Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 57

Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 57
Skárren ekkert, síðar Ske, frá 1992, var dagskrárgerðarmaður í hluta- starfi á Ríkisútvarpinu 1998-2005, vann við almannatengsl á auglýs- ingastofunni ABX 2002, var blaða- maður á Fréttablaðinu 2003-2004, pistlahöfundur þar 2003-2009, dag- skrárgerðarmaður á Skjá 1 og sjón- varpsstöðinni Sirkus 2004-2006, að- stoðarmaður borgarstjóra 2007-2008, sjálfstæður atvinnurek- andi á sviði textagerðar og hug- myndasmíði fyrir auglýsingar, al- mannatengsl og ráðgjöf af ýmsu tagi á árunum 2004-2009, var vþm. fyrir Samfylkinguna á Suðvesturlandi frá 2007 og alþm. fyrir Framsóknar- flokkinn og utanflokka í Norðvest- urkjördæmi frá 2009, en frá febrúar 2012 er hann alþm., málsvari og for- maður stjórnmálahreyfingarinnar Björt framtíð. Guðmundur var formaður stúd- entaráðs HÍ 1995-96, fulltrúi í há- skólaráði 1994-96, sat í stjórn Iceland Naturally, Norður-Ameríku 2007- 2009, í stjórn Landverndar 2008- 2009, í nefnd um eflingu græna hag- kerfisins frá 2010, sat í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis 2009- 2011, samgöngunefnd 2009-2011 og hefur setið í velferðarnefnd frá 2011. Þá er hann formaður verkefna- stjórnar um notendastýrða persónu- lega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk. Guðmundur gaf út skáldsöguna Áhrif mín á mannkynssöguna, útg. 2003, og barnabókina Svínið Pétur, útg. 2009. Smíðar, skíði og langhlaup Áhugamál, Guðmundur? „Tónlistin og heimspekin eiga allt- af sinn sess hjá mér en í seinni tíð er ég farinn að hlaupa – meira að segja langhlaup. Þá förum við oft á skíði, t.d. norður á Siglufjörð, Ólafsfjörð og á Dalvík og svo hefur vaknað hjá mér áhugi á húsasmíði. Hermann, afi minn, byggði sum- arhúsið Klett í Reykholtsdal, í kring- um 1955, og þar erum við systkinin að byggja gestahús, og vinnum það allt sjálf. Arkitektinn teiknar en ég og aðrir smíðum. Það er skemmti- legra en mig hafði órað fyrir.“ Fjölskylda Fyrri kona Guðmundar er Marta María Jónsdóttir, f. 31.7. 1974, myndlistarkona. Þau skildu. Síðari kona Guðmundar er Alexía Björg Jóhannesdóttir, f. 17.2. 1977, leikkona, leiðsögumaður og atvinnu- rekandi. Hún er dóttir Jóhannesar Björgvins Björgvinssonar, f. 18.12. 1950, lögreglumanns í Búðardal, og Sigríðar Hafdísar Melsted, f. 20.8. 1951, húsfreyju. Sonur Guðmundar og Alexíu Bjargar er Jóhannes Hermann, f. 4.3. 2009. Dóttir Guðmundar og Sigríðar Livar Ellingsen er Edda Liv, f. 26.3. 2004. Alsystkini Guðmundar eru Her- mann Ölvir, f. 25.8. 1964, verkfræð- ingur hjá Marel; Hlíf, f. 22.7. 1966, yfirlæknir við Landspítalann. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, eru Jón Bryan, f. 23.10. 1951, arkitekt og vélaverkfræðingur í Readwood City í Kaliforníu; Ellen Herdís, f. 6.11. 1955, húsmóðir í Flór- ída; Neil, f. 16.12. 1957, tannlæknir á Miami. Foreldrar Guðmundar: Stein- grímur Hermannsson, f. 22.6. 1928, d. 1.2. 2010, verkfræðingur, alþm. og forsætisráðherra, og Guðlaug Edda Guðmundsdóttir, f. 21.1. 