Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Styrmir Kári Flokksþing Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður setur þing. Skipaður verður starfshópur sér- fræðinga til að útfæra afnám verð- tryggingar nýrra neytendalána, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um fjármál heimilanna. Vinnunni á að ljúka fyrir lok ársins. Fram kemur í drögunum að brýnt er að takmarka áhrif verð- tryggingar á meðan starfshópurinn vinnur og minnt á tillögu flokksins um að sett verði þak á verðtrygg- ingu. Sett er fram sú krafa Framsókn- arflokksins að stökkbreytt húsnæð- islán verði leiðrétt á sanngjarnan hátt enda hafi forsendur brostið við efnahagshrunið 2008. Lagt er til að sett verði svokölluð „lyklalög“ sem feli í sér ríkari ábyrgð lánveitenda. Flokksþingið hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Í dag verður kosið í embætti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður gef- ur kost á sér áfram. Sigurður Ingi Jóhannsson býður sig fram til vara- formennsku í stað Birkis Jóns Jónssonar sem gefur ekki kost á sér áfram. »4 Neytendalánum breytt  Kosið í embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag L A U G A R D A G U R 9. F E B R Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  33. tölublað  101. árgangur  BAKARAR SOFA LÍTIÐ ÞESSA DAGANA LÍFI SEM ER BJARGAÐ VERÐUR AÐ LIFA AÐDÁENDUR HAFA BEÐIÐ Í KVARTÖLD SUNNUDAGUR NÝ PLATA MY BLOODY VALENTINE 48BOLLUDAGSHELGIN 10 Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefið upp á bátinn að fá nýja stjórnarskrá samþykkta í heild sinni, að því er fram kemur í fréttaskýringu í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Þreifingar eru á bak við tjöldin um samkomulag um einstakar breytingar fyrir vorið. Stjórnarskrármálið er ekki enn komið á dagskrá þingsins fyrir næstu viku, en fyrsta umræða um nýtt frum- varp um stjórn fiskveiða hefst síðdeg- is á mánudag. Væntingar eru „raun- hæfar“ meðal þingmanna beggja stjórnarflokka um að það nái fram að ganga á þeim dögum sem eftir eru af kjörtímabilinu. Stefnt er að því að þinglok verði um miðjan mars, samkvæmt starfsáætl- un Alþingis sem enn er miðað við á stjórnarheimilinu. Eru því aðeins 15 þingdagar eftir. Þingmaður Sjálf- stæðisflokksins segir að svo virðist sem kvótafrumvarpið sé frekar lagt fram í pólitískum tilgangi en af raun- verulegum ásetningi um að ljúka því. Líklegt er talið að ríkisstjórnin reyni að afgreiða einstakar breytingar stjórnarskrárinnar eða kafla, eins og gert var 1995, og ná um það þverpóli- tískri sátt. Það þykir styrkja vígstöðu stjórnarandstöðunnar að þar eru menn sannfærðir um að ríkisstjórnin sé hægt og bítandi að tapa slagnum gagnvart almenningi vegna andstöðu fræðimanna í háskólasamfélaginu og afstöðu forseta Íslands. Hætt við stjórnarskrá  Reynt að ná samkomulagi um breytingar á einstökum greinum eða köflum  Frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða komið á dagskrá þingsins „Vanhæft þing“ » „Við fáum sem sagt aldrei nýja stjórnarskrá,“ skrifaði Birg- itta Jónsdóttir þingkona á Face- book-síðu sína í gær. „Ótrúlegt að fá fyrst að frétta um þetta á mbl. eftir alla þá vinnu sem við höfum lagt í þetta mál. Vanhæft þing, svo mikið er víst. “  „Þetta er veruleikinn sem við stöndum frammi fyrir og stjórnvöld verða að gjöra svo vel að skoða þessi mál. Þetta eru hlutir sem verður að taka afstöðu til og mér segir svo hugur um að það verði fyrst byrjað á því að seinka lífeyris- töku, að lengja starfsaldurinn,“ segir Árni Gunnarsson, fv. alþingis- maður, um það sem hann telur vera mikinn vanda vegna mikillar fjölg- unar eldri borgara næstu áratugi. Árni var formaður starfshóps sem velferðarráðherra skipaði í apríl 2011 til þess að endurskoða almannatryggingalögin. Hann segir stefnumótun um við- brögð við fyrirséðri fjölgun eldri borgara skorta og kallar eftir því að starfshópi verði komið á legg. Fólki sem er yngra en tvítugt mun fjölga lítið fram til 2060 en eldra fólki fjölga mikið. »18-19 Byrji á að hækka ellilífeyrisaldur Morgunblaðið/Ómar Grund Mikil fjölgun eldri borgara mun kalla á margvíslegar aðgerðir á öldinni. Fjölmenni er á ferðakaupstefnu Icelandair, Mid Atlatic, sem nú stendur yf- ir í Laugardalshöll. Þar kemur saman íslenskt og erlent ferðaþjónustufólk og ber saman bækur sínar. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Íslendinga en samkvæmt nýrri skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar í landinu skilaði greinin 15,2 milljörðum króna meira af gjaldeyrisinnflæði á fyrstu níu mánuðum árið 2012 en á sama tímabili 2013. »6 Ferðaþjónustan skilar auknum tekjum í þjóðarbúið Morgunblaðið/Golli 450 af 700 gestum á ferðakaupstefnunni Mid Atlantic eru erlendir  Framkvæmdir við tvær nýjar byggingar á há- skólasvæðinu hefjast á þessu ári. Þar er um að ræða Hús ís- lenskra fræða og byggingu Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur. Fyrrnefnda bygg- ingin kemur til með að rísa á reit við Þjóðarbókhlöðuna á horni Suð- urgötu og Guðbrandsgötu og verð- ur rúmlega 6.000 fermetrar að flat- armáli. Sú síðarnefnda verður reist á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu og er um helmingi minni. Taka á húsin í notkun síðla árs 2015 eða í byrjun árs 2016. »14 Tvær byggingar rísa á háskólasvæðinu TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.