Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013
Það vakti mikla athygli
nýlega þegar fram kom
að húsnæði gamla Land-
spítalans við Hringbraut
væri mengað af myglu-
sveppum. Nokkrir mik-
ilvægustu læknar lands-
ins sem eru með
skrifstofur og vakt-
herbergi í gamla spít-
alanum hafa verið meira
eða minna veikir und-
anfarin ár af önd-
unarfærasjúkdómi sem rekja má til
myglunnar. Þetta vandamál var upp-
lýst þegar þeir létu sjálfir rannsaka
málið.
Þegar betur er að gáð er ekki að-
eins um að ræða eitt eða tvö herbergi
í gamla spítalanum heldur er vanda-
málið að finna víðar í þessu 90 ára
gamla húsi. Vitað er að málið snertir
einnig gjörgæsludeildina en hún er
staðsett á hæðinni fyrir neðan vakt-
herbergi og skrifstofur hjarta- og
lungnaskurðlækna. Þetta er graf-
alvarlegt mál og lýsir því betur en
nokkuð annað hvað húsnæðismál
spítalans eru komin í slæmt ástand
vegna vanrækslu og skorts á viðhaldi.
Bráðnauðsynlegt er að úr þessu verði
bætt án tafar og að betra húsnæði
verði fengið fyrir þá mikilvægu starf-
semi sem þarna fer fram.
En þetta mál vekur víðtækari
spurningar um framtíð spítalans og
byggingaráformin á
LSH. Sú bygging-
aráætlun sem hefur
verið kynnt gengur
út á að byggt verði
við gamla Landspít-
alann. Helstu rökin
fyrir staðsetning-
unni hafa verið þau
að á lóð Landspít-
alans við Hringbraut
sé mikið húsnæði
fyrir sem unnt sé að
nota áfram og þess
vegna sé sú stað-
setning hagkvæmari en uppbygging í
Fossvogi. Nú getur engum manni
blandast hugur um það lengur að
húsnæði gamla Landspítalans við
Hringbraut er ónothæft sem sjúkra-
hús og vafasamt hvort það er yfirleitt
boðlegt sem skrifstofuhúsnæði.
Samkvæmt áformum undirbún-
ingsaðila hefur átt að nota þetta hús
áfram eftir byggingu fyrsta áfanga
nýs spítala fyrir skrifstofur, göngu-
deildir og aðra mikilvæga starfsemi
spítalans. Dettur einhverjum í hug að
þetta sé skynsamlegt? Auk þess má
ráða af teikningum nýja spítalans að
starfsemin verði dreifð í mörgum
byggingum með tengigöngum og
óhjákvæmilegu óhagræði sem því
mun fylgja fyrir sjúklinga og starfs-
fólk vegna þess að ekki er unnt að
byggja hærri byggingar við Hring-
braut. Í Fossvogi mætti byggja hærri
hús sem mundi stytta vegalengdir
innan spítalans og gerbreyta innra
skipulagi til hins betra.
Bygging nýs Landspítala er tví-
mælalaust eitt mikilvægasta hags-
munamál heilbrigðisþjónustunnar í
landinu um þessar mundir. Marg-
vísleg rök hafa verið færð fyrir því að
nauðsynlegt sé að bæta aðstöðu fyrir
sjúklinga og starfsfólk þannig að við-
unandi verði til framtíðar. Mikilvægt
er að sem mest af húsnæði spítalanna
verði endurnýjað á hagkvæman hátt
og sem minnst af eldra húsnæði verði
notað áfram. Staðarvalið hefur verið
umdeildasti þáttur við undirbúning
málsins og helsta orsök fyrir þeim
mótbyr sem verkefnið hefur orðið
fyrir. Þegar við þetta bætist að rökin
fyrir staðsetningu við Hringbraut
standast ekki lengur er augljóst að
endurskoða þarf málið í heild. Skoða
verður í fullri alvöru aðra valkosti svo
sem uppbyggingu í Fossvogi eða
byggingu frá grunni á nýjum stað.
Eftir Stein Jónsson »Mikilvægt er að sem
mest af húsnæði
spítalanna verði endur-
nýjað á hagkvæman
hátt og sem minnst af
eldra húsnæði verði
notað áfram.
Steinn Jónsson
Höfundur er formaður
Læknafélags Reykjavíkur.
Þarf að breyta byggingar-
áformum Landspítalans?
„Mig fýsti að vita hvort bann við
innflutningi á lifandi dýrum yrði
virt við inngöngu Íslands í ESB.
Hann sagði svo ekki vera. Höft á
innflutningi dýra til Íslands yrðu
afnumin.“ Þannig hefst grein Kar-
olu Schmeil, þýskrar Íslands-
hestakonu, í Eiðfaxa. Karola er
lögfræðingur og einstakur Ís-
landsvinur og vann eitt erfiðasta
deilumál sem uppi var um síðustu
aldamót en þá sökuðu þýsk stjórn-
völd íslenska hestaútflytjendur
um stórfelld tollasvik og að hafa ekki greitt til-
skilin gjöld.
