Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 34
É g er mikill safnari þegar kemur að hljóðfærum og á t.d. fjölmarga gítara, fullt af orgelum, rafmagnspíanóum og trommusettum. Nú hefur safnarinn í mér líka tekið upp á því að safna nokkru sem hér áður mátti ekki sjást inni í hljóðverinu mínu – nýjasta æðið er sem sagt hljóðgervlar,“ segir Kiddi og slær á létta strengi. Eins og gefur að skilja taka uppáhaldsgræjur Kidda töluvert mið af starfsvettvangi hans, þ.e. tónlistinni. Auk þess að standa á sviði ýmist með Hjálmum, Memfismafíunni, Baggalúti eða öðrum böndum hefur hann verið iðinn við að stýra upptökum á ófáum plötum annarra listamanna í hljóðverinu Hljóðrita þetta árið. Má þar nefna plötur með tónlistarmönnum eins og Ásgeiri Trausta, SJS Big Band, Magnúsi og Jóhanni, Hjálmum og fleirum. Fylgir slíkri vinnu oftar en ekki áhugi á græjum á borð við míkrófóna, stúdíóhátalara og önnur tónlistar- tengd tæki sem nauðsynleg eru. Heimilisgræjurnar eru þó ekki með öllu undanskildar enda létta þær löngum lífið. Rata bæði glæný uppþvottavél og blandari á græjulista Hjálmsins. Gefur hann m.a. uppskrift að ís úr blandara sem hann skellir í reglulega til að gleðja fjölskylduna. Verður annars að telj- ast líklegt að takmörkuð þörf sé fyrir slíkt á næstunni. Forskot var nefnilega tekið á jólin á heimili Kidda í vikunni sem leið en hann varð pabbi í þriðja sinn þegar lítill drengur kom í heim- inn. Fá hamingjuóskir að fljóta hérna með til fjölskyldunnar.  Gibson SG Junior Frá upphafi Hjálma notaði ég alltaf Gibson Les Paul Light sem ég keypti af Erlingi Björnssyni í Hljómum. Í einni ferðinni til Noregs brotnaði gítarinn í flugi. Þessi gítar var í miklu uppáhaldi hjá mér, því lét ég líma hann saman. Í næstu ferð og það aftur til Noregs brotnaði hann aftur! Eftir þessa reynslu ákvað ég að fara til New York með alla pen- ingana mína og kaupa mér nýjan uppáhaldsgítar. Fyrir valinu varð Gibson SG Junior 1964.  Mini Moog - Model D Áhuginn á hljóðgervlum hófst fyrir u.þ.b. einu ári og síðan þá hef ég komið mér upp dágóðu safni. Nýjasti gripurinn þar er Mini Moog - Model D sem ég keypti á eBay fyrir þremur vikum. Ég hef ekki notað hann mikið enn sem komið er en hann á örugglega eftir að setja svip sinn á næstu plötur sem ég mun vinna að.  Neumann U47 Draumur allra hljóðmanna er að eignast konung míkrófónanna, Neumann U47. Þessi tegund var framleidd á árunum 1949 - 1965. Ég keypti minn notaðan á netinu fyrir um ári, vitandi það að mögu- lega væri hann ekki í full- komnu ástandi. Þegar ég loksins fékk hann til lands- ins var eiginlega allt að honum, lampinn farinn og membran illa leikin. Þar sem þetta er míkrófónn frá sirka 1950 er ekki hlaupið að því að fá vara- hluti í hann en eftir mikið vesen og óheyrilegan kostnað er hann fyrst núna kominn í fullkomið stand og uppi stend ég með sannkallaðan konung.  Siemens-uppþvottavélin Ég keypti þessa elsku fyrir stuttu og hefði aldrei trúað því hvað ég gæti elskað uppþvottavél mikið. UPPÁHALDSGRÆJUR KIDDA HJÁLMS Elskar uppþvottavélina GUÐMUNDUR KRISTINN JÓNSSON, BETUR ÞEKKTUR SEM KIDDI HJÁLMUR, HEFUR Í MÖRG HORN AÐ LÍTA. EKKI AÐEINS ER JÓLATÓNLEIKATÖRNIN Í FULLUM GANGI HELDUR FÆDDIST HONUM EINNIG SONUR Í VIKUNNI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is  KitchenAid-blandarinn Ég nota hann óspart til að gleðja fjölskylduna með Maríu-ís: 1½ l vanilluís (Mjúkís frá Kjörís) 1 dl frosin hindber 50 g 56-70% súkkulaði dass af mjólk -Öllu skellt í blandarann sem sér svo um rest.  Adam S3X Ég hef átt marga stúdíóhátalara í gegnum tíðina. Ég var alltaf leit- andi og prufandi nýjar tegundir en eftir að ég fékk þessa hef ég ver- ið sáttur. Ég stefni að því að kaupa mér risa Adam-hátalara á næsta ári. Þá verður hægt að blasta í Hljóðrita í Hafnarfirði. *Græjur og tækniAð hverju var mest leitað á netinu á árinu og um hvað var mest talað á samskiptavefjum? »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.