Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Heilsa og hreyfing Þ að var gaman að þekkja þig, Krist- inn minn,“ segi ég við Kristin Ingvarsson ljósmyndara áður en hann heldur út á ísinn með liðs- mönnum í Brunavarðafélagi Reykjavíkur. „Sömuleiðis,“ svarar hann. „Þú skrifar kannski eitthvað fallegt um mig.“ Kristinn stillir sér upp við annað markið, til að ná myndum úr sem mestu návígi, og leikurinn hefst. Ekki er að sjá að íshokkí- leikararnir haldi aftur af sér. Ég hef í raun og veru áhyggjur af Kristni þarna í hringiðunni, það sem þeir leggja ekki á sig þessir ljósmyndarar. „Ég hefði líklega átt að vera með hjálm,“ segir hann eftir á, sloppinn heilu og höldnu, „en á móti kem- ur að hefði eitthvað komið upp á gat ég varla verið í betri höndum.“ Það er mánudagsmorgunn og Bruna- varðafélag Reykjavíkur, íshokkílið Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins, er mætt á æf- ingu í Skautahöllinni í Laugardal. Þá fyrstu af þremur í vikunni. Ævintýrið hófst snemma á síðasta ári en þá skoraði Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu á slökkviliðsmenn í íshokkí í tilefni af mottumars. „Það var mjög drengilegt af þeim að skora á okkur með tveggja daga fyrirvara,“ segir Helgi Finnbogason, einn slökkviliðsmanna, glottandi. „Þeir búnir að æfa stíft en aðeins þrír eða fjórir hjá okk- ur sem stóðu á skautum, hvað þá meira.“ Vilja að löggan stofni lið Slökkviliðið vék sér þó ekki undan áskor- uninni og mætti í leikinn. Það varð söguleg rimma. „Við töpuðum,“ rifjar Helgi upp en harðneitar að fara frekar út í þá sálma. En áhuginn hafði kviknað og slökkviliðs- menn ákváðu að setja saman lið. Tæplega fjörutíu manns mæta nú reglulega á æfing- ar Brunavarðafélags Reykjavíkur, mest slökkviliðsmenn en einnig þrír lögreglu- menn, tveir frá landhelgisgæslunni og einn fangavörður. Og nei, sá síðastnefndi hefur ekki bara það hlutverk að standa yfir þeim sem sendir eru í skammarkrókinn! Ísinn brennur! FÉLAGAR Í SLÖKKVILIÐI HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS BYRJUÐU FYRIR HREINA TILVILJUN AÐ IÐKA ÍSHOKKÍ Í FYRRA, LÖGREGLAN SKORAÐI Á ÞÁ Í LEIK Í TILEFNI AF MOTTUMARS. NÚ ER ÆFT ÞRISVAR Í VIKU OG STEFNAN SETT Á HEIMSLEIKA LÖGREGLU- OG SLÖKKVILIÐSMANNA Í BELFAST Á NÆSTA ÁRI. Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hvergi er gefið eftir á æfingum enda enginn annars bróðir í leik. Merki félagsins. Handbókin Frábær eftir fertugt eftir Jónu Ósk Pétursdóttur er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku. Í bókinni fjallar Jóna Ósk á opinskáan hátt um líkamlega og andlega heilsu kvenna á breytingaskeiði. „Ég er sjálf handbókasjúk og hef alltaf átt margar handbækur fyrir hvert stig lífsins, það er kynþrosk- ann, getnað, meðgöngu, fæðingu, uppeldið og svo framvegis. Svo þeg- ar ég fór að leita að íslenskri bók fyrir konur eftir fertugt þá var bara ekkert til fyrir mig, þannig að ég varð bara að skrifa hana sjálf,“ segir Jóna Ósk. „Á undanförnum árum hafa kom- ið út margar bækur fyrir unglings- stelpur, sem fjalla um það hvernig þær eru að breytast. Mér finnst ótrúlegt að það hafi ekki verið til bók fyrir konur sem eru að ganga í gegnum þetta lífsskeið,“ segir hún og útskýrir nánar: „Bókin tekur fyr- ir allt það sem tengist því að eldast, ekki bara breytingaskeiðið heldur það sem fylgir því að vera yfir fer- tugt.“ Viska og þroski Í bókinni er talað við konur sem eru á þessu umrædda skeiði. „Það var erfitt fyrir mig að finna réttu kon- urnar til að tala við, það eru ekki allar tilbúnar til að opna sig, þetta er viðkvæmt málefni og líka víðfeðm- ara en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir hún en þess má geta að í bók- inni er líka sér kafli fyrir makann. „Það getur verið viðkvæmt fyrir þá að konan sé komin á breyt- ingaskeiðið því það er líka staðfest- ing á því að þeir séu að eldast.“ Jóna Ósk verður 48 ára í janúar. „Ég kveið því svakalega að verða fertug en svo áttaði ég mig á því svona tveimur árum síðar að margt gott fylgdi aldrinum, eins og viska og þroski.“ Allt er fertugum fært? „Já, það er hverju orði sannara. Ef við horfum í kringum okkur og sjáum konurnar sem eru í toppstöðum í þjóðfélag- inu, þær eru allar yfir fertugt,“ segir hún. Öll fjölskyldan undir „Þetta er bók fyrir eldri stelpur, við þurfum ekkert síður á svona bók að halda en unglingsstelpur. Það er meira í gangi hjá okkur og öll fjöl- skyldan jafnvel undir. Þetta snýr ekkert bara að okkur konunum.“ ingarun@mbl.is FRÁBÆR EFTIR FERTUGT Bók fyrir eldri stelpur Jóna Ósk Pétursdóttir * Kannanir sýna fram á að meðalaldur kvenna á breytingaskeiði í iðnríkjum heimsins er rúmlega 51 ár. * Meðalaldur kvenna þegar breytingar byrja er 47 og hálft ár. * Dæmigerður aldurkvenna sem eru á einhverju tímabili breytingaskeiðs er 40-58 ár. * Dæmigerð tímalengdbreytinganna er tæp sex ár. * Möguleg tímalengdbreytinganna getur verið eitt til tólf ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.