1937, hús- freyja, ritari og flugfreyja. Úr frændgarði Guðmundar Steingrímssonar Guðmundur Steingrímsson Hlíf Böðvarsdóttir frá Laugarvatni Guðmundur Gíslason skólastjóri á Reykjum í Hrútafirði Edda Guðmundsdóttir húsfr. í Garðabæ Guðlaug Þorsteinsdóttir húsfr. á Ölfusvatni Gísli Þórðarson b. á Ölfusvatni í Grafningi Margrét Þorláksdóttir bróðurdóttir Sæmundar, langafa Tóm- sar útgerðarm.og Guðlaugs ríkissát- tasemjara Þorvaldssonar frá Grindavík Steingrímur Guðmundsson byggingameistari í Rvík Vigdís Steingrímsdótir húsfr. í Rvík Hermann Jónasson forsætisráðherra Steingrímur Hermansson forsætisráðherra Jónas Jónsson b. og smiður í Syðri-Brekkum í Skagafirði Pálína Hermansdóttir húsfr. í Rvík Hermann Sveinbjörnsson sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu Pálína Björnsdóttir ljósmóðir Anna Jónsdóttir húsfr. í Hofsstaðaseli Björn Símonarson kennari á Hólum í Hjaltadal Sigurður Björnsson fyrrv. bæjarverkfr. í Kópavogi Böðvar Magússon hreppstj. og óðalsb.á Laugarvatni Guðrún Magnúsd húsfr. Ragnheiður Jónsd. rithöfundur Brynjólfur Eyjólfsson b. í Miðhúsum í Biskupstungum Eyjólfur Brynjólfsson, verkam. í Rvík Ásdís Eyjólfsdóttir, skattafulltr. í Rvík Víglundur Þorsteinsson, fyrrv. forstj. BM Vallá Ingunn Eyjólfsdótti húsfr. á Laugarvatni ÍSLENDINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Emil fæddist í Hafnarfirði27.10. 1902. Foreldrar hansvoru Jón Jónsson, múr- arameistari þar, og k.h., Sigurborg Sigurðardóttir húsfreyja. Eiginkona Emils var Guðfinna Sigurðardóttir húsfreyja og eignuðust þau sex börn. Emil lauk stúdentsprófi frá MR 1919 og verkfræðiprófi í Höfn 1925. Hann var verkfræðingur í Dan- mörku að námi loknu, var bæj- arverkfræðingur Hafnarfjarðar 1926-30, bæjarstjóri 1930-37, vita- og hafnamálastjóri 1937-44 og 1949- 57 og bankastjóri Landsbankans 1957-58. Emil var einn af Hafnarfjarð- arkrötunum, dæmigerður verkfræð- ingur, þótti sérstaklega prúðmann- legur, yfirvegaður og hægur í framkomu og traustur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann sat á Alþingi frá 1934-71, ýmist fyrir Hafnarfjörð eða landskjörinn, en var síðan þingmaður Reykjaness frá 1959. Emil var formaður Alþýðuflokks- ins á árunum 1956-68. Hann var samgönguráðherra í Nýsköp- unarstjórninni 1944-47, var sam- göngu- og viðskiptamálaráðherra í þjóðstjórninni Stefaníu til ársloka 1949, var utanríkisráðherra í for- föllum í Vinstri stjórninni haustið 1956, en annars forseti Sameinaðs þings 1956-58. Emil varð forsætis-, sjávarútvegs- og samgöngumálaráðherra í minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins sem sjálfstæðismenn vörðu falli í árslok 1959, var þá skipaður sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra í Viðreisn- arstjórninni og fór með þau ráðu- neyti þar til hann varð utanrík- isráðherra 1965. Það ráðuneyti fór hann með út Viðreisnartímann eða fram á sumar 1971. Emil stofnaði Iðnskóla í Hafn- arfirði 1926 og var skólastjóri hans til 1944, bæjarfulltrúi þar 1930-62, sat í Norðurlandaráði, Þingvalla- nefnd, í bankaráði Seðlabankans 1968-72 og sat í stjórnarskrárnefnd. Endurminningar Emils, Á milli Washington og Moskva, komu út 1973. Hann lést 30.11. 