Karola kom þessu vonda máli út úr heiminum
og samdi fullan frið á milli þýskra og íslenskra
stjórnvalda um þetta erfiða mál, sem var nokk-
urskonar Icesave hestamanna. Karola hefur
grein sína á þessum orðum: ,,Það skiptir ekki
máli hvort við tökum tillit til sögulegra eða nátt-
úrulegra aðstæðna. Íslenski hesturinn er ein-
stakt menningarfyrirbæri sem skóp, í gegnum
árhundruðin, sérstakt samspil á
milli náttúru landsins og þjóðarinnar
sem þar býr. En hesturinn er menn-
ingarverðmæti sem gæti glatast.“
Hún Karola fékk boð um að sitja
málþing um inngöngu Íslands í Evr-
ópusambandið árið 2010. Málþingið
sátu virtir fulltrúar úr pólitík og at-
vinnulífi, komnir víða að og ræddu
umsókn Íslands. Þingið var vel
skipulagt segir hún og vel sótt.
Gagnkvæm skoðanaskipti voru
kurteisleg og ekki bar á að skoðanir
væru misvísandi. Þvert á móti. Hún
segir að þjóðverjar hafi sagst hlakka
til að læra af okkur hvernig ætti að veiða fisk, og
hrósað okkur. Ekki var minnst á íslenska hest-
inn og örlög hans eða sjúkdómshættur í frjálsri
för búfjár.
Þetta er dauðans alvara. En eigi að síður var
sagt á fundinum að lítillega þyrfti að aðlaga
landbúnaðinn og regluverkið hér að hinu mikla
regluverki ESB. „Afleiðingin verður sú, að inn-
an skamms fyllast stjórnsýsluskrifstofur á Ís-
landi af evrópusinnuðum embættisblókum sem
varlegir. Þeir eru margir lífshættulegir mönn-
um og dýrum.
Á Íslandi eru sjúkdómarnir teljandi á fingr-
um annarrar handar og við höfum hamið þá að
mestu en búfjárstofnar eru mjög viðkvæmir,
ekki bara hesturinn heldur öll okkar dýr. Dýrin
okkar hafa ekki í sér þá mótstöðu sem þarf gegn
sjúkdómunum vegna einangrunarinnar hér í
þúsund ár. Ísland sem matvælaland telst hreint
land og nánast án sjúkdóma, með óvenju heil-
brigt búfé. Því verðum við af dýravernd-
unarsjónarmiðum, af fjárhagslegum sjón-
armiðum og af heilbrigðissjónarmiðum að fá
skýr svör í þessu máli frá Össuri Skarphéð-
inssyni utanríkisráðherra og Steingrími J. Sig-
fússyni, atvinnu- og nýsköpunarráðherra eða
landbúnaðarráðherra Íslands. Hver er staða
þessa máls gagnvart innflutningi á lifandi dýr-
um og innflutningi á hráu kjöti? Ennfremur
spyr ég Harald Benediktsson, formann Bænda-
samtakanna. Hafa stjórnvöld sett fram skýra
kosti í þessu máli og rætt þetta mál við bændur
og heilbrigðisyfirvöld?
Eftir Guðna Ágústsson »Hinn kurteisi Willem Noe
svaraði skýrt og á auga-
bragði: ,,Að höft á innflutningi
dýra til Íslands yrðu afnumin.“
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrv. landbúnaðarráðherra.
Evrópusambandið og íslenski hesturinn
horfa hýru auga til þeirra styrkja sem ESB
veifar fyrir framan nefið á þeim,“ bætir hún við.
Loksins tók Karola sjálf að spyrja fulltrúa fram-
kvæmdastjórnar ESB. Willem Noe varð fyrir
svörum, hann er afburðaorðsnjall og kurteis
maður, segir hún. Hann hafði heimsótt Ísland
en hafði enga þekkingu á hestinum okkar og
sögu hans. Hún spurði beint út hvort: ,,Bann við
innflutningi á lifandi dýrum yrði virt við inn-
göngu Íslands í ESB.“ Hinn kurteisi Willem
Noe svaraði skýrt og á augabragði: ,,Að höft á
innflutningi dýra til Íslands yrðu afnumin.“ Já,
ekki kom mér svarið á óvart, það er Rómarsátt-
málinn sem ræður þessu. Og kjaftæðið um und-
anþágur er íslenskur blekkingaleikur. Nú verð-
um við að átta okkur á því að dýrasjúkdómar í
Evrópulöndum eru mjög margir, segjum
minnst eitt hundrað talsins og sumir mjög al-
Nú er rétt um hálf-
ur mánuður síðan
meirihlutinn í stjórn-
skipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis af-
greiddi frá sér
nefndarálit og breyt-
ingartillögur við
stjórnarskrár-
frumvarpið. Á þeim
tíma hefur ekkert
breyst sem til þess er
fallið að skýra málið frekar eða
auka líkurnar á því að það nái fram
að ganga. Óvissan um framhaldið
er enn sú sama – málið sem slíkt
er í jafn miklu uppnámi og áður.
