Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ætla má aðmargirfagni
því að Baugsmál-
inu svokallaða sé
lokið í íslenskum
réttarsölum. Auðvitað er ekk-
ert fagnaðarefni þegar menn
fá fangelsisdóma, hvort sem
þeir eru bundnir skilorði eða
ekki, en stundum er það þó
óhjákvæmilegt og nauðsyn-
legt.
Þó að málið hafi ekki verið
fyrirferðarmikið undanfarin
misseri hefur það um árabil
hvílt á þjóðinni langt umfram
það sem eðlilegt gat talist og
að því leyti má fagna lyktum
þess.
Ennfremur er mikilvægt
fyrir íslenskt réttarkerfi og
réttarríki að hægt var að
ljúka málinu og að kerfið
sýndi – raunar öðru sinni – að
það er fært um að ljúka erfið-
um málum þar sem hart er
tekist á.
Eins og bent hefur verið á,
meðal annars í dómi Hæsta-
réttar, hefði málið þurft að
ganga hraðar fyrir sig, en
ýmsar ástæður eru fyrir því að
það tók rúman áratug. Í því
sambandi verður meðal ann-
ars að hafa í huga að aldrei
fyrr hefur viðlíka vörnum ver-
ið haldið uppi í íslensku refsi-
máli og er þá ekki einungis
horft til þess sem hefur átt sér
stað í réttarsölunum heldur
ekki síður utan þeirra. Að
sögn sakborninga var fullyrt
að varnirnar hefðu kostað
slíkar fjárhæðir að furðu vek-
ur og verður tæpast skýrt með
lögfræðikostnaðinum einum.
Eftir að málinu er lokið sjá
sennilega flestir að æskilegt
hefði verið að málið hefði ein-
göngu verið rekið í réttarsöl-
unum en ekki um allt þjóð-
félag eins og raun varð á.
Heill stjórnmálaflokkur varð
hluti af vörninni
utan réttar-
salanna og mun
seint þvo af sér
þann verknað. Og
svo einkennilegt
sem það er þá hefur flokk-
urinn ekki einu sinni reynt að
gera upp við þá fortíð sína.
Fjölmiðill fór sömu leið og
eins og sjá mátti í fréttum eft-
ir nýja dóminn, að ógleymdri
fyrri umfjöllun um málið,
ræður hann ekki við að fjalla
um málið á eðlilegan hátt.
Ýmsir kunnir álitsgjafar og
þátttakendur í opinberri um-
ræðu urðu einnig hluti af þeim
spuna sem átti sér stað utan
réttarsalanna og gerði þetta
mál að öðru og meira en það
hefði átt að verða.
Staðreyndin er sú að Baugs-
málið þurfti aldrei að verða
svo fyrirferðarmikið sem raun
bar vitni þó að óhjákvæmilegt
væri að það vekti einhverja at-
hygli í ljósi þess að um um-
svifamikla viðskiptasam-
steypu var að ræða. Málið
þurfti þrátt fyrir það aldrei að
verða annað en hefðbundið
mál sem fjallað er um á réttum
vettvangi, í réttarkerfinu.
Vonandi draga menn þann
lærdóm af þessu máli að leyfa
dómsmálum í meginatriðum
að fara fram í réttarsölum.
Eðlilega verður eftir sem áður
fjallað opinberlega um stór og
þýðingarmikil dómsmál, en
mikilvægt er að sú umræða
setji ekki heilu stjórnmála-
flokkana, fjölmiðlana eða
hópa af þjóðfélagsrýnum á
hvolf.
Reynslan af Baugsmálinu
er sú að þó að eðlilegt sé að
fjallað sé um dómsmál og
dóma þarf að gefa til þess
gerðum stofnunum þjóð-
félagsins svigrúm og frið til að
afgreiða málin án óeðlilegra
utanaðkomandi afskipta.
Margvíslegan lær-
dóm má draga af
nýloknu dómsmáli}
Baugsmálið
Ríkisstjórninvirðist loks
vera að átta sig á
að hún mun ekki
geta keyrt allan
óskalistann sinn í
gegnum þingið á
þeim fáu vikum sem eru til
kosninga. Stjórnarliðar finna
að þeir hafa ekki þann styrk
sem þarf til að fá sitt fram.
Og þá er ætlunin að reyna að
semja við stjórnarandstöð-
una um að koma einhverjum
hluta af ólánsmálunum í
gegnum þingið fyrir kosn-
ingar.
Stjórnarandstaðan hefur
að vísu stundum verið lipur
við ríkisstjórnar-
flokkana, stund-
um allt of lipur,
en hvernig dettur
stjórnarliðum í
hug að stjórnar-
andstaðan muni
nú, rétt fyrir kosningar og
eftir allt sem á undan er
gengið, hefja björgunarstörf
í þágu ríkisstjórnarinnar?