1986. Merkir Íslendingar Emil Jónsson Laugardagur 85 ára Guðmundur Magnússon 80 ára Berta Vilhjálmsdóttir Kristín Bjarnadóttir Sigurður Hólm Gestsson 75 ára Rafn Valgeirsson Rose Marie Christiansen Sigþór Jónsson Sverrir Guðmundsson Þórarinn Ólafsson 70 ára Bettý Jóhannsdóttir Jóhann Þóroddsson Jón Eyjólfur Sæmundsson Jón Sigurðsson Kristján Jónsson Ólafur Dan Snorrason Sara H. Björk Kristjánsdóttir Valbjörg Jónsdóttir Þorbjörg Henný Eiríksdóttir 60 ára Guðjón Knútsson Guðrún Cortes Ólafur Sigurgeirsson Símon Ólafsson Stefán Jóhannesson Steinn Guðmundur Ólafsson Sumarliði Jónsson Tadeusz Szturo Þorvaldur Finnbjörnsson 50 ára Árni Hrólfur Helgason Bryndís Sigríður Halldórsdóttir Dagný Dóra Gunnarsdóttir Edward G. Benediktsson Eggert Már Marinósson Gunnlaugur Bogason Hanna Mjöll Fannar Steinarr Magnússon Sveinn Hólm Sveinsson 40 ára Ágúst Þórhallsson Ástgeir Kristjánsson Bjarnveig Steinunn Steinsdóttir Björg Hjartardóttir Einar Guðni Jónsson Erla Björg Guðrúnardóttir Fríða Margrét Friðriksdóttir Gunnar Reyr Sigurðsson Harpa Björnsdóttir Hugi Guttormsson Ingibjörg Ævarsdóttir Júlíus Kristófer Eggertsson Katrín Ingvadóttir Kristín Rósa Ármanns- dóttir María Albína Tryggvadóttir Muhamad Suhendar Páll Kristinsson Ragnhildur Guðrún Baldursdóttir Sabina Victoria Reinholdsdóttir 30 ára Andrea Diljá Ólafsdóttir Björn Unnar Valsson Dagbjört Jónsdóttir Helga Rúna Þorsteinsdóttir Hilda Thordarson Jón Halldór Arnarson Karl Jóhann Hafliðason Rebekka Hrund Gylfadóttir Thanh Thuy Le Þórhallur Gunnarsson Sunnudagur 85 ára Axel Þorsteinsson Guðrún S. Einarsdóttir Clausen 80 ára Ágúst Nilsson Bjarney Sighvatsdóttir Garðar Ingi Jónsson Guðjón Heiðar Jónsson Hafþóra Bergsteinsdóttir Sigurður Guðmundur Jónsson Valur E. Ásmundsson 75 ára Bogga Sigfúsdóttir Guðlaug Gísladóttir Gunnar Gunnarsson Margrét Hagalínsdóttir 70 ára Elínborg Jónsdóttir Guðný Bernhard Guðrún Pálsdóttir Óskar Gunnarsson Þorkell Rúnar Sigurjónsson Örn Helgi Steingrímsson 60 ára Arnar F. Sigurþórsson Eyþór Benediktsson Guðmar Finnur Guðmundsson Guðni Már Brynjólfsson Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir Hallgrímur Gunnarsson Jóhanna Björnsdóttir Lilja Jónsdóttir Rúnar Ragnarsson Woods Steinunn Óskarsdóttir Sævar Benediktsson Vilhjálmur V. Ragnarsson 50 ára Adam Boguslaw Niewada Anna Margrét Hálfdánardóttir Arngunnur Ýr Gylfadóttir Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir Björk Þórisdóttir Costel Konstantin Magureanu Eva Kristjánsdóttir Garðar Örn Úlfarsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Gunnlaugur B. Ólafsson Hafsteinn Hafsteinsson Jóhann Youyi Xiang Kolbrún Reynisdóttir Sigurður Ólafur Steingrímsson Svandís Ósk Stefánsdóttir Vilborg Hafsteinsdóttir 40 ára Erla Dröfn Baldursdóttir Hanna Sólrún Antonsdóttir Inga Ævarsdóttir Jóhannes Bragi Þórarinsson Magnús Ágúst Sigurðsson Númi Jónsson Robert Szablowski Ruth Jakobsdóttir 30 ára Agnieszka Majewska Arndís Erla Jónsdóttir Baldvin Þór Guðmundsson Björgvin Kristinn Sigvaldason Böðvar Sigurbjörnsson Fáfnir Árnason Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson Gunnlaugur Dan Hafsteinsson Helga Gunnarsdóttir Hjördís Ýr Ólafsdóttir Jóhann Geir Jónsson Marcin Zbrzezny María Sigurjónsdóttir Óli Valur Þrastarson Viktoría Unnur Viktorsdóttir Þuríður Elírós Eiríksdóttir Til hamingju með daginn Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.