Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 M enn þurfa að finna sína leið í blúsnum, rembast ekki við að syngja. Það verður bara eins og rútubíla- söngur. Íslendingar eru góðu vanir í blús og það þýðir ekkert að bjóða þeim upp á hvað sem er. Íslenskir blúsmenn eru upp til hópa á háum standard og ástæðulaust að flytja inn bönd bara til að flytja þau inn,“ segir Pétur Tyrfingsson, leið- togi Tregasveitarinnar, sem tróð upp við góðar undirtektir á Café Rósenberg fyrir skemmstu. Tregasveitin var stofnuð árið 1988 og spil- aði mikið á tíunda áratugnum, þegar krökti allt í blúsknæpum í borginni, svo sem Púls- inum, Blúsbarnum og Djúpinu. „Þá var hægt að ganga milli húsa,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvernig hann mátti vera að því að koma reglulega fram, með fimm manna fjöl- skyldu og í fullri vinnu. „Það var mikið að gera en skemmtilegt var það.“ Tregasveitin er að komast á siglingu á ný eftir langt hlé. „Þegar maður er orðinn sex- tugur er nauðsynlegt að halda áhugamál- unum við og það er miklu skemmtilegra að spila blús en detta í það eða spila bridds. Fyrir utan það að búa til tónlist er félags- skapurinn frábær,“ segir Pétur en sömu menn hafa skipað sveitina frá 1991 ef undan er skilinn Sigurður Guðmundsson orgelleik- ari. Hann slóst í hópinn fyrr á þessu ári. „Það var algjör tilviljun. Hann var að spila með Guðmundi syni mínum og ég fór að tala um það í hálfkæringi að mig vantaði mann á Hammond-orgel. Spurði Sigurð í gríni hvort hann væri ekki til í tuskið – og hann var það. Síðan hefur hann verið með og haft gaman af.“ orri@mbl.is Gítarinn leikur í höndum Guðmundar Péturssonar. FYRSTA MÁNUDAGSKVÖLD Í HVERJUM MÁNUÐI LEGGUR BLÚSFÉLAG REYKJAVÍKUR CAFÉ RÓSENBERG UNDIR SIG. HLJÓMSVEIT DESEMBERMÁNAÐAR VAR TREGASVEITIN SEM FAGNAR 25 ÁRA AFMÆLI SÍNU Á NÆSTA ÁRI. Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Tregast við Í myndum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.