Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Það var árið 1991 sem My Bloody Valentine, kóngar (og drottningar) hinnar svofelldu skóglápsstefnu (e. „shoegaze“) gáfu út Loveless, sína aðra plötu. Fyrsta breiðskífan, Isn‘t Anything, kom út 1988. Báðar þykja plöturnar mikil öndvegisverk og hafa báðar öðlast stöðu tímamótaplatna. Sérstaklega síðari platan en uppátektarsemi og fram- sýni Kevins Shields, lagasmiðs og hljóðarkitekts sveitarinnar, hvað möguleika gítarsins í dægurtónlist áhrærir þóttu með miklum ólík- indum og er hann hæglega með áhrifameiri rokkgítarleikurum sög- unnar. Sérstaklega er hann á miklum stalli hjá X-kynslóðinni, þeirri sem ólst upp við grugg og neðanjarðar- rokk í kringum 1990. Þetta fólk (já, og ég tilheyri því) hefur beðið og pabba í vin til að boða fagn- aðarerindið. Í dag er þetta ögn hraðvirkara. Platan liggur í heild sinni á you- tube núna og fyrir tilstuðlan sam- félagsvefja eins og Tísts og Fés- bókar eru viðbrögð og skoðanaskipti bæði fljót og ör. Ég ætla ekki að dæma í þessum „fréttapistli“ en vil þó segja að hljóðheimurinn er kunnuglegur, engar áhyggjur þar. En svo er tog- ast á um þetta hefðbundna, eitt- hvað sem fylgir ávallt útgáfum af svona tagi. Eftirvæntingin er það mikil að það má nánast sjá hvernig Fésbók- in tútnar út í þessum löngu MBV- umræðuþráðum. Hallelúja segja sumir, sverja og sárt við leggja og vei þeim sem rengja æðsta prest- inn Shields. Aðrir eru vonsviknir yfir þeirri staðreynd að platan nýja getur aldrei framkallað sömu hughrif og þegar menn og konur voru rjóð í kinnum að soga í sig tónlist í fyrsta skipti á unglings- árum. Annaðhvort er platan góð eða ekki, burtséð frá sögulegu byrðinni, er eitt viðhorfanna sem er flaggað, en aðrir vilja meina að sögulegur og menningarlegur að- dragandi spili óhjákvæmilega inn á það hvernig fólk meðtaki plötuna og skynji. En tékkið bara á þessu. Hún er í „eins smells“ fjarlægð eins og sagt er. Hljóðarki- tektinn mikli Galdrakarl Kevin Shields undirbýr næsta tímamótahljóminn. eftir þriðju plötu Shields og félaga með öndina í hálsinum í nú 22 ár. Plötunni atarna, sem kallast ein- faldlega „m b v“, var síðan nánast hent út um síðustu helgi, var smellt upp á youtube-setur sveitar- innar með engum fyrirvara. Neðanjarðarrokksheimar og höku- strjúkarar víða um lönd eru að melta gripinn í þessum töluðu orð- um og eru áhöld um hvernig til hefur tekist, nema hvað. Forsaga En vindum okkur fyrst í smá forsögu. Fljótlega eftir að Loveless kom út 1991 var farið að tala um næstu plötu og tónlistaráhuga- menn að vonum spenntir (þetta ár, 1991, er ótrúlegt ár. Það ár komu líka út Nevermind, Spiderland, Screamadelica, The Low End Theory og Blue Lines!). Sagan segir að fullkomnunarárátta Shields hafi riðið útgáfu hans, Creation, að fullu og vissulega var Loveless erfið fæðing. MBV, eins og hún er jafnan skammstöfuð, gerði samning við Island í kjölfarið og Shields hóf að byggja eigið hljóðver sem var klárað í apríl 1993. Síðan þá hafa fréttir af „nýju“ plötunni verið stöðugar en aldrei hefur neitt verið fast í hendi. Geðveiki, ritstífla, andleysi og hinu og þessu hefur verið slengt fram sem ástæðum en aldrei hefur feng- ist staðfesting á neinu af þessu. Shields sagði þá í einu viðtali að hann hefði einfaldlega „misst það“ í kjölfar Loveless. Bandið kom svo saman