Hefur ríkisstjórnin ekki
unnið næg spellvirki? Dettur
einhverjum í hug að það væri
þjóðinni – nú eða stjórn-
arandstöðunni sjálfri – til
framdráttar ef stjórnarand-
staðan drægi ríkisstjórnina
að landi nú?
Ekkert gott gæti
komið út úr hjálp-
arstarfi við núver-
andi ríkisstjórn}
Þurfum ekki frekari spellvirki E
inkennileg lykt í lofti; vínsmakk-
arar myndu líklega nefna
myglu, táfýlu og súrhey. Þegja
þó sennilega flestir, enda hafa
þeir óbeit á „þjóðlegum hefð-
um“ ef að líkum lætur. Að minnsta kosti inn-
lendum, þjóðlegum hefðum. Gott ef þeir halda
ekki flestir til á Kanarí eða Tenerife í janúar
og febrúar, til öryggis. Narta þar í myglaðan
ost og sötra eðalvín.
Það getur verið töluverð kúnst að þreyja
þorrann, bæði andlega og líkamlega; getur
annars vegar tekið á að treysta sér ekki til að
sýna tilhlýðilega karlmennsku og slafra í sig
hrútspungum, lundaböggum og selshreifum
með bros á vör og tilheyrandi frygðarstunum
og hins vegar er ekkert grín þegar hungrið
sverfur að; þegar borð svigna dögum og jafnvel vikum
saman undan kræsingum (sem sumir kalla svo) og ekk-
ert annað í boði, er óhjákvæmilegt að gera sér dýrindin
að góðu til þess að falla ekki úr hor. Þess vegna láta
margir sig hafa það, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Gamlar sögur af þorra herma að haldnar hafi verið
miklar veislur og menn „gert vel við sig“ í mat og drykk.
Ekki er ástæða til að vantreysta fornum sagnamönn-
um en enn er ekki ljóst hvers vegna siðurinn var end-
urvakinn löngu eftir að rafmagnið var fundið upp og þar
með frystikistan og ísskápurinn.
Hvað sem öðru líður er gaman að hitta ættingja sína
og aðra vini, fá sér vel neðan í því, spjalla næturlangt og
jafnvel fá sér einhverja næringu. Syngja og
tralla, slást og dansa. En væri ekki betra að
halda athöfnina með réttum formerkjum en
klæða ekki samkvæmið í dulbúning? Þeir
mega bíða þar til á öskudaginn.
Íslenska þjóðin hefur bitið í mörg súr epli á
síðustu árum. Það venst ekki sérlega vel en
vonandi sér fljótlega til sólar. Ekkert er þó
öruggt í þeim efnum. Ekki eins öruggt og að
þjóðin, sem bítur ekki viljandi í súra eplið
frekar en vant er annars staðar, heldur áfram
að troða í sig hinu hefðbundna, „gamla, góða“
súrmeti um ókomin ár. Að ekki sé talað um
blessaðan hákarlinn og íslenska brennivínið
guðdómlega sem er auðvitað allra meina bót.
Best væri líklega að fá leyfi ráðuneytisins
til að bjóða upp á skötu á þorranum til að full-
komna glæpinn.
Ekki skal ég neita því að fátt er betra en úrvals harð-
fiskur með smjöri, hangikjöt og flatkökur. Að öðru leyti
skunda ég á blót, með þvottaklemmu um nefið, til þess að
syngja, tralla, ræða málin, kannski dansa en ekki slást.
Ekkert endilega. Og sötra auðvitað ölkelduvatn.
Þegar á reynir fjúka yfirlýsingarnar svo út í veður og
vind. Hvað gerir maður ekki fyrir ættartengslin og vin-
áttuna? Skundað skal landshorna á milli í dag til þess að
borða skemmdan mat.
Djöf … hlakka ég til að mæta á blót í sveitinni gömlu.
Áratuga draumur rætist loks. Búinn að æfa smjatt og
(matar)frygðarstunur frá því í haust. skapti@mbl.is
Pistill
Þorraþrældómur
Skapti
Hallgrímsson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sérfræðingar ASÍ hafa lagtmikla vinnu í mótun til-lagna um nýtt húsnæðis-lánakerfi sem ASÍ hefur
kynnt. Það byggist á danskri fyrir-
mynd og eru að mati ASÍ helstu
kostir þess að sjálfvirk áhrif verð-
bólgu á höfuðstól eftirstöðva hús-
næðislána yrðu afnumin og áhætt-
unni af lántökunni deilt milli
fjármagnseigenda og lántaka með
sanngjarnari hætti en nú er. Vext-
irnir myndu ráðast á markaði þar
sem lánin yrðu fjármögnuð með út-
gáfu húsnæðisskuldabréfa sem seld
yrðu á skuldabréfamarkaði.