Einhverjar breytingartillögur
meirihlutans kunna að vera til
bóta. Aðrar eru því marki brennd-
ar, að orðalag frumvarpstextans er
fært aftur til upprunalegra tillagna
stjórnlagaráðs, þvert gegn ráð-
leggingum fræðimanna og sér-
fræðinga, þar á meðal þeirra lög-
fræðinga sem meirihluti
nefndarinnar fól sérstaklega að
laga tillögurnar áður en frum-
varpið var lagt fram í haust.
Þau atriði frumvarpsins, sem
ástæða er til að hafa miklar
áhyggjur af, eru þar til viðbótar
meira og minna enn til staðar. Enn
er til dæmis fullkomlega í lausu
lofti hver áhrif viðamikilla breyt-
inga á mannréttindakaflanum
verða. Færð hafa verið fyrir því
gild rök að þau verði mun meiri og
víðtækari en höfundar tillagnanna
láta í veðri vaka og að í sumum til-
vikum geti breytingarnar leitt til
lakari verndar frelsisréttinda ein-
staklinga heldur en gildandi
ákvæði. Sama á við um ákvæðin
sem varða náttúruna, auðlindir og
auðlindanýtingu. Þar er enn víða
að finna óskýra hugtakanotkun og
ófullnægjandi skýringar í grein-
argerð auk þess sem ekki liggur
fyrir mat áhrifum. Kaflinn um ut-
anríkismál er enn vanbúinn, þrátt
fyrir að umfjöllun utanríkismála-
nefndar þingsins um þann þátt
hafi á margan hátt verið ágæt. Þar
blasir t.d. við að betur þarf að fara
yfir áhrif 109. gr. á þátttöku okkar
í samstarfinu innan NATO og að
vinna þarf betur í ákvæðinu í 111.
gr. um framsal ríkisvalds til al-
þjóðlegra stofnana. Miðað við
breytingartillögu meirihlutans hef-
ur sú grein batnað að því leyti að
settar eru stífari kröfur um aukinn
meirihluta þegar kemur að slíku
framsali, en á hinn bóginn er það
álitamál og áhyggjuefni ef gengið
verður svo langt að heimila fram-
sal ríkisvalds til stofnana, sem Ís-
land á ekki aðild að.
Kosningaákvæðið í
39. gr. frumvarpsins
vekur enn margar
spurningar, þrátt fyrir
að því hafi verið veru-
lega breytt í tillögum
meirihlutans. Hið nýja
og breytta ákvæði fel-
ur í sér að gengið er
mun skemmra í að út-
færa kosningakerfi í
stjórnarskrárákvæð-
inu en áður og svig-
rúm hins almenna lög-
gjafa aukið sem því nemur. Það
kann að vera skynsamlegt skref,
en vandinn er einfaldlega sá að
ekki er ljóst hvers konar mismun-
andi kerfi geti rúmast innan orða-
lags ákvæðisins og hvers konar
kerfi geri það ekki. Einhvers kon-
ar greining eða mat af því tagi er
auðvitað nauðsynlegt áður en hægt
er að taka afstöðu til breyting-
anna.
Þá ber að hafa í huga, að af
hálfu meirihlutans í stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd eru veiga-
miklir hlutar frumvarpsins enn
óafgreiddir. Þar er um að ræða þá
kafla sem lúta að æðstu stjórn rík-
isins, forsetaembætti, ríkisstjórn
og Alþingi og samspili þessara
mismunandi handhafa ríkisvalds-
ins, auk ákvæða um þjóð-
aratkvæðagreiðslur, þjóð-
arfrumkvæði og um breytingar á
stjórnarskrá. Þessir kaflar voru
settir í biðflokk, að minnsta kosti
þar til bráðabirgðaniðurstöður
Feneyjanefndar Evrópuráðsins
liggja fyrir, en þeirra ætti að vera
að vænta á næstu dögum. Hér er
ekki um að ræða neitt smámál,
heldur þær meginreglur, sem gilda
eiga um stjórnskipun landsins.
Sem af þessu má sjá, er enn eft-
ir ómæld vinna af hálfu þingsins,
ef ætlun meirihlutans er enn sú að
ljúka málinu fyrir kosningar í vor.
Slík áform verða auðvitað sífellt
óraunsærri með hverjum deginum
sem líður en á meðan meirihlutinn
neitar að horfast í augu við þá
staðreynd verður málið áfram í
sama átakafarvegi og fram til
þessa.
Stjórnarskrármálið
enn í uppnámi
Eftir Birgi Ár-
mannsson
Birgir Ármannsson
» Þau atriði stjórnar-
skrárfrumvarpsins,
sem ástæða er til að
hafa miklar áhyggjur
af, eru meira og minna
enn til staðar.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ömmu- og afakaffi Afi var kátur þegar hann þáði kaffi hjá afadrengnum sínum í gær í leikskólanum Austurborg.
Ómar