Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Hvað á barnið að heita? Þetta er eflaust stór spurning í hugaflestra foreldra enda heilmikil ábyrgð fólgin í nafngiftinni.Það getur verið flókið að velja nafn og útkoman er eins oggefur að skilja afar fjölbreytt. Margir búa til langan lista hugsanlegra nafna sem síðan er skorinn niður í nokkur fýsileg nöfn til að velja úr en hjá öðrum virðist þetta einfalt og rétta nafnið bíður bara tilbú- ið eftir að barnið komi. Þegar búið er að nefna barnið þá missa foreldrarnir að nokkru leyti völdin, bæði hvað varðar styttingu nafnsins (eða myndun gælunafns) og beygingu þess. Foreldrar ungra barna ráða reyndar sennilega heilmiklu um það hvort nafnið er stytt eða ekki (hvað svo sem síðar verður) en erf- itt er að ráða við það hvernig fólk beygir nafnið. Sérstaklega á þetta við um beygingu nafna sem eru oft beygð vitlaust eða hreinlega alls ekki beygð. Ég veit ekki hversu mikið fólk hugsar um þetta al- mennt en líklega er þetta mín helsta sérviska í nafna- vali; mér er nefnilega alls ekki sama um hvernig fólk fer með nöfn dætra minna. Við slíkum áhyggjum eru nokkur ráð. Það er t.d. nokkuð einfalt að minnka líkur á að nafnið verði stytt með því að hafa það tvíkvætt eins og flest stuttnefni. Það er reyndar hugsanlegt að tvíkvætt nafn verði ein- faldað (t.d. Guðrún – Gunna, Hilmar – Himmi o.s.frv.). Beygingin er líka miserfið og því má reyna að velja beygingu sem flestir nota rétt. Einföld- ust er veika beygingin en þannig beygjast kvenmannsnöfn sem enda á –a og karlmannsnöfn sem enda á –i (og einmitt þannig eru langflest stutt- nefni). Meðal annars með þetta í huga völdum við hjónin frumburði okkar fal- legt tvíkvætt nafn sem endar á –a (og beygist þar með veikt). Það er hins vegar ómögulegt að festa sig alveg í beygingarflokki þegar kemur að nafnavali og því varð nafn annarrar dóttur okkar aðeins flóknara í beyg- ingu. Það nafn er hins vegar sem betur fer ekki eitt af þeim sem fólk á erfitt með að beygja og hefur því ekki valdið henni neinum vandræðum. Ólíkt því sem búast mætti við urðum við líklega „áhættusæknari“ með aldrinum, kannski í takt við tíðarandann þar sem yngsta dóttirin fæddist árið 2007. Því ákváðum við eftir heilmikla umhugsun og nokkrar áhyggj- ur mínar af hugsanlegu beygingarleysi að gefa henni nafn sem endar á –ey. Ástæðan fyrir hræðslu minni við þetta annars fallega nafn er sú að margir virðast vera hræddir við –ju endinguna sem slík nöfn (og kven- mannsnöfn sem enda á –ý) fá í þolfalli og þágufalli og –jar endingu eign- arfallsins og eiga það því til að hafa það alveg óbeygt í öllum föllum (og tala því um Þórey, segja frá Laufey og fara til Signý o.s.frv.). En það er ekki um annað að ræða en að bíta á jaxlinn og vona það besta eða kannski skera upp herör gegn þessari óþörfu beygingarhræðslu! Málið El ín Es th er Hestur. Og hvað á hann þá að heita? Eruð þið búin að velja nafn á hann? Já. Og er hefð fyrir því í íslenskri tungu og tekur það beygingu vel? Já. Hvað á barnið að heita? Tungutak Aðalheiður Þorsteinsdóttir adalheidurt@gmail.com Nú fer athyglin að beinast að landsfundi Sjálf-stæðisflokksins síðar í þessum mánuði, bæðiþeirri afstöðu sem fundurinn tekur til megin-mála og kjöri þeirrar forystu sem leiðir flokkinn í kosningabaráttunni í vor. Hinn 1. desember sl. fjallaði ég um málefni Sjálfstæð- isflokksins á þessum vettvangi og sagði: „Hanna Birna Kristjánsdóttir sló margar flugur í einu höggi, þegar hún tilkynnti að hún mundi ekki bjóða sig fram til formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vetur. Í fyrsta lagi sameinaði hún Sjálfstæðisflokkinn að baki Bjarna Benediktssyni í aðdraganda kosninga. Ólík- legt er að nokkur annar frambjóðandi komi fram á sjón- arsviðið, sem hefði möguleika á að ná kosningu. Í öðru lagi tryggði hún sér stöðu varaformanns, í stað Ólafar Nordal, hafi hún á annað borð áhuga á þeirri stöðu. Það yrði mikil samstaða um hana í þeirri kosningu. Í þriðja lagi styrkti hún mjög stöðu sína sem hugsanlegs for- manns Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni. Stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar munu ekki gleyma þessari yfirlýsingu hennar og verða líklegri en ella til að styðja hana í framtíðinni.