Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 16
Ferðalög og flakk*Seattle státar af bókabúð sem jafnan vekur aðdáun ferðalanga sem sækja borgina heim »18
Með tónlist í eyrunum og með trefilinn upp fyrir nef. Húfan nær
eins langt niður á andlit og hægt er án þess að ég missi sjónina.
Það eru -10° og ég sé ekki trén sem eru hinumeginn við veginn.
Fyrsti snjóstormur vetrarins er kominn til Stokkhólms. Þvílík
hamingja. Það er ekkert skemtilegra en að þeytast um götur
borgarinnar og þykjast vera að flýja óveðrið.
Nokkrum klukkutímum síðar er bylurinn liðinn og allt er hvítt.
Ég er að labba í strætó og rafmagnið er farið af mínum hluta bæj-
arins. Allt er dimmt. Enginn er á ferli, en klukkan er ekki nema
sex. Mér líður eins og Palla sem var einn í heiminum. Aldrei hef
ég séð fegurri borg on Stokkhólm í vetrarklæðum sínum.
Vala Pétursdóttir, nemi í Stokkhólmi. Vala og félagar bregða á leik í snjónum í verslunargötu í miðbæ Stokkhólms. Strætó gengur áfram þótt snjói.
Sænskur snjóstormur
Svíar flykkjast á skauta í kuldanum.
PÓSTKORT F
RÁ STOKKHÓ
LMI
V
erkfræðingurinn Ari Pálmar Arnalds er mikill rokkhundur og
hefur farið á fjölda tónlistarhátíða í Evrópu. Árið 2008 fór
hann á eftirminnilega rokkhátíð að nafni Rock im park í
Þýskalandi, nánar tiltekið í Nürnberg. „Við fórum þangað
þrír félagar og tjölduðum á góðum stað uppi á hæð, eða hól en fyrir
neðan okkur var nokkuð stór laut. Síðan kom mígandi rigning og tjöld
allra sem voru í lautinni fyrir neðan okkur hurfu í þessari líka ágætu
tjörn sem myndaðist. Við það batnaði útsýni okkar töluvert.
Á hátíðinni hittum við marga kynlega kvisti. Eftirminnilegur er Dani
einn sem hóf samskipti sín við okkur á því að segja okkur frá því að
hann hefði einu sinni reykt sjö jónur á einum vinnudegi og karakter
þessa manns var eftir því.
Á svona hátíðum tíðkast einhverra hluta vegna að kveikja í tjöldum,
oftast undir lok hátíðar. Þessi ágæti Dani var helst til hvatvís og ákvað
að kveikja í tjaldinu sínu á fyrsta degi.
Á hátíðinni fór ég meðal annars á Prodigy-tónleika og þar ákvað ég
að leyfa áhorfendum að bera mig á höndum sér. Um leið hélt ég á
peysu minni og jakka. Þessar flíkur sá ég aldrei aftur, en meðal annars
var um að ræða þennan forláta lillabláa vaxjakka sem ég sé mikið eftir.
Við sáum Metallicu, Incubus, Queens of the Stone Age og Rage Ag-
ainst the Machine til þess að nefna nokkrar hljómsveitir. Tónleikar síð-
astnefndu hljómsveitarinnar voru sérstaklega eftirminnilegir þar sem
tónlist þeirra skipaði stóran sess á uppvaxtarárum mínum. Þeir höfðu
engu gleymt frá því ég sá þá í Kaplakrika árið 1992, 12 ára gamall.
Hátíðin gekk svo til snurðulaust fyrir sig og skemmtum við okkur
konunglega. Einn skugga bar þó lokadaginn. Þegar við vorum í þann
mund að taka dótið okkar saman kom þar aðvífandi fyrrnefndur Dani
og kastaði að okkur einhvers konar flöskusprengju sem eyðilagði tjald-
ið okkar.
Beint af hátíðinni tók ég svo næturlest til Trier í vinnuferð. Illa lykt-
andi og ógeðslegur mætti ég á fund með herramönnum sem vissu ekki
hvert þeir ætluðu þegar þeir sáu þetta flak mæta, en það var vel þess
virði,“ segir Ari.
ARI PÁLMAR ARNALDS FÓR Á ROKKHÁTÍÐ
Rokk og ról
upp á hól
ARI PÁLMAR ARNALDS ER MIKILL AÐDÁANDI
TÓNLISTARHÁTÍÐA. HANN DEILIR HÉR UPPLIFUN
SINNI AF ROKKHÁTÍÐ Í ÞÝSKALANDI.
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Ari hefur viðurnefnið Ari rokk en
eins og sjá má hefur hann gaman af
því að gera kjánalega hluti.