Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Ár snáksins hefst á morgun skv. kínversku tímatali og tekur við af ári drekans. Taívanski stjörnuspekingur- inn Tsai Shang-chi spáir því að nýja árið verði róstu- samt. „Í kínverskum goðsögnum tengdust snákar oft skrímslum, eða persónugervingum skrímsla, þannig að búast má við pólitísku umróti,“ segir hann. Talið er að barnsfæðingum fækki í Kína á ári snáksins sem þykir ekki eins heillavænlegt til barneigna og ár drekans. Ár snáksins 2013 Kanína 2023 2024 DrekiSnákur 2014 Hestur 2015 Geit 2016 Api 2017 Hani 2018 Hundur 2019 Svín 2020 Rotta 2021 Naut 2022 Tígur Sögulegir atburðir á ári snáksins Fædd á ári snáksins Árin og dýrin í kínverska tímatalinu 2001 Heimildir: Handbook of Chinese Horoscopes/Britannica/ThePeoplehistory.com/Historyorb.com Xi Jinping (leiðtogi Kína, f. 1953) Audrey Hepburn (leikkona, 1929-1993) Abraham Lincoln (forseti Banda- ríkjanna, 1809-1865) Mao Zedong (leiðtogi Kína, 1893-1976) Pablo Picasso (listamaður, 1881-1973) John F. Kennedy (forseti Bandaríkjanna, 1917-1963) 1953 Edmund Hillary og Tenzing Norgay klifu fyrstir manna tind Everest-fjalls Sovéski harðstjórinn Stalín dó 1965 Rússneskur geimfari fór fyrstur manna í geimgöngu Fyrstu bandarísku hermennirnir sendir til Víetnams 1977 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir því að tekist hefði að útrýma bólusótt Deng Xiaoping komst til valda í Kína eftir að hafa fallið í ónáð í flokkshreinsunum 1989 Her Kína kvað niður mótmæli lýðræðis- sinna á torginu við Hlið hins himneska friðar í Peking með grimmilegum hætti Árekstur bandarískrar njósnavélar og kínverskrar farþegaþotu olli deilu milli Kína og Bandaríkjanna Meira en 3.000 manns biðu bana í árásum hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum Innrás í Afganistan undir forystu BandaríkjahersBerlínarmúrinn féll Jessica Chastain (leikkona, f. 1977) „Psy“ Park Jae-Sang (rappari, f. 1977) Horfur á umróti á ári snáksins Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar aðildarríkja Evrópusam- bandsins náðu samkomulagi í gær um fjörlög sambandsins fyrir árin 2014-20 eftir erfiðar samningavið- ræður sem stóðu í rúman sólarhring. Breska dagblaðið The Telegraph lýsti samkomulaginu sem verulegum sigri fyrir David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, sem hafði beitt sér fyrir því að útgjöld ESB yrðu minnkuð. Að sögn fréttaveitunnar AFP er áætlað að útgjöld ESB minnki um 3% miðað við fyrri fjárlög sambandsins. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir því að útgjöldin nemi 908,4 milljörðum evra og þetta er í fyrsta skipti sem útgjöld Evrópu- sambandsins eru minnkuð, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Áætluðu útgjöldin samsvara um það bil 1% af árlegri heildarframleiðslu aðildarríkja sambandsins. Að sögn AFP felur samkomulagið í sér að heimild til skuldbindinga ESB nemi alls 960 milljörðum evra. Skuldbind- ingahámarkið sé hærra en áætluðu útgjöldin vegna þess að stundum sé hætt við verkefni eða þeim frestað. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hafði áður lagt til að út- gjöldin yrðu aukin um 5% og skuld- bindingarnar næmu 1.040 milljörðum evra. Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, lagði til á leiðtogafundi í nóvember að skuldbindingaheimildin næmi 973 milljörðum evra en tillögu hans var hafnað. Evrópuþingið þarf að samþykkja niðurstöðu leiðtogafundarins til að fjárlögin geti tekið gildi en ekki er víst að þingið samþykki hana. Á þingi ESB er mikil andstaða við niðurskurð á útgjöldunum og leið- togar fjögurra stærstu hópanna á þinginu sögðu að þeir myndu ekki styðja niðurstöðuna. Danir fengu afslátt Samkomulagið felur í sér að út- gjöld vegna landbúnaðarstefnu Evr- ópusambandsins verða ekki minnk- uð umfram