“ Í morgunkaffi Samtaka eldri sjálfstæðismanna sl. mið- vikudagsmorgun vék einn fund- armanna að stöðu Bjarna, sem hann taldi veika, og í samtali við annan fundarmann að fundinum loknum sagði viðmælandi minn, að „þung und- iralda“ væri innan flokksins vegna pólitískrar stöðu for- mannsins. Séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað á svipaðan veg í greinum hér í Morgunblaðinu. Af þessu tilefni langar mig til að lýsa minni sýn á þessa stöðu eins og ég gerði að hluta til á fyrrnefndum fundi. Í þeim efn- um tek ég mið af hagsmunum Sjálfstæðisflokksins en ekki einstakra forystumanna hans, hvorki Bjarna, Hönnu Birnu né annarra í forystusveit flokksins. Ég leiddi fyrst hugann að Bjarna Benediktssyni sem hugsanlegum formanni Sjálfstæðisflokksins veturinn og vorið 2004, þegar harkaleg átök stóðu yfir um frumvarp þáverandi ríkisstjórnar að fjölmiðlalögum, sem Morgun- blaðið studdi eindregið á þeim tíma. Bjarni var þá for- maður allsherjarnefndar Alþingis, sem hafði frumvarpið til meðferðar og stóð sig frábærlega vel í öllum um- ræðum um frumvarpið, bæði á Alþingi og utan þings. Þegar ljóst var veturinn 2009 að nýr formaður yrði kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hruns- ins var Bjarni sá sem mestan stuðning hafði til þess að taka það erfiða verkefni að sér. Mér er ekki ljóst, hvort það var honum sérstakt kappsmál. Það er ekki eftirsókn- arvert fyrir nokkurn mann að taka að sér formennsku í Sjálfstæðisflokki, þegar horft er til þess sem meira máli skiptir í lífinu en fánýtur frami. En hann tók að sér for- mennsku í þessum flokki við erfiðari aðstæður en nokkur annar maður hefur gert frá stofnun hans 1929. Sam- félagið var í rúst og Sjálfstæðisflokkurinn sömuleiðis. Hvernig hefur hann staðið sig í erfiðu starfi á fjórum árum? Það er augljóst að hann setur sig vel inn í mál og þekkir vandamálin sem við er að etja frá grunni. Hann flytur vandaðar og vel undirbúnar ræður eins og m.a. mátti heyra á opnum fundi í Valhöll fyrir skömmu. Hann er sterkur talsmaður stefnu Sjálfstæðisflokksins. Bjarni gerði að mínu mati alvarleg mistök með þeirri afstöðu sem hann tók til síðasta Icesave-samningsins, sem þjóðin svo hafnaði. En það hafa margir forverar hans í formennsku gert mistök og sum alvarleg. Hann hefur ekki náð fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoð- anakönnunum upp í þær tölur sem vænta hefði mátt með óvin- sæla vinstri stjórn við völd en þá má ekki gleyma því að hrunið er einstakt í sögu þjóðar okkar og Sjálfstæðisflokkurinn verður að axla sína ábyrgð vegna þess sem áreiðanlega á þátt í niðurstöðum kannana. