Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Löng hefð er fyrir því hér á landi að ræða málin í heita pottinum. Ekkert er pottverjum óviðkom- andi, engin mál eru of stór eða lítil til að fara yfir meðan við látum amstur dagsins líða úr okkur í hit- anum. Margir vilja meina að í pottunum fari hin raunverulega umræða fram, þar renni sannleik- urinn niður bláar mósaíkflísarnar, spekin flæði í álíka stríðum straumum og heita vatnið og nið- urstaða náist í erfiðum átaka- málum. Í blaði dagsins er rætt við Svav- ar Gestsson, fyrrverandi ráð- herra, sem gefur út sjálfsævisögu fyrir jólin sem án efa hefur verið rædd í einhverjum heitu pottanna á undanförnum vikum. Kári Stefánsson ræðir um ný- lega sölu á deCode Genetics, en fyrirtækið hefur í gegnum tíðina verið efni í ófáar rimmur í heita pottinum. Unnsteinn Manúel Stefánsson, forsprakki Retro Stefson, gerir frelsi sem hann upplifir við það að búa í Þýskalandi að umtalsefni í viðtali. Hann upplifir sig frjálsari í Berlín en í Reykjavík, þar sé eng- inn að pæla í því hverju hann klæðist, ólíkt því sem hann uplifir hér heima. Í Berlín geti hann klæðst kjól án þess að fá at- hugasemdir. Hann talar líka um deilur og átök sem fylgi því að vera nálægt öðru fólki í langan tíma, t.d. inni í stúdíói. Deilur séu skapandi en stundum þurfi að taka hlé, fá frið. Vangaveltur hins unga tónlist- armanns kveikja hugmynd sem hér er varpað til þeirra sem reka sundlaugar. Hvernig væri að hafa einn friðarpott? Í hverri sundlaug væri einn pottur þar sem ekkert væri rætt, engin átök leyfð, þögn- in fengi að ríkja og einu sam- skiptin milli pottverja væru að skiptast á brosi. Hver og einn fengi frið með sínum hugsunum. RABBIÐ Friðarpottur Eyrún Magnúsdóttir Á þessum árstíma eru íslenskir tónlistarmenn sennilega jafn víða á ferð og jólasveinarnir þrettán og gleðja landsmenn ekki síður og jafnvel frekar; ekki hefur í það minnsta enn heyrst af tónlistarmanni sem aðeins býður hlustendum sínum, hvaða kynslóð sem þeir tilheyra, upp á kartöflu. Systkinin Ellen og Kristján (KK) Kristjánsbörn héldu tvenna aðventutónleika í vikunni ásamt hljómsveit og góðum gestum, fyrst í Hörpu í Reykjavík á miðvikudag og síðan í Hofi á Akureyri á fimmtudagskvöldið. Jólin eru að koma, sungu þau meðal annars, enda nálgast þau óðfluga. Systkinin hafa haldið slíka tónleika síðustu ár, ýmist tvö ein eða með hljómsveit, við góðan orðstír. Tónlistin sem þau buðu upp á nú var að mestu lágstemmd og yndislega falleg, útsett af Eyþóri Gunnarssyni, hljómborðsleikara og eiginmanni Ellenar, þótt stöku sinnum hafi verið hleypt á skeið. Myndin er tekin í Hofi. skapti@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson JÓLIN ERU AÐ KOMA TÓNLIST ER EIN MIKILVÆGRA STOÐA HVERS SAMFÉLAGS. ÞEIR ERU AÐ MINNSTA KOSTI VARLA MARGIR SEM GETA HUGSAÐ SÉR LÍF ÁN TÓNLISTAR AF EINHVERJU TAGI – FJÖLDI FÓLKS VARLA EINN EINASTA DAG. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Körfubolti kvenna. Hvar? Á heimavelli Vals. Hvenær? Á laugardag kl. 14. Nánar: Liðin eru í fjórða og sjöunda sæti Úrvalsdeildar kvenna. Valur - Njarðvík Hvað? Jólatónleikar Sinfóníunnar. Hvar? Í Hörpunni. Hvenær? Laugardag og sunnudag kl. 14 og 16 báða dagana. Jólatónleikar Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvar? Á Gljúfrasteini. Hvenær? Á sunnudaginn kl. 16. Nánar: Stefán Pálsson, Vilborg Davíðs- dóttir, Huldar Breiðfjörð og Kristín Steinsdóttir. Rithöfundar lesa upp Hvað? Jólasaga sögð. Hvar? Í Ásmund- arsafni. Hvenær? Sunnudag- inn kl. 14. Nánar: Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona segir skemmtilega jólasögu í fylgd tveggja engla, sem er um Grýlu, jóla- sveinana og engla sem flytja guð- dómlega tónlist fyrir gestina. Jól í Kallafjöllum Hvað? Leiksýning fyrir 12 ára og yngri. Hvar? Í Þjóðleikhúsinu. Hvenær? Laugardag og sunnudag kl. 11, 13 og 14.30. Leitað að jólunum Hvað? Leikrit um sjóræningja. Hvar? Í Borgarleikhúsinu. Hvenær? Kl. 14.00 á sunnudaginn. Sjóræningjajól * Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.