Tillögurnar hafa þegar vakið at-
hygli en jafnframt komið upp efa-
semdir vegna sveiflna á gengi krón-
unnar, hárrar verðbólgu og þröngs
fjármagnsmarkaðar. „Krónan er
mjög óstöðug og ég held að með
henni verði mjög erfitt að koma á
fót einhverju stöðugu kerfi,“ segir
Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræð-
ingur og sérfræðingur í húsnæðis-
málum.
Í umfjöllun ASÍ segir að byggja
verði ákveðna greiðslujöfnun inn í
kerfið, sem taki á þeim vanda sem
verður af gengisfalli krónunnar og
verðbólguskotum. Víða erlendis hafi
húsnæðisveðlán verið útfærð þannig
að lántakendur geti jafnað greiðslu-
byrðina með því að breyta vægi af-
borgana á móti breytingum á vöxt-
um.
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, fagnar því að
tillögur af þessu tagi komi nú fram
um óverðtryggt húsnæðislánakerfi
þar sem ábyrgðinni yrði skipt á milli
lántakans og láveitandans. Það
kveði við nýjan tón hjá ASÍ sem hafi
viljað viðhalda vísitölunni í byrjun
hruns en nú sé komið í veruleg óefni
í skuldamálum almennings. „Þetta
húsnæðiskerfi sem hefur verið við
lýði frá 1979 er hrein og klár vítisvél
gagnvart almenningi,“ segir hún. Að
sögn hennar velja um 90% þeirra
sem taka ný lán til húsnæðiskaupa
óverðtryggð lán. Menn séu þá jafn-
vel frekar tilbúnir að kaupa ódýrara
húsnæði til að geta betur ráðið við
lánin. „Það þarf nýtt kerfi. Gamla
húsnæðiskerfið er fyrir löngu geng-
ið sér sér til húðar og ráðamenn
þurfa að opna augun gagnvart því.“
Verðtrygging afnumin
og áhættunni skipt
Morgunblaðið/RAX
Tillögur ASÍ Ávinningar kerfisins eru m.a sagðir vera lægri vextir til lengri
tíma og réttlátari áhættudreifing milli lántakenda og fjármagnseigenda.
Danska húsnæðislánakerfið, sem ASÍ vill að verði haft að fyrirmynd að
nýju húsnæðislánakerfi hér á landi, byggist á því að húsnæðisveðlánum
er miðlað í gegnum sérstaka húsnæðisveðlánastofnun. Íbúðarkaupandi
fjármagnar kaupin með húsnæðisveðláninu sem er óverðtryggt og með
veði í þeirri eign sem hann kaupir. Stofnunin fjármagnar lánveitinguna
með útgáfu húsnæðisskuldabréfs sem hún selur á skuldabréfamarkaði.
Það sem fæst fyrir húsnæðisskuldabréfið, að frádregnum kostnaði og
stimpilgjöldum til ríkisins, fær lántakinn í hendur. Byggt er á föstum
nafnvöxtum til skemmri eða lengri tíma, hámarkslánshlutfall miðað við
markaðsvirði er allt að 80% og lánstíminn allt að 30 árum.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir aðstæður hér á landi um margt
til þess fallnar að taka megi upp svona kerfi. Skuldabréfamarkaðurinn
hafi t.d. þroskast á umliðnum 20 árum og sé orðinn miklu dýpri. „Í dag
eru húsnæðisbréf um helmingur þess markaðar og 40% markaðarins
eru óverðtryggð ríkisskuldabréf,“ segir Gylfi.
„Ég held að það séu aðstæður til þess núna að heimilin geti fengið
hagstæðari og stöðugri lán í kerfi sem jafnar meira ábyrgð á efnahags-
áföllum á milli lántakenda og lánveitenda.“ Há verðbólga er hins vegar
áhyggjuefni að sögn hans. Seðlabankinn hefur birt verðbólguvæntingar
markaðsaðila sem gera ráð fyrir að til næstu 5-10 ára verði verðbólgan
4,5%. Tilboð þeirra í t.d. bréf til 10 ára miðast þá við að verðbólgan
verði 4,5% og þá verða vextirnir hærri.
Gylfi segir vexti af húsnæðislánunum geta orðið lægri með upptöku
þessa íbúðalánakerfis „en til að fá jafnhagstæða vexti og Danir eru með
þarf að koma á stöðugleika í efnahagsmálunum“. Kynna á fulltrúum
ríkisstjórnarinnar, þingnefndum og flokkum tillögurnar fljótlega.
Byggt á föstum nafnvöxtum
til skemmri eða lengri tíma
ASÍ SEGIR MARGA KOSTI VIÐ DANSKA ÍBÚÐALÁNAKERFIÐ