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni, að flokkurinn hafi ekki gert upp við hrunið með viðunandi hætti. Bjarni hefur legið undir ámæli fyrir gerðir sínar á vettvangi viðskiptalífsins áður en hann tók við for- mennsku. Hann verður sjálfur að svara fyrir þær alveg eins og Ólafur Thors varð að gera árið 1936 og næstu ár- in á eftir í Kveldúlfs-málinu og lesa má um í fyrra bindi ævisögu Ólafs eftir Matthías Johannessen (bls. 131). Saga Sjálfstæðisflokksins sýnir að innbyrðis átök um forystu opna leiðina fyrir andstæðingana til valda. Það kom skýrt í ljós á árunum 1978-1983. Komi til alvarlegra átaka á landsfundi nú í febrúar um forystu flokksins er það nokkuð örugg ávísun á framhald vinstri stjórnar í landinu í einhverju formi. Einhver kann að segja: Ekki urðu átökin á landsfundi 1991 til þess. Svarið er: Þá var vinsæll borgarstjóri með mesta sigur flokksins í borgarstjórnarkosningum að baki að berjast til valda. Slíku er ekki til að dreifa nú. Þá segja sumir: Áframhaldandi formennska Bjarna Benediktssonar mun kosta Sjálfstæðisflokkinn nokkur prósentustig í fylgi. Með sama hætti má segja: Uppnám á landsfundi um forystu getur kostað Sjálfstæðisflokkinn nokkur pró- sentustig í fylgi. Þegar horft er á þessa stöðu með hagsmuni Sjálfstæð- isflokksins í huga fer augljóslega bezt á því að landsfund- urinn sameinist um Bjarna Benediktsson sem formann, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformann og Kristján Þór Júlíusson (fulltrúa landsbyggðarinnar) sem 2. varaformann. Gangi sú kosningabarátta ekki upp verða kaflaskil. Um landsfund og forystu Sjálfstæðisflokksins Saga Sjálfstæðisflokksins sýnir að innbyrðis átök um forystu opna leiðina fyrir andstæðingana til valda. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Okkur er sagt, að dauðasynd-irnar verði ekki fyrirgefnar á efsta degi. Þær eru samkvæmt kenningu kirkjufeðranna sjö tals- ins, á latínu superbia, avaratia, lux- uria, invidia, gula, ira og acedia, en á íslensku er algengast að kalla þær í sömu röð dramb, ágirnd, lauslæti, öfund, græðgi, heift og hirðuleysi. Hin síðari ár hefur merking orðanna „ágirnd“ og „græðgi“ blandast nokkuð saman, en áður fyrr vísaði „græðgi“ einkum til þess, er menn kunnu sér ekki hóf í mat eða drykk, voru átvögl eða vín- svelgir. Ein ástæða til þessarar merkingarbrenglunar er eflaust, að enska orðið „greed“ merkir ágirnd, en „gluttony“ græðgi. Ágirnd er líka stundum ruglað saman við sjálfselsku. Kristur sagði mönnum (Lk 12,15) að varast ágirnd, og Páll postuli taldi (1Tm 6, 10) fégirndina rót alls ills, eins og Hallgrímur Pétursson lagði út af í 16. Passíusálmi. Sjálfselskan er hins vegar hvergi bönnuð. Öðru nær. Í boðorðum Gamla og Nýja testamentisins um, að menn skuli elska náunga sína eins og sjálfa sig, felst beinlínis, að þeir skuli elska sjálfa sig. En hvað í sjálfum sér? Séra Arnljótur Ólafsson, sem gaf 1880 út fyrsta íslenska hag- fræðiritið, Auðfræði, benti á, að „mennirnir eru engan veginn mis- góðir eftir því hve mjög þeir elska sjálfan sig, heldur eftir hinu hvað þeir elska hjá sjálfum sér og í sín- um kjörum“. Sjálfið takmarkast ekki heldur nauðsynlega við ein- staklinginn. Móðir, sem ann barni sínu eins og sjálfri sér, hefur fært sjálf sitt út. Munurinn á ágirnd og sjálfselsku er, að ágirndin beinist ætíð gegn öðrum, felur í sér ásælni. Sjálfs- elskan getur hins vegar verið áreitnislaus. Hvernig geta menn síðan elskað náunga sína í raun? Séra Arnljótur svaraði hinu sama og Adam Smith: með því að keppa á frjálsum markaði að hámarksgróða, því að hann er vísbending um, að þeim hafi tekist betur en öðrum að fullnægja þörfum náunga sinna. Þetta hlýtur stuðning af því, hverj- ar tvær aðrar dauðasyndirnar eru, öfund og hirðuleysi. Menn eiga ekki að öfunda þá, sem vegnar vel, og þeir eiga að leggja sig sjálfa fram um að leysa verkefni lífsins. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ágirnd og sjálfselska V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð SÉRPRENTAÐAR MÖPPUR hannaðar að utan sem innan eftir þínum þörfum HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR  562 8500 Fyrir fundi, ráðstefnur, markaðssetningar eða kynningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.