Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Vísindamenn í Japan hafa komist að því að smokkfiskategund getur flogið allt að 30 metra til að komast undan rándýrum og farið hraðar í fluginu en spretthörðustu menn heimsins. Flugsmokkfiskurinn skýst upp úr hafinu með því að skjóta út sjóbunu af miklum krafti og breiða út ugga til að láta sig svífa. Hann dregur síðan ugg- ana að sér áður en hann lendir í sjón- um til að skellurinn verði sem minnst- ur. Smokkfiskarnir fljúga í um það bil þrjár sekúndur og hraði þeirra er allt 11,2 metrar á sekúndu, að sögn vís- indamannanna. Þegar spretthlaupar- inn Usain Bolt vann gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London á liðnu ári hljóp hann að meðaltali 10,31 metra á sekúndu. Flugið bjargar þó ekki smokkfisk- unum alltaf því þeir geta orðið sjófugl- um að bráð þegar þeir hefja sig á loft, að sögn eins vísindamannanna, Jun Yamamoto, við Hokkaido-háskóla. „Það hafa alltaf verið til sögur um smokkfiska, sem hafi sést fljúga, en enginn hafði útskýrt hvernig þeir gera þetta. Við höfum nú sannað að þetta er rétt,“ segir Yamamoto. bogi@mbl.is AFP Hraðfleygir smokkfiskar Tækniþróunarsjóður Styrkir til nýsköpunar Athugið! Næsti umsóknarfres tur er til15. febrúar 201 3 l Tækniþróunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. l Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. l Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni sem geta aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. l Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. l Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á www.rannis.is H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.