aftur ár- ið 2007 til að leika á tónleikum. Sú virkni ýtti loks á að mál yrðu klár- uð og platan hefur verið að skríða saman hin síðustu ár. Loka- upptökur fóru fram í Írlandi í síð- asta mánuði og svo var plötunni dúndrað út um síðustu helgi eins og áður segir. Hvernig er? Í eina tíð fór maður í búð, keypti, upp í strætó, handlék, setti á fóninn, hlustaði og hringdi kannski úr símanum hjá mömmu »Ég ætla ekki aðdæma í þessum „fréttapistli“ en vil þó segja að hljóðheimurinn er kunnuglegur, engar áhyggjur þar.  Ný plata með My Bloody Valentine kom óvænt út um síðustu helgi  Aðdáendur hafa beðið í nærfellt kvartöld eftir gripnum TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Leikstjórinn Gabriel Range hyggst gera kvikmynd um David Bowie og Iggy Pop á þeim tíma er þeir bjuggu og störfuðu í Vestur-Berlín á 8. áratugnum. Haft er eftir einum af framleiðendum myndarinnar, Egoli Tossell, á vef dagblaðsins Gu- ardian að myndin verði ekki hefð- bundin rokk-ævisaga þar sem engin deyi undir lok hennar. Titill mynd- arinnar er Lust for Life og verður í henni sjónum m.a. beint að þeim plötum sem goðin gerðu á þessum tíma, Low, Heroes og Lodger með Bowie og The Idiot og Lust For Life með Pop, og tónlistarsamstarfi þeirra. Handritið verður að stórum hluta byggt á bókum Paul Trynka, Starman og Open Up and Bleed, um þá Bowie og Pop. Popp Iggy Pop gerði Lust for Life í Berlín árið 1977 með David Bowie. Berlínarár Bowie og Pop á hvíta tjaldið ZERO DARK TIRTY Sýndkl.6-9 THE LAST STAND Sýndkl. 5:45-8-10:15 HÁKARLABEITA 2 Sýndkl.2-4 VESALINGARNIR Sýndkl.8 DJANGO Sýndkl.10:50 THE HOBBIT 3D Sýndkl.4 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.2 HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 12 16 16 16 L L L 3 óskarstilnefningar “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan EIN BESTA HASARMYND ÁRSINS! H.S.K - MBL “Magnþrungin og eftirminnileg” T.V. - Bíóvefurinn Frábær spennumynd byggð á leitinni af Osama Bin Laden. 5 óskarstilnefningar SÝND Í 3D OG Í 3D(48 ramma) -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is - H.S.S MBL Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU BESTI LEIKAR ÁRSINS - BESTI LEIKSTJÓRI ÁRSINS - BESTA MYND ÁRSINS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS - H.S.S., MBL ” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN ” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ -H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ KON-TIKI KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 12 LINCOLN KL. 2.40 (TILBOÐ) - 5.50 - 9 14 DJANGO KL. 9 16 VESALINGARNIR KL. 2.40 (TILBOÐ) - 5.50 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 3 (TILBOÐ) - 6 10 -EMPIRE ZERO DARK THIRTY KL. 8 - 10.40 16 LINCOLN KL. 5.20 14 / DJANGO KL. 10 16 THE LAST STAND KL. 8 16 / VESALINGARNIR KL. 5.20 12 HÁKARLABEITA KL. 3.40 (TILB.) / HVÍTI KÓALAB. KL. 3.40 (TILB.) “MÖGNUÐ MYND Í ALLA STAÐI” -V.J.V., SVARTHÖFÐI ZERO DARK KL. 4.50- 8- 11.10*(LAU) LÚXUS KL. 8- 11.10*(LAU) DJANGO KL. 8 - 10.20 - 11.10*(LAU) LÚXUS KL. 4.30 16 LINCOLN KL. 5 14 LAST STAND KL. 8 - 10.40 16 VESALINGARNIR KL. 4.30 LÚXUS KL. 1 12 HÁKARLABEITA 2 KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L THE HOBBIT 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 8 10 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.