það sem gert var ráð fyrir í tillögunum sem ræddar voru á leiðtogafundinum í nóvember. The Telegraph sagði í gær að þrátt fyrir niðurskurðinn gæti svo farið að framlög Bretlands til ESB ykjust um 500 milljónir punda vegna þess að greiðslur ESB til ríkja, sem gengu í sambandið eftir árið 2004, myndu aukast hlutfallslega. Blaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum að þar sem Bretland fengi ekki af- slátt af framlögum vegna útgjalda til nýjustu ESB-landanna væri gert ráð fyrir því að framlög landsins myndu aukast. Helle Thorning-Schmidt, for- sætisráðherra Danmerkur, náði fram kröfu sinni um að landið fengi afslátt af framlögum sínum að and- virði milljarðs danskra króna, eða 23 milljarða íslenskra. Útgjöld ESB skorin niður í fyrsta skipti Leiðtogar ESB náðu samkomulagi en ekki er víst að þingið samþykki það AFP Ánægður David Cameron, forsætis- ráðherra Breta, á blaðamannafundi. Lýsti yfir sigri » David Cameron lýsti yfir sigri í deilunni um niðurskurð- inn og sagði niðurstöðu leið- togafundarins sýna að hægt væri að knýja fram umbætur á Evrópusambandinu. » François Hollande, forseti Frakklands, kvaðst vera ánægður með niðurstöðuna, sagði hana „góða mála- miðlun“. Slegið hefur í brýnu með borgar- stjórnarfulltrúum í Genf í Sviss vegna þeirrar ákvörðunar for- manns fjárhagsnefndar borgar- stjórnarinnar að taka fyrir vínveit- ingar á kvöldverðarfundum hennar, að sögn dagblaðsins Trib- une de Geneve. „Formaður nefndarinnar hefur ákveðið að banna vín með matnum á fundum hennar án þess að segja nokkrum frá því fyrirfram,“ sagði Daniel Sormani, fulltrúi Borgara- hreyfingar Genfar, í bréfi til fé- laga sinna. „Langflestum nefnd- armannanna ofbauð þetta,“ sagði Sormani og krafðist þess að for- maðurinn drægi ákvörðunina til baka. Formaðurinn sagði að ekki kæmi til greina að verða við kröf- unni, bannið værið nauðsynlegt vegna þess að nefndarmenn ættu það til að skiptast á skömmum og svívirðingum þegar flöskurnar tæmdust. SVISS Stjórnmálamönnum ofbauð vínbannið Þrátt fyrir fögur fyrirheit ráða- manna í Evrópulöndum um að dregið verði úr notkun jarð- efnaeldsneytis til að minnka út- blástur svonefndra gróðurhúsa- lofttegunda hefur kolanotkun stóraukist í Evrópu síðustu misseri. Meginástæðan er sú að ný tækni til vinnslu á olíu og gasi úr leirsteini hefur orðið til þess að eftirspurnin eftir kolum hefur snarminnkað í Bandaríkjunum og kolin eru nú flutt þaðan í miklum mæli til Evr- ópu og Kína. Kolaútflutningur Bandaríkjanna til Evrópu jókst um 26% á fyrstu níu mánuðum liðins árs miðað við sama tímabil árið 2011. Aukin gas- vinnsla í Bandaríkjunum vegna nýju tækninnar varð til þess að að útblástur koldíoxíðs, sem hlýnun jarðar hefur meðal annars verið rakin til, dróst saman um 2,4% árið 2011 í landinu miðað við árið áður. Eykst heildarnotkunin? Ástæðan er sú að notkun gass mengar mun minna en brennsla kola. Útblástur gróðurhúsaloftteg- unda vegna raforkuframleiðslu hef- ur ekki verið minni en nú í Banda- ríkjunum frá árinu 1992. Sá hængur er hins vegar á að Bandaríkjamenn hafa aukið út- flutning sinn á kolum og það hefur orðið til þess að heimsmarkaðs- verðið hefur lækkað. Umhverfisverndarsamtök óttast að ódýra jarðgasið frá Bandaríkj- unum verði til þess að heildar- notkun jarðefnaeldsneytis, þ.e. kola, olíu og jarðgass, aukist í heiminum þegar upp er staðið, að því er fram kemur í frétt The Was- hington Post. Eftirspurnin eftir kolum hefur til að mynda aukist í Þýskalandi vegna þeirrar ákvörðunar þýsku stjórnarinnar í maí 2011 að loka öllum kjarnakljúfum landsins ekki síðar en árið 2022. bogi@mbl.is Kolanotkun eykst í Evrópu Ódýrt jarðgas í Bandaríkjunum hefur leitt til stóraukins kolaútflutnings þaðan til Evrópulanda og Kína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.