Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Föt og fylgihlutir 1. Hvernig kemur fataskápurinn þinn undan sumri – hvernig ertu búinn undir veturinn? Fata- skápurinn kemur sólríkur undan sumri og hefur ekki fitnað af vetrarfötum enn sem komið er. Reyndar á ég bara heilsársföt og annað er ekki í deiglunni. Ég trúi því að veturinn verði sumri líkastur og mun því halda áfram að vera léttklæddur, enda oftast innandyra. 2. Er eitthvað á sérstakt á óskalistanum þetta haustið? Ég hef aldrei átt óskalista hvað varðar flíkur. Ég er tiltölulega nýtinn á föt og setti nýlega þrælgöttóttan bol í poka ætlaðan Rauða krossinum en fram að þeim tíma notaði ég hann nokkrum sinnum í viku. Það loftaði vel um mig í honum. 3. Hvar verslar þú helst? Ég versla helst ekki – nema þegar ég á leið um útlönd. Ég finn mér alltaf föt í H&M og Abercrombie. Er frekar ódýr í rekstri á þessum vettvangi og vil vitanlega líta út eins og bláfátækur listamaður sem hefur varla efni á latte. 4. Fylgistu vel með tískustraumum og stefnum? Ég fylgist illa með tískustraumum og er yf- irleitt nokkrum „seasonum“ á eftir, dett niður á eitthvað sem er fyrir löngu komið úr tísku. Ég fylgi mínum þægindastraumi og klæðist því sem mér líður vel í hverju sinni. Um daginn sá ég að rúllukragapeysur eru að verða móðins aftur en nýlega gaf ég tvær slíkar. Sem sagt, ýmist á undan eða á eftir. 5. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Minn stíll er fremur látlaus og einfaldur og eins og góður dóm- ari í knattspyrnuleik – enginn tekur eftir honum. 6. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Góðar gallabuxur eru lykil- atriði, „stylish“ bolur eða þokkalega þröng ljósblá skyrta. Ég get ekki gefið öðrum ráð, ekki frekar en Gísli á Uppsölum. M or gu nb la ði ð/ Ó m ar ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON RITHÖFUNDUR Getur ekki gefið öðr- um ráð frekar en Gísli Vel sniðnar skyrtur eru tímalausar. Góðar galla- buxur eru þarfaþing. 1. Hvernig kemur fataskápurinn þinn undan sumri – hvernig ertu búinn undir veturinn? Ég held að ég sé bara þokkalegur. Í mínu starfi er mikilvægt að eiga dálítið af skyrtum og mér sýnist skyrtustaðan vera ágæt. Ég hef hægt og sígandi verið að færa mig frá því að vera í jakkafötum í vinnunni. Kýs frekar staka jakka, einhverjar klæðilegar buxur, s.s. eins og frá Farmers Market, og skyrtu og bindi. Þannig að ég hef reynt að koma mér upp klæðaskáp út frá þessum áherslum undanfarið. 2. Er eitthvað sérstakt á óskalistanum þetta haustið? Tja, auðvitað er alltaf gott að eiga flott jakkaföt. Gæti bætt við mig einum þannig. Svo gæti ég notað flotta svarta skó. Og reffilegan vetrarfrakka. Það er að kólna. En þessi listi hefur mikla þýðingu akkúrat núna, skal ég segja þér, því ég verð fertugur eftir mánuð. Gæti kannski fengið þetta að gjöf. 3. Hvar verslar þú helst? Fyrsta stoppið er yfirleitt í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Þar finn ég oftast eitthvað við hæfi. 4. Fylgistu vel með tískustraumum? Nei, ég fylgist ekkert sérstaklega vel með. En það kann að vera að tíðarandinn smokri sér samt sem áður inn í undir- meðvitundina einhvern veginn. Alla vega á ég þrjá jakka með olnbogabótum og lét meira að segja setja slíkar á einn gráan jakka sérstaklega. Þær eru úr hreindýraskinni. Finnst það mjög töff. 5. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Frjálslegur. 6. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Ef Alexía segir go, þá eru allir sáttir. M or gu nb la ði ð/ Ó m ar GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON ALÞINGISMAÐUR Ef konan segir go, þá eru allir sáttir Olnboga- bæturnar njóta áfram vinsælda. Góðir klassískir svartir skór eru nauðsyn. Vetur fer í hönd MARGIR HUGA ÞESSA DAGANA AÐ VETRARKLÆÐUM ENDA KÓLNAR SNARPT NÚ UM STUNDIR. KARLPEN- INGUR ÞESSA LANDS ER ÞAR EKKI UNDANSKILINN. TVEIR SMEKKLEGIR MENN SEGJA FRÁ STÖÐUNNI Á FATA- SKÁPNUM ÞETTA HAUSTIÐ. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.