæknisviðvik af forstjóra spítalanna fyrir hálfa milljón til að tryggja að sá gæti áfram stjórnað fyrirtækinu, enda færi af honum hið besta orð. Þetta var heldur álappaleg skýr- ing, sem Guðbjartur greip til í örvæntingu eftir lekann, því að ella blasti við að hann hefði tekið sér vald sem öðrum er ætlað. En sé skýringin tekin í senn alvarlega og bókstaflega þá var forstjóranum ómissandi fram- vegis ætlað að stjórna stærsta fyrirtæki þjóðarinnar og því útgjaldafrekasta í þriðjungsstarfi eða svo. „Kanntu annan, Gutti?“ spurði fólkið í landinu. Starfsanda storkað Þeir eru margir sem hafa þurft að sækja sér þjónustu til starfsfólks spítalanna seinustu árin og undrast sjálfsagt flestir hversu vel því tekst að sinna sínu, þrátt fyrir síversnandi aðstæður og kjör. En fáum getur heldur dulist að ekki má mikið út af bregða og þýðingarmikið er að starfsandinn á staðnum sé eins góður og kostur er. Útspil ráðherrans hjálpaði ekki upp á þær sakir og reyndist velferð án fyrirheits og er enn ekki útséð um afleiðingarnar. Komnir í startholur Flokkarnir eru nú sem óðast að undirbúa framboðsmál sín og einstakir þingmenn hafa þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki leita endurkjörs að þessu sinni. Það vekur eftirtekt að þingmenn úr röðum stjórnarandstæðinga, sem veittu ríkisstjórninni óvænt atbeina sinn, bæði við að tryggja meirihluta fyrir hinni sérkennilegu aðild- arumsókn að ESB og að því að koma Icesave-klaf- anum á herðar þjóðarinnar, sækjast ekki eftir stuðn- ingi til áframhaldandi þingsetu. Þó eru þetta þingmenn á „besta aldri“ eins og það er stundum kall- að. Vera má að þetta segi sögu. Ýmsir þeir sem hafa hugleitt, hvort nú væri rétta tækifærið til að sækjast eftir þingsæti setja launakjör fyrir sig og ekki síður fælingarmátt þeirrar samkundu sem þingið er. Og því verður ekki neitað að sjaldan hefur risið verið lægra á þeim bæ og æði margir enn á bekkjum þar sem ekki er eftirsóknarvert að eiga reglubundið samneyti við. Launin eru þekkt umræðuefni. Þau eru þó óneitanlega miklum mun hærri en almenn meðallaun í landinu og Kanntu annan, Gutti? * Það verður til þess að krafan umað ríkisvæða stjórnmálaflokkafer ört vaxandi og er sá þáttur kominn langt út fyrir öll heilbrigð mörk. Rík- isreknir stjórnmálaflokkar eins og þeir íslensku eru að þróast í að rísa ekki endilega undir því mikið lengur að teljast lýðræðislegt fyrirbæri. Reykjavíkurbréf 28.09.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.